Víkurfréttir


Víkurfréttir - 09.02.2012, Qupperneq 22

Víkurfréttir - 09.02.2012, Qupperneq 22
22 FIMMTUdagUrInn 9. FEBrúar 2012 • VÍKURFRÉTTIR Hringbraut 92, 230 Keflavík Pantið í Síma 534 6239 Grill Kebab Valentínusartilboð Lítll kebab m/frönskum og 0,5l Pepsi Grænmeti í boði: Kál, Tómatar, Gúrka, Rauðlaukur, Gular baunir, Jalapeno (Sterkt), Súrar gúrkur. Til bo ði n gi ld a að ein s í fe br úa r 2 01 2 Sósa í boði: Hvítlauks sósa, Manago Karrý, BBQ sósa, Salsa sósa (Sterk). Pizzur aðeins 16” 1. Pizza Diavola Jalapeno, pepperoni, skinka 2. Pizza House Pepperoni, skinka, bacon 3. Pizza Napoli Pepperon, skinka, sveppir 4. Osta Pizza Blanda af Mozzarella, Gouda og Gráðostur 5. Kebab Pizza Kebbabkjöt, grænmeti, hvítlaukssósa ATVINNA Okkur hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja vantar starfsmann eða starfsmenn í 30-40 % starf félagsráðgjafa og 60-70% starf meðferðaraðila með menntun í geðhjúkrun eða sálfræði. Til greina kemur að félagsráðgja með mikla starfsreynslu í ráðgjöf og meðferðavinnu með börnum sinni hvorutveggja í 100% star. Félagsráðgja þjónar bæði börnum og fullorðnum og veitir félagslegan stuðning til skjólstæðinga stofnunarinnar. Félagsráðgja sinnir allri stofnuninni þ.e. sjúkrahúsinu, heilsugæslu auk sálfélagslegri þjónustu. Viðkomandi þarf að vera með fullgild réttindi félagsráðgjafa og mikill kostur að viðkomandi ha starfsreynslu. Meðferðaraðili til að starfa í forvarna-og meðferðarteymi barna Á heilsugæslu HSS er starfandi teymi sérfræðinga sem veitir börnum og ölskyldum þeirra ráðgjöf og meðferð. Teymið vinnur í nánu samstar við annað fagfólk innan og utan stofnunarinnar. Markmiðið er að veita börnum og foreldrum ráðgjöf og meðferð og grípa inn á fyrstu stigum vandans. Dæmi um viðfangsefni teymisins er uppeldis- og ölskylduvandi, hegðunarerðleikar, þunglyndi og kvíði, félagsvandi og aeiðingar áfalla. Boðið er upp á ölskylduviðtöl og meðferð sem beinist að því að auka virkni ölskyldunnar til sjálfshjálpar. Viðkomandi þarf að vera með mikla starfsreynslu og skilyrði að viðkomandi ha reynslu af meðferðarvinnu með börnum og fullgild réttindi sem geðhjúkrunarfræðingur, félagsráðgja eða sálfræðingur. Framhaldsnám í ölskyldumeðferð er kostur Ef þú ert jákvæður og áhugasamur einstaklingur sem hefur gaman af að takast á við ölbreytt verkefni og vinna í þverfaglegri teymisvinnu, þá gæti þetta verið spennandi tækifæri fyrir þig. Um er ræða framtíðarstarf og æskilegt er að umsækjandi geti hað störf 1. mars 2012. Laun eru samkvæmt kjarasamningi ármálaráðherra og hlutaðeigandi stéttarfélags. Allar nánari upplýsingar um starð veitir Hrönn Harðardóttir, yrhjúkrunarfræðingur í síma 422 0664 / 860-0190, netfang: hronn@hss.is. Umsóknir sem greina frá menntun, fyrri störfum og meðmælendum skulu berast til Bjarnfríðar Bjarnadóttur starfsmannastjóra , Mánagötu 9, 230 Reykjanesbæ eða með tölvupósti á netfangið bjarnfridur@hss.is. Umsóknarfrestur er til og með 26.febrúar 2012 og geta umsóknir gilt í 6 mánuði. Öllum umsóknum verður svarað. Á þriðjudaginn fóru fram þrír leikir í bikarkeppni drengjaflokks þar sem m.a. Keflavík og Njarðvík komust áfram í keppninni. Hafnfirðingar fengu skell í Toyota-höllinni eins og lokatölur gefa til kynna, Keflavík 122 Haukar 44. Keflvíkingar eru því komnir áfram í bikarkeppninni eftir stóran og öruggan sigur. Þetta var einstefna frá upp- hafi til enda þar sem Andri Daníelsson var atkvæðamestur í liði Keflavíkur með 20 stig ásamt Sævari Frey Eyjólfssyni. Hafliði Már Brynjarsson bætti svo við 15 stigum og Andri Þór Skúlason gerði 13. Hjá Haukum var Guðmundur Darri með 18 stig. Njarðvík sigraði svo Breiðablik 85-74 í kafla- skiptum leik. Það voru gestirnir úr Kópavogi sem mættu grimmari til