Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2012, Qupperneq 59

Frjáls verslun - 01.09.2012, Qupperneq 59
FRJÁLS VERSLUN 10. 2012 59 Einars dóttir, framkvæmdastjóri Mentors, og Svana Helen Björnsdóttir, forstjóri Stika. Allir tóku undir mikilvægi góðs kennara eða lærimeistara þegar verið væri að leið ­ beina tilvonandi frumkvöðli. Og flestir voru sammála því að kenna ætti frumkvöðlafræði í öllum skólum. Erfiðasta verkefnið sem kennarinn stendur frammi fyrir er að sannfæra nemendur um ágæti nýsköpunar og frumkvöðlastarfs. Hann verður að geta látið hugmyndina um stofnun fyrirtækis hljóma spennandi. Viðhorf kvenna til raungreina er vandamál í löndum Evrópu. Þær sækja síður í reikni ­ fögin, sem oft eru þörfustu tólin í verk færa ­ kassa frumkvöðulsins. Það er því lykilatriði að ná fram viðhorfsbreytingu innan mennta ­ kerfisins. Vandi þessi er djúpstæður og nær langt út fyrir veggi skólastofunnar. Kynbundnar staðal ímyndir samfélagsins geta haft áhrif á hegðun einstaklinga; sumar stelpur snið ­ ganga stærðfræðina einungis vegna þess að þess er vænst af þeim. fjármögnunarvandi frumkvöðla Máxima Hollandsprinsessa ávarpaði sam ­ komuna á myndbandi þar sem hún talaði um mikilvægi fjármögnunar. Eðli máls ins samkvæmt, sagði hún, er fjár mögn un ar ­ vandi frumkvöðla að mestu leyti óháður kyni. Þó er það þannig að konur eru yfirleitt áhættufælnari en karlar. Þær taka færri lán og upphæðirnar eru lægri. Það getur bæði verið gott og slæmt. Vissulega er það til eftirbreytni að vera gætinn. Á móti kemur að þeir sem aldrei taka áhættu eru síður líklegir til stórræða. Máxima mælti fyrir því að kvenmenn sýndu dirfsku þegar verkefni væru fjár mögn uð. En hún bætti við að það mætti aldrei gleymast að viðskiptahugmyndin yrði að vera góð, við skiptaáætlunin heil brigð og mögu leikinn á vexti fyrir hendi. „Þyrfti að breyta öllum karlmönn­ um í norræna menn“ Fram kom í máli Dilek Ayhan, fram ­ kvæmda stjóra frá Osló, að Noregur væri himnaríki fyrir kvenkyns frumkvöðla. Þangað mætti sækja fyrirmyndir. Í Noregi eru t.d. tekin saman gögn sem sýna fram á mikilvægi kvenna í daglegum rekstri sam ­ félagsins. Einnig nefndi hún að þar væri markvisst unnið að því að uppræta gamlar hugmyndir um kynbundnar staðalímyndir í samfélaginu og innan fjölskyldunnar. Lena Bondue, belgískur frum kvöðla ­ þjálf ari, vísaði í ræðu Dilek og sagði að það þyrfti að breyta öllum karlmönnum í norræna menn – það væri hugmynd sem hún myndi gjarnan vilja fjárfesta í. Í lok ráðstefnunnar náði ég tali af full ­ trú um Íslands, þeim Vilborgu og Svönu, og spurði hvort eitthvað væri til í þessum orð um. Eru Norðurlöndin á einhvern hátt fyrir mynd annarra landa þegar kemur að konum og frumkvöðlastarfi? Þær sögðu að þetta væri að miklu leyti rétt. Á Íslandi væri hugarfarið t.d. allt annað og heilbrigðara en sunnar í álfunni. Ég hlakka bara til, segir Vilborg að lokum, þegar ekki verður lengur þörf á sérstökum ráðstefnum fyrir konur. – Þegar ráðstefna sem þessi verður einfaldlega tileinkuð „frum kvöðlastarfi“. Dilek Ayhan, framkvæmdastjóri frá Osló. Vilborg Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Mentors, var talsmaður Evrópsku fyrirtækja­ vikunnar fyrir hönd Íslands. Svana Helen Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Stika, og Vilborg Einarsdóttir, framkvæmda­ stjóri Mentors, í góðum félagsskap. Þær tóku báðar þátt í pallborðsumræðum á ráð stefn­ unni. fyrirmyndir skipta máli Jóhannes Benediktsson, sem sat ráðstefnuna í Brussel fyrir Frjálsa verslun, segir að mikið hafi verið lagt upp úr því hve fyrirmyndir skipti miklu máli við stofnun fyrirtækja. Fram hafi komið að afrekssögur frumkvöðla verði að heyrast. Þær séu öðrum innblástur og hvatning og fjölmiðlar beri ábyrgð á því að segja sögur kvenna sem hafa tekið slaginn og sigrað. Það sé þeirra að búa til alvörufyrirmyndir fyrir ungt fólk sem segi á eftir: „Ég vil vera svona.“ Jóhannes segir að af nógu sé að taka þegar kemur að fyrirmyndum. Hann tekur hér fjórar ungar konur á Íslandi sem dæmi; þær hafi fengið hugmyndir og ýtt þeim úr vör. Sesselja Vilhjálmsdóttir og Valgerður Hall- dórsdóttir brugðu á það ráð að búa til borðspil þegar þær sátu atvinnulausar yfir kaffibolla árið 2009. Úr varð spilið Heilaspuni, sem seldist upp á mettíma og var síðan valið borðspil ársins. Næst fengu þær styrk frá Evrópu unga fólksins til þess að gera heimildamynd um tæknifrumkvöðla í Evrópu og Bandaríkjunum. Nú eru þær að búa til snjallsíma ­app (kinwins.com), þar sem markmiðið er að treysta einingu fjölskyldunnar og gera hvers­ daginn skemmtilegri. Eyrún Eggertsdóttir vann Gullegg Innovit árið 2011 fyrir dúkkuna Lúllu, sem hefur svipaða nær veru og foreldri þegar lögð er í vöggu við hlið ungbarns. Í kjölfarið líður barninu betur og það sefur værar. Lúlla fer á markað í lok árs. Jóhanna Björg Christensen er stofnandi og rit stjóri tískutímaritsins Nude Magazine (nudemag­ azine.is) sem kemur út frítt á netinu. Þegar hún sá fram á að erfitt yrði að finna vinnu sem grafískur hönnuður ákvað hún að stofna sitt eigið tímarit. Blaðið er sett upp á hefðbundinn hátt en það er óvenjulegt að því leyti að sumar auglýsingarnar eru myndbönd. „85% nýrra starfa verða til í litlum eða meðalstórum fyrirtækjum. Það er því lykilatriði að hlúa vel að öllu frumkvöðlastarfi.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.