Víkurfréttir - 09.02.2012, Síða 24
Með lífið í lúkunum
Ég heyrði ljúfa sögn í vikunni sem hljóðar einhvern veginn svona: „Rauðu ljósgeislarnir í sólarljósinu eru hlýjastir og brotna minnst.
Svo á vinátta okkar að vera, óbrotleg, innileg og hlý.“ Varla hefur það farið
framhjá nokkrum manni að undanförnu að kristalskálarnar eru að bresta.
Umræðan óendanlega um fjármáladrauga og drepsóttir lífeyrissjóðanna
valda mér ívið meiri ógleði en hollt getur talist. Langar helst að draga
sængina upp yfir haus og vakna í birtunni.
Afleiðingarnar eru hnútur í maga og verkur í baki, sem ég taldi tilkomið algerlega að ástæðulausu. Þeir bara komu og fóru ekki. Og mér sem
verður aldrei illt! Merkilegur andskoti þegar allt í einu
hvolfist yfir mann einhver óára og þér finnst þú ekki hafa
stjórn á hlutunum. Gerði þó eitthvað sem ég hef aldrei gert
áður og fór til nuddara. Gat varla legið flatur á bekknum
til að byrja með, en fann mér stöðu að lokum með stuðn-
ingskodda á tveimur stöðum. Silkimjúkar og rennisleipar
lúkur maddömunnar fitluðu við óstillta strengi niður eftir
mjóhryggnum, alveg þar til hún fann feilnótuna.
Hún undirbjó mig undir heljarinnar kvalir og spurði hvort ég væri reiðubúinn. Hélt það nú, hálfrænulaus! Næsta sem ég finn er að
olnboginn hennar er kominn á bólakaf neðan við miðja súlu. Svitinn spratt
út um ennisholurnar og sársaukinn sem fylgdi, minnti eflaust á ósamda
sinfóníu. Hef ekki gólað svona síðan í gaggó. Þrýstingurinn varði í nokkrar
mínútur, milli þess sem hún skipti á milli olnboga. Hálftíminn varð að
heilli eilífð. Og ég gleymdi að anda djúpt á milli!
Ég mátti notast við kalda bakstra ef þetta dygði ekki daginn eftir. Hún lofaði mér nýrri dögun og kvaddi. Sól reis að morgni og í stað þess
að rúlla mér út úr rúminu eins og ég hafði áður þurft, reis ég upp eins og
rísandi stjarna. Ég lofaði þessa ljúfu manneskju, hendur hennar og huga,
sem allt í senn höfðu kvalið og kvatt minn táradal. Hnúturinn í maganum
leystist úr læðingi og hafði ég eignast nýjan vin. Vinkonu sem var innileg
og hlý. Sólroðinn varði sem eftir lifði dags og ljósgeislarnir umvöfðu mig
hamingjusvip á ný. Lífið tók nýja og betri stefnu. Ómarkaða.
vf.is
Fimmtudagurinn 9. febrúar 2012 • 6. tölublað • 33. árgangur
auglýsingasími víkurfrétta er 421 0001
FIMMTUDAGSVALS
VAlUr KeTIlSSon SKrIFAr
ALLT FYRIR FERMINGUNA
Í BLÓMAVALI
7FRÁBÆRIRVINNINGAR
af allr
i ferm
ingarv
öru
gegn
framv
ísun
heims
enda
fermin
garpó
stsins
frá Bló
maval
i
20%
afslát
tur
10%
aukaafsláttur
aðeins
fimmtudag - laugardags
MIKIÐ ÚRVAL AF FERMINGAVÖ
RUM
Fermingarskraut, fermingarblóm
,
merktar sálmabækur,
áprentun á servíettur,
skrautskrifuð kerti,
hanskar og margt fleira.
SJÓN ER SÖGUR RÍKARI. Opið laugardaga frá 10 til 16, sunnudaga lokað
Fermingardagar
fimmtudag, föstudag og laugardag Í Blómavali Reykjanesbæ
Fitjum 2 - Sími: 421 8800
Hundruð nemenda í 9. og 10. bekk grunnskóla á Suður-
nesjum tóku þátt í starfskynningu
í Stapanum í Reykjanesbæ í gær.
Markmiðið með starfskynning-
unni var að efla starfsfræðslu fyrir
elstu bekki grunnskóla, stuðla að
aukinni starfsvitund og skýrri
framtíðarsýn, meðal annars
vegna þess að hlutfall þeirra 10.
bekkinga sem halda áfram námi
að loknum grunnskóla er lægra á
Suðurnesjum en annars staðar á
landinu. Starfskynningin er liður
í átaksverkefni til eflingar mennt-
unar á Suðurnesjum.
Starfskynningin var fyrir alla nem-
endur í 9. og 10. bekk á Suður-
nesjum. Níu grunnskólar eru á
svæðinu og tóku þeir allir þátt í
kynningunni. Þá var nemendum
í lífsleikni við Fjölbrautaskóla
Suðurnesja boðið að koma. Náms-
og starfsráðgjafar frá Fjölbrauta-
skóla Suðurnesja, Keili og Miðstöð
símenntunar á Suðurnesjum voru
á staðnum til að svara spurning-
um nemenda varðandi nám svo
að þarna mættist samvinna allra
menntastofnana og atvinnulífsins
á Suðurnesjum. Alls mættu um 700
nemendur á kynninguna. Þar voru
kynntar 80 starfsgreinar af mjög
fjölbreyttu tagi. Mjög vel gekk að
fá fólk til að kynna sína starfsgrein
og var áhersla lögð á að fá Suður-
nesjamenn til verksins.
Forsaga átaksverkefnisins er sú
að sveitarfélög á Suðurnesjum
hafa kallað eftir aðgerðum gegn
atvinnuleysi og í þágu atvinnulífs
á svæðinu. Ríkisstjórnin ákvað í
lok árs 2010 að koma til móts við
þessar óskir með því að hrinda
af stað átaki til að efla atvinnu og
byggð á Suðurnesjum. Leitað var
eftir hugmyndum að aðgerðum
frá öllum ráðuneytum ásamt því
sem farið hefur verið yfir þær hug-
myndir sem komu út úr vinnu að
Sóknaráætlun 20/20 fyrir Suður-
nes. Ákveðið var að verja fjármagni
til tveggja verkefna til eflingar
menntunar á Suðurnesjum og er
verkefnið okkar annað þeirra. Tveir
verkefnisstjórar voru ráðnir til
verksins og hófu þeir störf í byrjun
maí 2011. Verkefninu lýkur um
áramótin 2012/2013.
Þau Hanna María Kristjánsdóttir
og Rúnar Árnason, verkefnastjórar
hjá stýrihópi um eflingu mennt-
unar á Suðurnesjum vilja koma á
framfæri þakklæti til allra þeirra
sem tóku þátt í þessu verkefni í
Stapanum í gær.
Kynntu sér fjölbreytt framtíðarstörf
›› Hundruð grunnskólanema í starfskynningu í stapa:
Fleiri pistlar á vf.is/fimmtudagsvals