Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2012, Qupperneq 85

Frjáls verslun - 01.09.2012, Qupperneq 85
FRJÁLS VERSLUN 10. 2012 85 Í frásögn Steinars J. Lúðvíkssonar, fyrrum blaðamanns á Morgun-blaðinu, sem byggir hana á samtali við Þorstein sjálfan, segir: Það var Geir Hallgrímsson, sem átti frumkvæðið að framboði Þorsteins til formennsku í flokknum. Alllöngu áður en hann birti opinberlega ákvörðun sína um að hætta kallaði hann Þorstein og Davíð Oddsson, sem þá var nýlega orðinn borgarstjóri, á sinn fund og greindi þeim frá því að vilji hans stæði til þess að annar hvor þeirra tæki við flokksformennskunni. Vildi Geir að þeir gerðu það upp sín í milli hvor færi í framboð. Í viðræðum Þorsteins og Davíðs lagði Þorsteinn það til að Davíð færi í framboðið og taldi að hann sem borgarstjóri ætti meiri möguleika á sigri. Niðurstaðan varð samt sú, að Þorsteinn færi fram enda taldi Davíð sig hafa ærinn starfa við stjórn Reykjavíkurborgar. Ekki dró til meiriháttar tíðinda innan Sjálfstæðisflokksins fyrr en rúmu ári síðar, þegar landsfundur var haldinn snemma í október 1989. Þá kom Davíð Oddsson, borgarstjóri, nokk­ uð óvænt fram og tilkynnti framboð sitt til varaformanns, en því embætti hafði Friðrik Sophusson gegnt frá árinu 1981. Framboð sitt skýrði Davíð með þessum orðum: Ákvörðun mín byggist á því að ég tel að það sé vaxandi þungi og eindregin ósk eftir því að breyting megi eiga sér stað í forystu flokksins á þessum landsfundi og ég vil bregðast við þessum óskum. Eftir að Davíð Oddsson hafði verið kjörinn formaður Sjálfstæðis­flokks ins í marz 1991 varð Friðrik varaformaður á ný og einn af nánustu samstarfsmönnum Davíðs. Mér er nær að halda að hann hafi komizt upp með að tala af meiri hreinskilni við Davíð en flestir ef ekki allir aðrir. Í ársbyrjun 1991 lét Davíð Oddsson orð falla við Þorstein Pálsson þess efnis að hann hygði á framboð til formanns á þeim lands-fundi sem framundan var. Þorsteinn virðist hafa talið að alvara fylgdi ekki þessum orðum og fylgdi þeim ekki eftir með samtali við Davíð. Frá falli ríkisstjórnar hans haustið 1988 hafði fjarlægðin á milli okkar Morgunblaðsmanna og forystusveitar Sjálfstæðisflokks­ ins aukizt. Við lágum undir ámæli fyrir þá afstöðu sem við tókum til stjórnarslit anna þá og vorum taldir hafa brugðizt flokknum og formanni hans. En síðustu mánuði ársins 1990 fór ég að heyra úr sömu átt svipaða gagnrýni og við höfðum haft uppi og hún var sett fram jafnvel með sömu orðum. Við mig var sagt í einkasamtölum, að Sjálfstæðisflokk urinn kæmist aldrei í ríkisstjórn á ný undir óbreyttri forystu. Allt reyndi þetta á tilfinningalíf okkar ritstjóra Morgunblaðsins. Þrátt fyrir skoðanamun í pólitíkinni bárum við hlýjan hug til Þorsteins og vildum veg hans sem mestan. Davíð Oddsson hafði líka frá ungum aldri verið innanbúðarmaður á Morgunblaðinu og unnið þar við tiltekin verkefni. Okkur fannst við eiga töluvert í þessum ungu mönnum. Þegar ljóst var að Davíð Oddsson mundi bjóða sig fram til formenn- sku á landsfundi í marz 1991 áttum við Matthías Johann es sen langt