Víkurfréttir - 26.01.2012, Qupperneq 8
8 FIMMTUdagUrInn 26. janúar 2012 • VÍKURFRÉTTIR
Fimm ár eru liðin frá því að þær systur fóru
af stað með Mýr design ævintýrið en allt
saman byrjaði þetta í Austurríki þar sem
þær systur voru búsettar. Linda býr þar enn
og hefur gert um árabil en Helga er á stöð-
ugu flakki á milli landanna tveggja. Helga
segist nú vera komin með smávegis reynslu
af þessum bransa og hefur þróað fyrirtækið
hægt og bítandi á þessum tíma. Hún telur
að nú sé hún klár í að fara á fullt með fram-
leiðslu. „Ég ákvað bara að gera þetta hægt
og rólega og fyrir mitt leyti þá er þetta bara
þessi tími sem þarf til að koma fótum undir
fyrirtækið. Ég geri t.d. ekkert nema ég eigi
pening fyrir því,“ segir Helga en hún hannar
og framleiðir tískuvörur mestmegnis úr ís-
lensku hráefni eins og leðri, fiskroði, skinni
og íslenskri ull, meðal annars
skartgripi, töskur, belti, háls-
kraga og fatnað úr ull.
Helga hefur nóg á sinni
könnu en auk þess að
hanna og sauma föt þá
reka þau hjónin gistiheim-
ili og halda úti öryggis-
fræðslufyrirtæki og reka
tölvuskóla Suðurnesja. „Ég
get ekki sagt að ég lifi beint
á Mýr design í dag en þetta
er bara eitthvað sem ég er
að skapa. Ég er ekki að
steypa mér í skuldir
með þessu en oft
hefur það kitlað
að gera meira
og leggja allt
í s ö l u r n a r.
Sérstaklega
núna þegar
e f t i r -
spurnin er
að aukast
en ég hef
það f yr ir
mottó að
gera hlutina
hægt og vel
og ekki gera
neitt án þess
að hafa efni á
því.“
Allur fatnaður
Mýr design er
unninn á Íslandi
eftir hönnun Helgu
en hún er menntuð í fata-
saum. Eftir að frumútgáfa
af flík fæðist á teikniborðinu
þá lætur hún hana í hendur
klæðskera í Reykjavík sem er
jafnframt kjólameistari. Hún
gerir svo sniðin sem sauma-
konur nýta svo til þess að sauma fötin.
Helga lýsir fatnaði sínum sem nútímalegum
og þægilegum. „Þetta er sérstakur stíll, en
þetta er algerlega minn eiginn stíll,“ segir
hún. Fötin segir hún vera frekar tímalaus
og hún telur að með því sé ekki hætta á því
að fötin verði úrelt á skömmum tíma. Efnin
kaupir Helga í Vínarborg en þar fær hún afar
vönduð efni á góðu verði. Öll framleiðsla
fer svo fram hér á Íslandi eins og áður segir.
„Á meðan það gengur vel að flakka svona á
milli þá er það í góðu lagi mín vegna. Maður
fær það besta frá báðum löndum. Það er
alltaf gaman að koma út og hitta fólkið og
vinina þar. Svo þarf maður alltaf að taka
til hendinni þegar heim er komið, enda
hrannast verkefnin oft upp“ segir Helga sem
vanalega dvelur um 10 daga í senn í Austur-
ríki.
Stefna á Austurríkismarkað
Fatnaður frá Mýr design er kominn í
sölu í Duty free versluninni í Flug-
stöð Leifs Eiríkssonar og einnig í
Kraum við Aðalstræti í Reykjavík
þar sem ýmsir hönnuðir selja vörur
sínar.
„Við höfum verið í Duty free síðan
í haust og það hefur gengið mjög
vel. Viðbrögðin við hönnun
minni hafa alls staðar
verið mjög góð en ég
hef farið víða til þess
að koma mér á fram-
færi.“ Helga fer m.a.
nokkrum sinnum á
ári til Lúxemborgar
þar sem hún tekur
þátt í sýningum og
þær systur voru
s v o d u g l e g a r
að sýna víða í
Austurríki. Þar
hafa þær fengið
mikla athygli
undanfarið.
„ Þ a ð h ó f s t
þannig að það
var bir t við-
tal við okkur
í tímariti um
l i s t a m e n n í
Austurríki. Upp
frá því hafði ríkis-
sjónvarpið sam-
band við okkur
og tók við okkur
viðtal sem vakti
ágætis athygli á
okkur. Umfjöll-
unin um okkur
er svo alltaf að
aukast í Austur-
Mýr design
BLÓMsTrAr Í HÖnnUn
Lista og handverksteymið Mýr design, eru þær systur Helga Björg
og Linda steinþórsdætur. Helga hefur mikinn áhuga á hönnun og hand-
verki og hefur sérhæft sig á því sviði. Linda fæst hins vegar við málverk.
Þær hafa verið að gera það gott að undanförnu og sérstaklega hefur fatn-
aður Helgu verið að vekja athygli. Helga er með opna vinnustofu í glæsi-
legu rými í eldey uppi á Ásbrú. Þar hefur hún komið sér upp myndarlegri
aðstöðu en hún var ein af þeim fyrstu sem byrjaði með starfsemi í hús-
inu sem Keilir hefur að mestu nýtt undir kennslu. Blaðamaður tók hús á
hönnuðinum efnilega á dögunum.
Fyrirsæta: Rúna Björg • Förðun: Ásdís Sverrisdóttir • Stílisti: Ína Hrund Ísdal
Ljósmyndari: Óli Haukur Mýrdal • OZZO Photography
& atvinnulíf
Umsjón: Eyþór Sæmundsson / eythor@vf.is