Víkurfréttir


Víkurfréttir - 09.02.2012, Qupperneq 2

Víkurfréttir - 09.02.2012, Qupperneq 2
2 FIMMTUdagUrInn 9. FEBrúar 2012 • VÍKURFRÉTTIR Fisktækniskóli Ís- lands verði til jafns við aðra skóla Bæjarráð Grinda- víkur hvetur Alþingi og menntamála- ráðherra til að veita Fisktækni- skóla Íslands viðeigandi stöðu sem sérskóli á framhaldsskólastigi. Jafnramt að framlög til skólans verði eins og til annarra sambærilegra skóla á framhaldsskólastigi. Þetta kemur fram í bókun bæjar- ráðs Grindavíkur nú í vikunni þar sem ársskýrsla og ársreikningur 2010 frá aðalfundi Fisktækniskóla Íslands 2011 voru til umfjöllunar. 8.500 króna lík- amsræktarstyrkur í Grindavík Bæjarstjóri Grinda- víkur hefur lagt fram tillögu að styrk til íþróttafélaga í Grindavík á móti kostnaði við líkamsrækt í heilsurækt Actic ehf. í sundmiðstöð Grindavíkur. Actic býðst til að selja íþrótta- félögum árskortið á 19.900 kr. Bæjarráð Grindavíkur samþykkir að Grindavíkurbær veiti styrk sem samsvarar því gjaldi sem iðkendur greiða í sund, þ.e. 8.500 kr. Þá verður árgjaldið á hvern íþróttamann 11.400. Styrkurinn standi leikmönnum meistara- flokka til boða, auk afreksfólks í einstaklingsíþróttunum. Piteå vill aukin samskipti við Grindavík Piteå, vinabær Grindavíkur- bæjar í Svíþjóð, hefur sent beiðni um aukin samskipti bæjanna. Full- trúar Piteå komu í heimsókn til Grindavíkur árið 2006. Grindavíkurbær á 5 vinabæi í Svíþjóð, Frakklandi, Eng- landi, Finnlandi og Portúgal. Bæjarráð Grindavíkur tekur jákvætt í beiðnina og felur bæjar- stjóra að hafa samband við aðra vinabæi Grindavíkur og kanna áhuga þeirra á því að við- halda vinabæjarsamstarfinu. ›› FRÉTTIR ‹‹ Þegar Sigurður Þorleifsson í Sandgerði fékk að vita að nýtt mælaborð í bílinn hans, sem er af gerðinni Renault Scenic, myndi kosta 203.000 krónur í umboðinu á Íslandi voru góð ráð dýr. Sigurði þótti verðlagningin á varahlut- num stjarnfræðileg og ákvað því að leita að samskonar varahlut á netinu. Leitin bar fljótt árangur en vara- hlutinn fann Sigurður á eBay.com og þar kostaði hann 105 pund eða um 20.000 krónur. Með því að láta senda hlutinn heim til Íslands lögðust aukalega rúmar 11.000 krónur við kostnaðinn. Sigurður er núna kominn með varahlutinn í hendurnar og útlagður kostnaður er 29.500 krónur. Hann hefði því getað fengið sjö mælaborð á eBay. com fyrir sama verð og eitt hér heima á Íslandi. Sigurður segist ekki hafa neinar skýringar á því hvers vegna mæla- borðið sé boðið til sölu á 203.000 krónur hér á Íslandi. Þá hafi honum verið boðið að láta senda bilaða mælaborðið utan til viðgerðar og átti það að kosta 60.000 krónur. Fyrir þá upphæð hefði hann fengið tvö mælaborð á netinu. Sigurður hvatti fólk til að kanna verð á vara- hlutum á netinu áður en það sam- þykkti uppsett verð umboðanna á Íslandi. Sandgerðisbær og Isavia ohf. undirrituðu samkomulag sl. föstudag um skipan björgunar, slökkviliðs- og eldvarnamála á starfsvæði Isavia