Víkurfréttir


Víkurfréttir - 06.09.2012, Qupperneq 4

Víkurfréttir - 06.09.2012, Qupperneq 4
FIMMTUDAGURINN 6. SEPTEMBER 2012 • VÍKURFRÉTTIR4 Leiðari Víkurfrétta Hilmar Bragi Bárðarson, fréttastjóri vf.is Ekki er vika án Víkurfrétta - sem koma næst út fimmtudaginn 13. september 2012. Bókið auglýsingar í síma 421 0001 eða fusi@vf.is Þrettánda Ljósanóttin í Reykjanesbæ Fjölskylduhátíðin Ljósanótt í Reykjanesbæ hefur heldur betur fest sig í sessi sem ein stærsta og glæsilegasta bæjarhátíð landsins, hátíð þar sem bæjarbúar taka höndum saman um að skapa menningar- og mannlífsveislu sem dregur að tugþúsundi gesta. Í ár voru veðurguðirnir ekki alveg í sínu besta skapi en það kom þó ekki í veg fyrir að um 20.000 manns kæmu saman á hápunkti Ljósanætur til að njóta stórtónleika og glæsilegrar flugeldasýningar á laugardagskvöld. Há- tíðin hófst sl. fimmtudag með setningarhátíð þar sem yfir 2000 blöðrum var sleppt til himins en öll leik- og grunn- skólabörn bæjarins tóku þátt í þeirri athöfn. Í framhaldinu opnuðu tugir sýninga á myndlist og handverki um allan bæ. Þá tók við hver viðburðurinn á fætur öðrum og öll sýningarrými voru notuð og út um allt var fullt af fólki að njóta þeirra viðburða sem boðið var uppá. Undirritaður fylgist vel með á samfélagsmiðlum og þar bar Ljósanótt að sjálfsögðu á góma. Yfirgnæfandi meirihluti talar vel um hátíðina. Hins vegar mátti einnig sjá umræðu um verðlagningu á vöru og þjónustu. Bent var á að veit- ingastaður seldi „venjulegan“ kaffi- bolla á 850 krónur. Annar benti á að bjór sem kostaði 800 kr. á fimmtu- dagskvöldi hafi verið kominn í 1000 kr. á laugardagskvöldi og glasið hafi minnkað í ofanálag. Þá var einnig bent á að kjötsúpuskál hafi verið seld á 3200 krónur. Einn benti á að sumt af því sem selt væri á hátíðarsvæðinu væri bara til að skapa sóðaskap eins og spraybrúsi sem marglitum þráðum var sprautað úr. Einn pirraðist yfir lazer-geisla sem síðan var lýst í augu gesta og tónlistarfólks á sviðinu. Þá lýsti fólk vanþóknun á peninga- plokki almennt. Þá mátti sjá umræðu um það að bíla- og mótorhjólalestin sem fer um Hafnargötuna og út í Gróf væri í raun alltof löng. Þá passaði ekki að setja öll þessi öku- tæki í halarófu inn á milli þúsunda gangandi vegfarenda. Komið hefur fram ábending um að bíla- og hjólalestin fari frekar um Ægisgötuna og framhjá hátíðarsviðinu þar á leið sinni í Grófina. Það væri mun hættuminna og væri ekki að trufla dagskrá á hátíðarsviðinu mikið. Heilt yfir þá tókst Ljósanótt vel og ánægjan almenn. Það þarf hins vegar að skoða allar athugasemdir sem koma fram. Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið fusi@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga fer fram á vef Víkurfrétta, vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðjudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá færist skilafrestur auglýsinga fram um einn sólarhring. Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prentaðri útgáfu blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta. Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 Krossmóa 4, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is Eyþór Sæmundsson, sími 421 0002, eythor@vf.is Sigfús Aðalsteinsson, sími 421 0001, fusi@vf.is Víkurfréttir ehf. Þórgunnur Sigurjónsdóttir, sími 421 0006, thorgunnur@vf.is Þorsteinn Kristinsson, steini@vf.is, sími 421 0006 Rut Ragnarsdóttir, sími 421 0000, rut@vf.is og Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is Landsprent 9000 eintök. Íslandspóstur www.vf.is, m.vf.is og kylfingur.is Útgefandi: Afgreiðsla og ritstjórn: Ritstjóri og ábm.: Fréttastjóri: Blaðamaður: Auglýsingadeild: Umbrot og hönnun: Auglýsingagerð: Afgreiðsla: Prentvinnsla: Upplag: Dreifing: Dagleg stafræn útgáfa: Viltu hefja nám að nýju? ›› FRÉTTIR ‹‹ Af hverju vill fólk hefja skólagöngu að nýju eftir langt hlé? Margar ástæður geta verið að baki því svo sem að vilja skipta um starfsvettvang, vilja verða góð fyrirmynd fyrir börnin sín, fá áhuga á sérstöku námi, vilja bæta stöðu sína á vinnumarkaði og svo fram- vegis. Nú er tækifæri til að taka lítil eða stór skref í átt að aukinni þekkingu. Boðið er upp á ýmsar námsleiðir hjá Miðstöð símenntunar á Suður- nesjum fyrir þá sem vilja