Frjáls verslun - 01.09.2012, Page 71
FRJÁLS VERSLUN 10. 2012 71
HP Photosmart 5515 e-all-in-One Printer
Fjölnotaprentari (29.900 kr. hjá www.okbeint.is og omnis.is).
Prentarar eru ekki áhugaverðustu græjur í heimi en eru engu að
síður mikil vægir. Og ótrúlegt en satt – það er hægt að gera þá
smek klega og þægilega í notkun. HP Photosmart 5515 er stýrt
með handhægum snerti skjá, hægt er að tengja tölvur við hann
yfir þráðlaust net og hann lítur merkilega vel út af prentara að
vera. Hann getur skannað og ljósritað, prentað báðum megin
og prentað ljósmyndir. Þar að auki er verðið merkilega gott
miðað við jafn vel heppnaðan fjölnotaprentara.
Canon Powershot sX260 Hs
Myndavél (59.900 kr. hjá www.netverslun.is). PowerShot SX
240 HS er létt og meðfærileg vasamyndavél sem tekur frábærar
myndir og er að auki með ýmsa aukaeiginleika sem nýtast vel.
Hún er með 20X aðdráttarlinsu og veitir góða stjórn á ljósopi og
lokuhraða. Hún getur tekið átta kyrrmyndir á sekúndu í „burst
mode“ og tekur FullHDháskerpu vídeó. Að auki er hún með
gpsstaðsetningartæki sem merkir inn staðsetningu
hverrar myndar.
samsung galaxy s iii
Snjallsími (verð 109.900 hjá helstu símafyrirtækjum). Samsung
varð á árinu stærsti símaframleiðandi í heimi. Það má ekki síst
þakka velgengni flaggskips fyrirtækisins, Samsung Galaxy SIII,
sem kom út síðasta vor. SIII býður upp á svo til allt sem hægt
er að óska sér í fyrsta flokks snjallsíma: flottan skjá, gríðarlega
öfluga vinnslu, góða myndavél og glæsilega hönnun ytra byrðis
símans, sem fer vel í hendi þrátt fyrir að hann sé í stærra lagi.
Það er ekki nema von að Galaxy SIII hafi verið eini síminn sem
náði að velgja iPhone 4S undir uggum á þessu ári í vinsældum,
en hann náði að vera mest seldi síminn á heimsvísu á þriðja
ársfjórðungi (þegar Appleaðdáendur biðu eftir nýjum iPhone).
HP Z1
Borðtölva (frá u.þ.b. 450.000 kr. hjá www.okbeint.is). Flestar
sambyggðar borðtölvur (e. allinone), þ.e. tölvur sem eru inn-
byggðar í skjáinn, eru hannaðar með þægindi í huga en minna
lagt upp úr afköstunum. HP Z1 er undantekning frá þeirri reglu.
Hún kostar sitt, en gæðin eru líka augljós í samanburði við aðrar
sambyggðar tölvur á markaðnum. Samkvæmt ítarlegum prófun
um PC World stendur HP Z1 keppinaut unum framar á flestum
sviðum. Hægt er að panta ýmsar útfærslur af vélinni eftir þörfum
hvers og eins, en að auki getur maður sjálfur opnað tölvuna og
skipt um íhluti – sem er ekki algengur eiginleiki
sambyggðra tölva.
sony alpha sLt-a57
Myndavél (149.990 kr. hjá www.netverslun.is). Þessi 16 megapixla
mynda vél telst ekki SLRmyndavél samkvæmt skilgreiningunni.
Hún slær hins vegar mörgum miðlungsdýrum SLRmyndavélum
við á ýmsum sviðum. Hún getur t.d. tekið 12 myndir á sekúndu
í átta mega pixla upplausn með sjálfvirkan fókus virkan, sem er
hraðara en allar myndavélar í sama verðflokki (og reyndar meira
en margar dýrari myndavélar geta stært sig af). Svo bætist
við að myndavélin getur tekið 1080p vídeó með 60 römmum á
sekúndu. Því er óhætt að fullyrða að með A57 fáist mikið
fyrir peninginn.
iPad Mini
Spjaldtölva (verð 59.990 kr., t.d. hjá www.epli.is og omnis.is).
Ein markverðasta nýjung Apple á árinu var Miniútgáfan af hinni
gríðarlega vinsælu iPadspjaldtölvu. Hún kom með látum inn á
markað sem Apple hafði ekki keppt á áður – smærri spjaldtölvur
– og settist beint á toppinn. Hún er með 7,9 tommu skjá, er ein
staklega flott og öflug og nýtur auk þess góðs af nær óendan
lega miklu úrvali spjaldtölvuforrita í iTunesverslun Apple.
HP Photosmart 5515prent
arinn er með handhægum
snertiskjá.
Canon Power Shot
SX260 HS er með
ýmsa hentuga
aukaeiginleika.
Samsung
Galaxy SIII er
einn vinsælasti
sími ársins á
heimsvísu.
HP Z1 er talsvert öflugri
en hefð b und nar sam
byggðar tölvur.
SonyAlpha A57
hefur margt umfram
keppinautana.
ipad mini er
smærri útgáfa af
hinni feikivinsælu
ipadspjaldtölvu.