Frjáls verslun - 01.09.2012, Qupperneq 86
86 FRJÁLS VERSLUN 10. 2012
J
ustin Welby, biskup
af Durhamskíri, situr
nú í nýrri þingnefnd í
Bret landi um siðferði
í fjármálaheiminum
sem meðal annars mun kanna
Liborhneykslið en það snerist
um ólöglega millibankavexti og
leiddi meðal annars til þess að
bankastjóri eins stærsta banka
Englands, Barclaysbankans,
sagði af sér.
Það hlýtur að vera nokkuð
sérstakt að biskup sé fenginn
í slíka þingnefnd. Welby vann
í olíuiðnaðinum fyrr á árum og
ekki spillir fyrir að hann þekkir
sig vel í City, fjármálahverfi
Lundúnaborgar.
Blaðamaðurinn dr. Giles
Frazer er starfandi prestur í
SuðurLondon og fastur dálka
höf undur við The Guardian.
Hann hitti Welby biskup og
birt ist viðtalið í The Gurardian
21. júlí sl. og hefur vakið nokkra
athygli. Við birtum hér hluta úr
viðtalinu.
„Mig rak inn í olíubransann
því ég átti erfitt með að fá vinnu
þegar ég lauk háskólanámi
og endaði með því að fá starf
hjá alþjóðafjármáladeild Elf
olíufyrir tækisins í Frakklandi,“
segir Welby m.a. í viðtalinu.
Welby las lög og hagsögu við
Cambridgeháskóla og segist
hafa hrasað eiginlega óvart
um það fyrsta sem sér fannst
hann vera sæmilega góður í og
endaði á því að verða gjaldkeri
og fjármálastjóri hjá fyrirtæki
sem heitir Enterprise Oil PLC.
Seinna starfaði hann í Nígeríu á
tímabili þegar olíufélög tóku þátt í
misnotkun á heilu sam félögunum
sem stuðlaði að áralöngum
blóðugum innanlands átökum.
„Ég var rétt á þrítugsaldri og
hafði ekki hugmynd um neitt
af þessu,“ segir biskupinn en
hann veit að þetta voru ekki
heiðarleg viðskipti. Eftir að hann
yfirgaf olíuiðnaðinn voru margir
fyrrverandi samstarfsmenn
hans handteknir fyrir spillingu.
Geta fyrirtæki syndgað?
„Geta fyrirtæki syndgað?“ var
titillinn á lokaritgerð Welbys við
útskrift úr guðfræðiháskóla. Svar
hans í ritgerðinni kom nokk uð
á óvart: auðmjúkt og lítillátt já.
Sem er ekki hið dæmigerða
evangelíska svar. Kirkjunnar
mönnum er tamast að tala
um syndina sem einstaklings
bundna, sem svar við þeirri
spurningu hvort ekki þurfi
ein faldlega betri og siðlegri
einstaklinga í fjármálageirann.
Hug myndin um skipulagða eða
fyrirtækjabundna synd er oft
talin beina athyglinni frá per
sónulegri ábyrgð stjórnenda og
þeirra sem taka ákvarðanirnar.
Biskupinn hefur aðra skoðun
á málum. „Ég hef enga trú á
algóðum einstaklingum,“ heldur
hann fram. „En ég trúi því að
utanaðkomandi áhrif geti að
einhverju leyti stýrt fólki í hvort
það tekur réttar eða rangar
ákvarðanir.“
Líf Welbys breytti um stefnu við
persónulegan harmleik. Þeg ar
hann sneri aftur frá Afríku árið
1983 lést sjö mánaða dóttir
hans Johanna í bílslysi í Frakk
landi. „Það var afar dimmur
dalur fyrir okkur Caroline,
TexTi: brynHildur björnsdÓTTir
BisKuP
rannsaKar siðFerði BanKa
Justin Welby, biskup af Durhamskíri, minnir ögn á Mr. Bean í útliti og framkomu.
Hann er fjórði æðsti maður ensku biskupakirkjunnar. Hann situr núna í
þing nefnd sem rannsakar bankahneykslið í Bretlandi en það snýst m.a. um
ólög lega millibankavexti. Langt viðtal var við Justin Welby í The Guardian síð-
astliðið sumar.
Justin Welby, biskup af Durhamskíri, situr nú í nýrri þingnefnd á Bretlandi um siðferði í fjármálaheiminum sem
sem meðal annars mun kanna Liborhneykslið.
siðferði banka í
bretlandi:
siðferði