á Keflavíkur- flugvelli. Samkvæmt samkomu- laginu einskorðast starfsemi Isavia á sviði björgunar- og slökkviþjónustu frá 1. mars nk. við verkefni sem falla undir loft- ferðalög og reglur sem settar eru á grundvelli þeirra. Sandgerðisbær mun frá sama tíma sinna slökkvi- liðsmálum og brunavörnum sam- kvæmt lögum um brunavarnir nr. 75/2000 í öllu sveitarfélaginu sem nær yfir stóran hluta af starfsvæði Isavia. Það er vilji beggja aðila að standa vel að þeim breytingum sem fyrir- hugaðar eru og verða í framhaldi af þessu samkomulagi gerðar áætlanir um gagnkvæma aðstoð í slökkvi- liðsmálum. Eftir undirskrift í flugstöðinni hlustuðu bæjarstjóri og bæjar- fulltrúar Sandgerðinga á kynn- ingu um starfsemi Isavia. Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia sýndi í máli og myndum hversu viðamikil starfsemin er orðin. Flugstöðvarsvæðið er að mestu leyti í landi Sandgerðis og njóta heimamenn þess í árlegum tekjum af landinu upp á um 300 millj. kr. Sigurður Þorleifsson með mæla- borðið sem hann keypti á eBay.com fyrir brot af því sem varahluturinn átti að kosta á Íslandi. Margrét Sighvats-dóttir, s öng- kona og húsmóðir í Grindavík, lést á hjúkrunarheimilinu Víðihlíð í Grindavík föstudaginn 3. febrúar sl., áttatíu og eins árs að aldri. Margrét var fædd í Ár- túnum á Rangárvöllum 23. maí 1930. Hún var dóttir hjónanna Krist- ínar Árnadóttur og Sighvatar Andréssonar bónda á Ragnheiðarstöðum í Flóa. Margrét var stofnfélagi í Slysavarna- félaginu Þórkötlu, sat í fyrstu stjórn þess og var heiðursfélagi. Hún var jafnframt í Kvenfélagi Grindavíkur, sóknarnefnd Grindavíkurkirkju og í kirkjukórnum. Hún æfði ýmsa barnakóra í Grindavík og sá um tónlistarkennslu í grunnskólanum þar til tónlistarskólinn var stofn- aður. Margrét var einnig heiðurs- félagi í Ungmenna- félaginu Samhygð í Gaulverjabæjarhreppi. Margrét hafði alla tíð unun af tónlist og söng og lærði m.a. hjá Maríu Markan, Sigurði De- metz Franzsyni, Guð- rúnu Á. Símonardóttur og John Speight. Vorið 2010 kom út hljóm- d i s k u r i n n „ L ö g i n hennar mömmu“, með lögum og textum sem Margrét hafði samið í Keflavík og Grindavík. Margrét lætur eftir sig eiginmann, Pál H. Pálsson útgerðarmann, frá Þingeyri við Dýrafjörð, og sex börn, Margréti, Pál Jóhann, Pétur Haf- stein, Kristínu Elísabetu, Svanhvíti Daðeyju og Sólnýju Ingibjörgu. Útförin verður gerð frá Grinda- víkurkirkju föstudaginn 10. febrúar 2012 klukkan tvö. Margrét Sighvatsdóttir látin Var boðið mælaborð á 203.000 kr. á Íslandi - kostaði 31.000 á netinu F.v. Ómar Sveinsson frá Isavia, Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia, Sigrún Árnadóttir, bæjarstjóri og Ólafur Þór Ólafsson, forseti bæjarstjórnar Sand- gerðis. VF-myndir/pket. Samkomulag um slökkviliðs- mál á Keflavíkurflugvelli n Auglýsingadeild í síma 421 0001 n Fréttadeild í síma 421 0002 n Afgreiðsla í síma 421 0000

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.