Frjáls verslun - 01.09.2012, Blaðsíða 90
90 FRJÁLS VERSLUN 10. 2012
Borgar kringluna yfir, en það var
lítil verslunarmiðstöð sunnan-
megin við Kringluna. Síðar voru
byggingarnar sameinaðar.
Okkur leist vel á hugmyndina.
Kvikmyndahús í verslunarkjörn
um tíðkast víða erlendis og
eru vel sótt. Það var ástæða
til að ætla að kvikmyndahús í
Kringlunni myndi njóta vin
sælda. Þar voru næg ókeypis
yfir byggð bílastæði og bygg
ingin á mótum tveggja stærstu
stofnæðanna í borginni. Hægt
var að sameina innkaupaferð
og bíóferð og kíkja jafnvel á
veitingastað á eftir.
Við slógum til og Kringlubíó
var reist. Bíóið er þriggja sala,
1.250 fer metrar að stærð.
Stærsti salurinn var með 400
sæti, annar salurinn með
200 sæti og þriðji með 130
sæti. Arkitektastofa Halldórs
Guðmunds sonar sá um að teikna
húsið. Sýningartjöldin voru höfð
eins stór og mögulegt var miðað
við stærð salanna og hallinn
svo mikill að hver einasti gestur
sá tjaldið í heild, jafnvel þótt
gesturinn í sætinu fyrir fram an
væri með pípuhatt. Sæt in voru
sem fyrr af fullkomn ustu gerð,
með hólfi fyrir gos og baki sem
hallaðist aftur. Hljóðkerfið var
stafrænt THX, en þá var staf
rænn flutningur á hljóði að ryðja
sér til rúms. THX gerir miklar
kröfur til hönnunar sala og við
fórum í einu og öllu eftir þeirra
fyrirmælum og gott betur. Það
skilaði sér í magn að asta hljóm
burði sem ég hafði upplifað.
Okkur var nokkur vandi á
höndum við að gera anddyri
bíósins nægilega áberandi og
virðulegt. Það var leyst með
áhrifamikilli geislalýsingu. Í for
salnum var komið fyrir mynd-
bandsvegg sem á voru sýndar
stiklur og annað kynningar
efni. Annan dag jóla 1996 var
Kringlu bíó opnað með viðhöfn.
Kringlubíó varð strax mjög
vinsælt, ekki síst hjá eldheitum
áhugamönnum um kvikmyndir.
Það er alltaf góðs viti. Ragnar
Trausti Ragnarsson kvikmynda
áhugamaður segir til dæmis á
vefsíðu sinni frá fyrstu ferð
inni í Kringlubíó. „Þá var það
flottasta bíóið í bænum. Það
var virki lega töff og nýstárlegt.
Allt dökkt í forgangi þar sem
afgreiðsla er og ljóskastarar úti
um allt. Maður fékk þá tilfinn
ingu að maður væri á tökustað
fyrir kvik mynd.“
Kringlubíó varð fimmta kvik-
myndahúsið okkar. Samtals
vor um við komin með þrettán
sali með sætum fyrir vel á fjórða
þús und manns og sýndum 400
sýningar á viku.
Áratug eftir að Kringlubíó var
opnað hélt stafræna myndbylt
ingin innreið sína í Sambíóin.
Kringlubíó var fyrsta bíóið á
Íslandi með stafrænar sýningar
vélar. Fljótlega eftir það tókum
við í notkun tækni til að sýna
myndir í þrívídd. Filmuvélunum
var þó ekki skipt út eins og
annars staðar. Við vildum hafa
mögul eika á að sýna mynd ir af
filmum, til að mynda á kvik
mynda hátíðum. Leigusamning
urinn sem við gerðum í Kringl
unni var til fimmtán ára. Ég man
að ég hugsaði með mér: „Þetta
er aldeilis langur tími. Hvar verð
ég eftir fimmtán ár?“ – Hviss,
tíminn er liðinn. Fimmtán ár
flugu hjá og ég varð þess varla
var. Og nú erum við búin að
skrifa undir nýjan leigusamning
og erum að taka bíóið í gegn.
Eftir breytingarnar verða allir
salirnir sannkallaðir lúxussalir.
Birgir Örn Einarsson arkitekt
teiknaði nýja útlitið, en auk hans
komu Ragnar Auðunn Birgisson
og THG arkitekar að verkinu.
Síðar meir er áætlað að
stækka Kringluna yfir götuna og
í húsið sem áður hýsti Morgun-
blaðið og opna Kringlubíó þar.
Hvar verðum við Guðný þá?
Verðum við í bíórekstri? Mér
verður þá óhjákvæmilega hugs
að til manna eins og Ruperts
Murdocks fjölmiðlakóngs sem
er 85 ára, Summers Redstones,
stærsta hluthafa í Viacom, móð
ur fyrirtæki Paramount, sem er
89 ára og Kirks Kerkorians sem
á hálfa Las Vegas en hann er
25 árum eldri en ég, hálf tíræður.
Þeir eru enn að og hvergi nærri
hættir. Maður veit aldrei hvað úr
verður.
Hekluhópurinn. Í lok ársins 1989 var Verslunarbankinn sérlega órólegur yfir skuldastöðu Stöðvar 2 vegna þess
að hann var að sameinast öðrum bönkum í Íslandsbanka 1. janúar 1990. Bankinn hafði því samband við nokkur
fyrirtæki í því augnamiði að losa sig úr klípunni með því að selja þeim Stöð 2. Fyrirtækin voru Hekla, Hagkaup og
Vífilfell. Skömmu síðar komu Bíóhöllin og Oddi inn í viðræðurnar. Áhugi var fyrir hendi og forráðamenn fyrirtækj
anna funduðu reglulega í sex vikur og fóru yfir málin og gerði tilboð, en þegar á hólminn var komið var bankinn
með móttilboð sem hópnum leist ekki vel á. Myndin er tekin þegar Hekluhópurinn fór í skemmtiferð til Feneyja og
er verið að glugga í Frjálsa verslun. Fyrir aftan sófann eru Lýður Friðjónsson og Sigurður Gísli Pálmason. Í sófanum
sitja Þorgeir Baldursson, Ingimundur Sigfússon og Árni Samúelsson.
Eftir 30 ára farsælt samstarf við Disney var Árna afhent stytta af Walt
Disney þar sem hann leiðir Mikka mús. Með honum á myndinni eru Jeff
Forman (t.v.) og David Kornblum, yfirmenn alþjóðadeildar Disney. Myndin
er tekin í september 2012.
„Áratug eftir að
Kringlubíó var
opnað hélt staf
ræna myndbylt ingin
innreið sína í Sam
bíóin.“
Ísland í aldanna rás 2001–2010
fjallar á líflegan hátt um atburði
einhverra æsilegustu ára í sögu
lands og þjóðar.
Rifjaðu upp áratug öfganna!
Ótæmandi brunnur fróðleiks og
skemmtunar sem öll fjölskyldan
sækir í – aftur og aftur.
Áratugur öfga
Bæt tu þessa R i gl æsilegu BÓk í sa f nið!
www.forlagid.is
Forlagsfréttir2012.indb 64 5.11.2012 12:32
bíókóngurinn