leiks og þeir leiddu 6-15 eftir fyrsta leikhluta og Njarðvík- ingar voru akkúrat ekk- ert að hitta úr skotunum sínum. Til að auka á áhyggjur þeirra þá fékk Maciej Baginski sína 3ju villu í lok fyrsta leikhluta en þar fyrir utan var Jens Óskarsson ekki með Njarðvíkingum vegna veikinda og hæðin var því ekki mikil á liðinu. Blikarnir bættu í og kom- ust í 6-21 og 9-25 og fátt í spilunum hjá heima- mönnum á meðan Snorri Hrafnkelsson var mjög atkvæðamikill hjá Blikum. Maciej kom aftur inn hjá Njarðvíkingum um miðbik annars leikhluta og þeir breyttu um varnar- leik og þá fóru hlutirnir að rúlla betur. Elvar Már Friðriksson fór fremstur hjá heima- mönnum í góðum kafla í lok fyrri hálfleiks og var bæði duglegur í stigaskori og í að finna samherja sína og á skömmum tíma var þetta aftur orðinn leikur og það var Jón Böðvarsson sem átti lokaorð fyrri hálfleiks með stórum þristi um það leyti sem glumdi í bjöllunni. Staðan orðin 35-36 og stemm- ingin að snúast með heimamönnum. Blikar komust í 40-42 snemma í þriðja leikhluta en þá kom kafli hjá Njarðvíkingum þar sem þeir gera 15 stig gegn 2 og staðan orðin 55-44. Oddur Birnir Pétursson fór mikinn í þessum kafla með 11 stig fyrir Njarð- víkinga og var þar að auki að rífa niður fráköst og verja skot. Heimamenn fóru svo með 10 stiga forystu, 64-54 inn í fjórða leikhlutann. Blikar skoruðu fyrstu 5 stig fjórða leikhluta og náðu svo að minnka muninn í 4 stig þegar sex mínútur voru eftir. Vörn Njarðvíkinga efldist enn frekar fyrir vikið og Blikar komust ekki nær og skynsamir Njarð- víkingar sigldu 11 stiga sigri í hús og tryggðu sér þar með sæti í undanúrslitum bikarkeppni drengjaflokks. Þríeykið Elvar, Oddur og Ma- ciej áttu allir stórgóðan leik hjá Njarðvíkingum þó þeir tveir síðastnefndu væru lengi í gang. Maciej gerði 24 stig og þeir Elvar og Oddur gerðu 21 stig hvor. Keflvíkingar eru komnir í Laugardalshöll eftir sigur á KFÍ í undanúrslitum Powerade- bikarkeppninnar í karlaflokki. Ís- firðingar stríddu heimamönnum í Keflavík en svo fór að lokum að farseðillinn í Laugardalshöll fór í hendur Keflvíkinga. Jafnræði var með liðunum framan af en Keflvíkingar voru þó skrefinu á undan í flestum aðgerðum. Í hálfleik var munurinn 14 heima- mönnum í vil. Jarryd Cole var þá kominn með 9 fráköst og var hann sérstaklega duglegur að berjast um fráköstin í sókninni. Magnús Gunnarsson leiddi sína menn áfram og tók af skarið þegar þess þurfti. Mest náðu Keflvíkingar 17 stiga forystu í fyrri hálfleik og Laugardalshöllin virtist bara rétt handan við hornið. Ísfirðingar ætluðu hins vegar að selja sig dýrt og tóku góða rispu í 3. leikhluta og náðu að minnka muninn niður í 8 stig á tímabili. Þá tók Magnús Gunnarsson til sinna ráða og setti niður langskot og kveikti í liðinu. Keflvíkingar litu ekki í baksýnisspegilinn eftir það og lönduðu þægilegum sigri. Þeir eru þá komnir í bikarúrslit eftir 6 ára bið, sem þykir langur tími hjá körfuknattleiksunnendum í Bítlabænum. Hjá Keflvíkingum var Magnús góður að vanda en Jarryd Cole var mikilvægur undir körfunni og átti flottan leik. Valur Orri Valsson fer vaxandi í ábyrgðarmeira hlutverki sem leikstjórnandi Keflvíkinga númer eitt.Hann átti mjög góðan leik þar sem hann leitaði félaga sína vel uppi. Annars var fátt um fína drætti í leiknum ef satt skal segja en Keflvíkingar halda þrátt fyrir það glaðir og kátir í bikarúrslitin sem fara fram þann 18. febrúar. Keflvíkingar í Höll- ina eftir langa bið ›› Powerade-bikarkeppni karla í körfuknattleik: Suðurnesjaliðin áfram í bikarkeppni drengjaflokks Magnús Gunnarsson fór fyrir sínum mönnum í Keflavík gegn KFÍ. Oddur Birnir Pétursson lætur vaða á körfuna. Andri Daníelsson undir körfunni.

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.