Víkurfréttir - 04.06.2009, Síða 18
18 AUGLÝSINGASÍMINN ER 421 0000VÍKURFRÉTTIR I 23. TÖLUBLAÐ I 30. ÁRGANGUR
TILLAGA AÐ NIÐURFELLINGU
SVÆÐISSKIPULAGS
Reykjanesbær, Sandgerðisbær,
Gerðahreppur, Keflavíkurflugvöllur
1995-2015
Samvinnunefnd um svæðisskipulag Suðurnesja
auglýsir hér með t i l lögu að niðurfel l ingu
Svæðisskipulags – Reykjanesbær, Sandgerðisbær,
Gerðahreppur, Keflavíkurflugvöllur 1995 – 2015,
skv.13. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Tillagan verður til sýnis á Bæjarskrifstofunum
Grindavíkurbæ Víkurbraut 62, Sandgerðisbæ
Vörðunni Miðnestorgi 3, Reykjanesbæ Tjarnargötu 12,
Sveitarfélaginu Garði Sunnubraut 4 og Sveitar-
félaginu Vogum Iðndal 2. Tillagan er einnig til sýnis
hjá Skipulagsstofnun, Laugavegi 166, Reykjavík
frá og með 3. júní 2009 til og með 1. júlí 2009.
Tillöguna má jafnframt skoða á heimasíðum sveitar-
félaganna, www.sandgerdi.is, www,reykjanesbaer.is
www.svgardur.is, og á heimasíðum Keflavíkur-
flugvallar, www.kefairport.is, Kanon arkitekta,
www.kanon.is og VSÓ Ráðgjafar, www.vso.is.
Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér
með gefinn kostur á að gera athugasemdir við
tillöguna. Frestur til þess að skila inn athuga-
semdum er til og með 15. júlí 2009.
Skila skal athugasemdum á Bæjarskrifstofu
Sandgerðisbæjar, Vörðunni, Miðnestorgi 3, 245
Sandgerði. Hver sá sem eigi gerir athugasemdir
við tillöguna innan tilskilins frests telst samþykkur
henni.
Samvinnunefnd um
svæðisskipulag Suðurnesja
Okkur Mánafélaga langar til að
minnast Kristjáns Fals Hlynssonar
er lést þann 20. maí langt fyrir
aldur fram, aðeins 18 ára gamall.
Kristján var mjög ötull og virkur fé-
lagsmaður ásamt foreldrum sínum,
bróður og föðurafa í Hestamanna-
félaginu Mána í Keflavík þrátt fyrir
ungan aldur. Kraftur, gleði, fallegt
bros og skemmtilegur hlátur ein-
kenndi þennan einstaka dreng. Krist-
ján tók virkan þátt í uppákomum
félagsins og núna nýlega er vígslan var á nýju reiðhöllinni á
Mánagrund þann 9. maí sl. var Kristján ásamt Ragnari yngri
bróður sínum og fleiri unglingum, þátttakandi þar í glæsilegu
opnunaratriði. Þær voru ófáar vinnustundirnar sem hann
átti við uppbyggingu á Reiðhöllinni ásamt föður sínum og
bróður. Allt frá því að byrjað var á sökklinum og fram á síð-
asta dag, var hann yfirleitt á hlaupum og tína saman spýtur
og laga til á vinnusvæðinu, enda var hann að læra smíðar í
Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Aldrei gaf hann eftir í vinnu eða
í leik, alltaf tilbúinn að leggja eitthvað af mörkum. Kristján
Falur var fyrirmyndarfélagi í Mána og vel liðinn af öllum sem
umgengust hann. Hans verður sárt saknað.
Við Mánafélagar vottum fjölskyldu og aðstandendum
Kristjáns Fals innilega samúð og megi guð styrkja ykkur á
þessum erfiðu tímum.
Lárus B. Þórhallsson
Kveðja frá Hestamanna-
félaginu Mána, Keflavík
✝
Kristján Falur Hlynsson,
lést af slysförum miðvikudaginn 20. maí.
Útför hans fer fr m f á Keflavíkurkirkju
föstudaginn 29. maí kl. 13:00
Hlynur Steinn Kristjánsson, Helga Sigríður Halldórsdóttir,
Ragnar Hlynsson,
Kristján Sigurðsson, Ingunn Guðbjartsdóttir,
Halldór A. Brynjólfsson, Elísabet Ólafsdóttir.
Ástkær sonur okkar, bróðir
og barnabarn,
Auglýsingasíminn er 421 0000
- hver sér um markaðsmálin
í þínu fyrirtæki?
Maðurinn
sem lést
í umferð-
arslysi á
Grinda-
víkurvegi
í síðustu
viku hét
Sigur-
finnur
Jónsson, til heimilis í
Grindavík. Hann var 48 ára.
Sigurfinnur lætur eftir sig
eiginkonu og þrjú börn.
Ellefu
útskrifast
Í lok maí útskrifuðust 11
einstaklingar frá Miðstöð sí-
menntunar á Suðurnesjum
sem stundað hafa ferðaþjón-
ustunám sem nefnist Færni
í ferðaþjónustu. Námið er
hannað af Fræðslumiðstöð at-
vinnulífsins að beiðni Starfs-
greinasambands Íslands
(SGS) og Samtaka atvinnurek-
enda í ferðaþjónustu (SAF)
en framkvæmd og kennsla
var í höndum Miðstöðvar sí-
menntunar á Suðurnesjum.
Námið er 160 kennslustundir
og þar er farið yfir öll helstu
viðfangsefni aðila sem starfa
í ferðaþjónustu og áhersla
lögð á færni þátttakenda
til að veita gæðaþjónustu. Í
haust verður aftur farið af
stað með Færni í ferðaþjón-
ustu hjá MSS.
Lést í umferð-
arslysi
Rannsóknardeild lögregl-
unnar á Suðurnesjum óskar
eftir vitnum vegna innbrots í
heimahús í Holtahverfi Reykja-
nesbæjar, sl. laugardag. Þá
hvort vitni hafi séð einhvern á
ferð um hverfið, eða á útivistar-
svæði ofan við Baugholt, með
haldapoka eins og sést á þess-
ari ljósmynd. Hlutaðeigandi
eru vinsamlega beðnir um að
hafa samband við lögregluna í
síma 420 1800.
Leitað að vitnum
vegna innbrots