samtal við hann um þá ákvörðun eina kvöldstund í Höfða, snemma vetrar 1991. Ég rifjaði upp átökin, sem hefðu tröllriðið Sjálfstæðis- flokknum á árunum 1970–1985, og sagði við Davíð, að þótt ég væri sammála þeim rökum, sem hann hafði flutt fyrir nauðsyn þess að skipt yrði um formann væri ég ósammála því, að það yrði gert með þessum hætti, sem ætti eftir að draga langan dilk á eftir sér. Ég gat heldur ekki skilið hvers vegna málið hefði ekki einfaldlega verið rætt við Þorstein, nokkrum mánuðum áður, og samið við hann um að hann drægi sig í hlé, sem ég hafði á tilfinningunni að hefði verið hægt að gera. Á einu augnabliki í þessu tilfinningaþrungna samtali sagði Davíð við mig: „Þú mátt ekki ganga svona hart að mér. Ég er miklu viðkvæmari fyrir þessu sjálfur en þið kannski haldið.“ Raunar notaði hann orðið „vulnerable“. Nokkrum dögum eftir landsfundinn, þegar hann hafði verið kjörinn formaður, leit hann við hjá okkur á Morgunblaðinu. Ég horfði á hann og sagði: „Ertu með samvizkubit?“ „Kannski,“ svaraði hann. En bætti svo við að Þorsteinn hefði sjálfur auðveldað sér að kom­ ast yfir það með ákveðnum ummælum, sem hann hefði látið falla í tengslum við framboð Davíðs. Á sama hátt og Friðrik Sophusson uppskar fyrir að hafa vikið til hliðar á landsfundinum 1989, er mér nær að halda að Þorsteinn Pálsson hefði getað farið fram á nánast hvað sem var, sem eftir- maður hans í formennsku Sjálfstæðisflokksins gat einhverju ráðið um. Þeir sátu saman í ríkisstjórnum árum saman eftir landsfundinn 1991 áður en Þorsteinn gerðist sendiherra. Í sjálfu sér eru mörg dæmi um slíkt frá öðrum löndum. Í ríkisstjórn Davids Cameron í Bretlandi sitja tveir fyrrverandi leiðtogar Íhaldsflokksins, þeir William Hague og Ian Duncan Smith, þótt þau valdaskipti hafi borið að með öðrum hætti. Í desember 2008 bauð Davíð Oddsson nokkrum nánum vinum og samstarfsmönnum til kvöldverðar í tilefni af heimsókn Charles E. Cobb, sem var sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi 1989–1992, og konu hans, þar sem fróðlegar umræður sköpuðust um það tímabil í sögu Sjálfstæðisflokksins, sem fjallað er um í þessari bók. Í þeim hópi var Þorsteinn Pálsson. Leiðin til þess að binda enda á þau persónulegu hjaðningavíg og þá pólitísku skálmöld, sem að mörgu leyti einkenndu Sjálfstæðis- flokkinn um margra áratuga skeið, er aukið lýðræði. Með því er átt við að forystusveit Sjálfstæðisflokksins verði kjörin í atkvæðagreiðslu meðal allra flokksbundinna sjálfstæðismanna, en ekki af tak mörk uð­ um hópi kjörinna fulltrúa þeirra á landsfundum. Í þessu felst að það verði innleidd eins konar lýðræðisbylting í Sjálfstæðisflokknum. „Lengst gekk Ólafur í þessari viðleitni sinni, þegar hann gaf fyrirmæli um að láta klippa á togvíra brezks togara á sama tíma og forsætisráðherra Íslands (innsk. FV Geir Hallgrímsson) sat á fundi með brezkum ráðamönnum í London í janúar 1976. Sú gerð Ólafs vakti, eins og við mátti búast, spurningar í hugum brezkra ráðamanna um það hver staðan væri innan ríkisstjórnar Íslands.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.