hefja nám að nýju. En það þarf oft mikið átak til að rífa sig upp úr þægindahringnum sínum og fara í eitthvað nýtt. Þá skiptir gríðarlega miklu máli sú hvatning sem einstaklingurinn fær. Sá einstaklingur sem er hvattur áfram er mun líklegri til að hefja og ljúka námi. Því er mikilvægt að hvetja sína nánustu áfram og jafnvel benda þeim á námsmöguleika sem gætu hentað þeim. Þekkir þú einhvern sem þarf á hvatningu að halda? Grunnmenntaskólinn Námið hefst 10. september. Í skólanum er lögð áhersla á að námsmenn læri að læra, efli sjálfs- traust sitt og lífsleikni. Skólinn er 300 kennslu- stunda nám fyrir þá sem hafa stutta skólagöngu að baki eða vilja styrkja námshæfileika sína eftir langt hlé. Skrifstofuskólinn Námið er ætlað einstaklingum sem vilja auka færni sína til að takast á við almenn versl- unar- og skrifstofustörf. Verslunarreikningur og bókhald auk tölvu- og upplýsingatækni og verslunarensku eru aðalfögin. Skrifstofuskólinn er 240 kennslustundir og hefst um leið og næg þátttaka fæst. Aftur í nám – námskeið fyrir lesblinda Er námskeið ætlað einstaklingum sem eru les- blindir, tölublindir eða eiga við námsörðug- leika að etja. Stuðst er við Ron Davis aðferðina í lesblinduleiðréttingu. Aftur í nám er alls 95 kennslustundir og þar af eru 40 einkatímar. Ef þú þekkir einhvern sem er les- eða tölublindur segðu honum eða henni frá námskeiðinu. Mark- miðin eru að námsmaður auki færni sína í lestri og bæti sjálfstraust sitt til náms. Svæðisbundið leiðsögunám Aukning erlendra ferðamanna hefur verið mjög sýnileg á Suðurnesjum í sumar og er spáð aukningu í fjölda ferðamanna á næstu árum. MSS hefur í ljósi þessa ákveðið að bjóða upp á Svæðisbundið leiðsögunám. Svæðisbundið leið- sögunám opnar fyrir spennandi atvinnumögu- leika á Suðurnesjum. Námið er tveggja anna og lýkur í maí 2013 og er námið byggt upp að hluta til sem bóknám, að hluta til sem verklegt og að hluta til sem fjarnám. Megináhersla er lögð á náttúru, menningu og sögu Reykjanesskagans og nágrennis, auk þess sem áhersla er lögð á leiðsögutækni og hagnýta þjálfun fyrir starfið í vettvangsferðum. Félagsliðabrú Félagsliðabrúin er fyrir einstaklinga sem starfa við umönnum og stuðning með börnum, unglingum, fötluðum og öldruðum og hafa að minnsta kosti þriggja ára starfsreynslu. Námið er stytting á félagsliðanámi þar sem metin eru þau námskeið og reynsla sem viðkomandi nem- andi hefur öðlast í gegnum tíðina. Nemendur útskrifast sem félagsliðar. Fagnámskeið fyrir starfsmenn leikskóla Fagnámskeið fyrir starfsmenn leikskóla er 210 kennslustunda nám sem kennt er á tveimur önnum. Þeir námsþættir sem eru kenndir eru meðal annars uppeldi leikskólabarna, þroski og þróun leikskólabarna, listastarf með börnum, sjálfsefling og tölvuleikni. Námið er einskonar fornám fyrir leikskólaliðabrú sem MSS hefur boðið upp á. Styrkir til nýsköpunar- verkefna Ný s k ö p u n a r m i ð s t ö ð Ís -lands fyrir hönd hins nýja ráðuneytis Atvinnuvega- og nýsköpunar hefur auglýst eftir umsóknum í styrktaráætlunina Átak til atvinnusköpunar. Sjóður þessi hefur til umráða 80 millj- ónir króna á ári sem úthlutað er í tvennu lagi, vor og haust. Við síðustu úthlutun bárust 253 umsóknir svo ljóst þykir að áhug- inn er mikill fyrir styrkjunum sem nema á bilinu 250 þkr. til 2 mkr. Styrkirnir eru veittir til frumkvöðla og fyrirtækja til m.a. þróunar og erlendrar markaðssetningar. Suðurnesja- menn þéttbýlir Fæstir þéttbýlisstaðir eru á Suðurnesjum, 6 talsins, en þar búa samt 99,4% íbúanna í þétt- býli. Þetta kemur fram í skilgrein- ingum Hagstofunnar og tölum hennar fyrir 2012 en á Íslandi búa 16.516 manns í strjálbýli eða 5,2% og 94,8% í 101 þéttbýlisstað á landinu eða 303.059 manns. Breyttur útivistartími tekur gildi Þann 1. september sl. breytt-ist útivistatíminn en þá mega börn 12 ára og yngri ekki vera á almannafæri eftir kl 20.00 nema í fylgd með fullorðnum. Börn á aldrinum 13-16 ára skulu ekki vera á almannafæri eftir klukkan 22.00, enda séu þau ekki á heimferð frá viðurkenndri skóla-, íþrótta- eða æskulýðssamkomu. Þátttakendur í Svæðisbundnu leiðsögunámi á árunum 2004 – 2005. Frá námskeiðinu Aftur í nám þar sem þátttakendur leira orð og myndir.

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.