Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2012, Qupperneq 95

Frjáls verslun - 01.09.2012, Qupperneq 95
FRJÁLS VERSLUN 10. 2012 95 TexTi: HilMar Karlsson Alfred Hitchcock og starf hans bak við kvikmyndatökuvélina. The Girl, sem er sjónvarps mynd gerð af HBO og frumsýnd í bandarísku sjónvarpi 20. októ­ ber, sýnir okkur Hitchcock á mun ógeðfelldari hátt. Fjallar myndin um samband hans við leikkonuna Tippi Hedren, sem lék aðalhlutverkið í tveimur kvikmynda hans, The Birds og Marnie. Er The Girl byggð á hluta úr bókinni Spellbound by Beauty: Alfred Hitchcock and His Leading Ladies eftir Donald Spoto. Þegar Alfred Hitchcock var að leita að óþekktri leikkonu í aðalhlutverkið í The Birds var það eiginkona hans Alma sem benti honum á fyrirsætuna Tippi Hedren, sem Hitchcock kolféll síðan fyrir. Í The Girl er sýnt fram á hvernig Hitchcock reyndi hvað eftir annað að brjóta Hedren niður og gera hana háða sér, en Hedren neitaði að þýðast hann og varði sjálfstæði sitt, meðal annars með því að koma með unga dóttur sína (Melanie Griffith) á tökustað og hafa nálægt sér. Þegar The Birds sló eftirminnilega í gegn og Tippi Hedren þótti standa sig vel valdi Hitchcoch hana aftur til að leika í Marnie, en þó ekki fyrr en hann hafði gert árangurslausar tilraunir til að fá Grace Kelly, sem þá var orðin prinsessa, til að taka að sér hlutverkið. Þegar Hitchcock tókst ekkert betur upp í að gera Hedren háða sér við tökur á Marnie sá hann til þess að hún fengi ekkert að gera í kvikmynd­ um næstu árin. Lék Hedren smávegis í sjónvarpi allt þar til Charles Chaplin tók af skarið og fékk henni hlutverk í The Count­ ess From Hong Kong, en aldrei náði hún að fylgja eftir stóru hlutverkunum í Hitchcock­my- ndunum tveimur. Í The Girl er það breski leikarinn Toby Jones sem fer með hlutverk Alfreds Hitch- cocks. Jones fékk mikið hrós fyrir túlkun sína á Truman Capote í Infamous, en leikur hans féll í skuggann af stjörnu- leik Philips Seymours Hoffmans í sama hlutverki á sama tíma í óskarsverðlaunakvikmyndinni Capote. Líklegt er að Jones bíði sömu örlög þegar Hopkins birtist í Hitchcock. Eins og hjá Hopkins er hollningin í lagi en svipurinn ekki eins sannfær­ andi. Sienna Miller leikur Tippi Hedren og Imelda Staunton eiginkonuna, Ölmu. Meðferðin á Alfred Hitchcock í The Girl hefur farið í taugarnar á mörgum enda verið að fjalla um einn dáðasta kvik- myndaleikstjóra sem uppi hefur verið á niðrandi hátt og nánast draga hann í svaðið. Meira að segja Tippi Hedren hefur komið honum til varnar en auk þess að hafa sagt að Hitchcock hafi eyðilegt feril hennar hefur hún einnig sagt að hann hafi haft viss an sjarma sem heillaði hana og getað verið skemmtilegur og góður leiðbeinandi. Alfred Hitchcock fæddist í London 13. ágúst 1899. Áhugi hans á kvikmyndum kom snemma í ljós og árið 1920 fékk hann vinnu í kvikmynda­ veri í London sem aðstoðarmaður leikstjóra. Árið 1922 fékk hann fyrsta leikstjórnarverkefni sitt upp í hend urnar, Number 13, en myndin var aldrei kláruð. Eftir það fékk hann vinnu sem handritshöfundur og listrænn stjórnandi og þar með hófst ferill sem stóð í 55 ár. Árið 1925 leikstýrði hann sinni fyrstu kvikmynd í fullri lengd, The Pleasure Garden. Sú kvikmynd sem vakti athygli á honum var The Lodger (1927) sem þótti óvenjuleg og frumleg spennumynd. Á næstu árum leikstýrði Hitchcock nokkrum kvikmyndum í heimalandi sínu, en það var ekki fyrr en 1935 sem hann sló í gegn á heimsmælikvarða með The 35 Steps. Hollywood hafði alltaf heillað Hitch­ cock og hann var ekki lengi að flytja þangað með fjölskyldu sína þegar hann taldi að sér væru allir vegir færir. Ekki gekk þrautalaust að koma undir sig fótunum í Hollywood og eftir að nokkur stór kvikmyndaver sögðust ekki hafa not fyrir hann var það loks david O. Selznick sem gerði sjö ára samning við Hitchcock, sjálf­ sagt einn dýrmætasti samningur sem þessi stórhuga framleiðandi gerði. Samstarfið var samt ekki snurðu­ laust og lenti þeim oft saman þegar Selznick vildi fá að ráða, sem hann fékk þó yfirleitt ekki. Fyrsta kvikmynd Hitchcocks í Hollywood, Rebecca (1940), sló í gegn sem og hans næstu kvikmyndir. Ljóst var að konungur spennumyndanna var kominn fram á sjónarsviðið. Hápunktur ferils Alfreds Hitchcocks sem listamanns hefst með Strangers on a Train (1951) og lýkur með The Birds (1963). Auk þessara tveggja kvik mynda sendi hann frá sér á þessu tímabili I Confess, Dial M For Murder, Rear Window, To Catch a Thief, The Trouble With Harry, The Man Who Knew To Much, The Wrong Man, Vertigo, North By Northwest og Psycho. Allt kvik­ myndir sem eru skylduáhorf hjá öllum kvikmyndaáhugamönnum. Heilsu Hitchcocks fór að hraka upp úr miðjum sjöunda áratugnum og bera síðustu kvikmyndir hans það með sér. Þó að um ágætar kvikmyndir sé að ræða standa þær fyrrnefndum kvikmyndum langt að baki. Alfred Hitchcock lést 29. apríl 1980. Þess má að lokum geta að Hitchcock kom fram í öllum sínum kvikmyndum, en yfirleitt aðeins í nokkrar sekúndur. Anthony Hopkins og Helen Mirren í hlutverkum hjónanna Alfreds Hitchcocks og Ölmu Reville í Hitchcock. Alfred Hitchcock ásamt Anthony Perkins meðan tökur á Psycho stóðu yfir. Lengd kvikmyndar á að vera í samræmi við hvað blaðran í mann eskjunni þolir. Alfred Hitchcock alfred Hitchcock Scarlett Johansson leikur Janet Leigh í Hitchcock.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.