Víkurfréttir


Víkurfréttir - 06.09.2012, Side 18

Víkurfréttir - 06.09.2012, Side 18
FIMMTUDAGURINN 6. SEPTEMBER 2012 • VÍKURFRÉTTIR18 - Segðu okkur aðeins frá leiðinni á Bifröst. Hvað réð því að þú fórst þangað í nám og hvað hefur þú verið að læra áður? „Ég stóð á tímamótum haustið 2010, og hafði nýlokið námi úr viðskiptafræði og langaði að bæta við þekkingu mína og menntun. Ákvað að skoða aðstæður á Bifröst og þar mætti mér hlýlegt og hvetj- andi andrúmsloft. Ég varð heilluð af staðsetningunni og fannst þetta litla samfélag sjarmerandi. Ég gat líka fengið hluta náms míns metið og það hjálpaði enn frekar við ákvörðunartökuna. Ég hafði heyrt margt jákvætt um skólann og ákvað bara að slá til og sé ekki eftir því“. - Hvar ertu stödd í náminu í dag. Hvað áttu eftir? „Ég er núna búin með tvær grunngráður og stefni á masters- próf í lögfræði. Það er nú svolítið erfitt að svara spurningunni hvað ég á eftir, það er nú ansi margt eftir vonandi í lífinu, en mastersnámið er næst á dagskrá og svo held ég að ég reyni nú bara að leita leiða til að koma mér út á atvinnumarkaðinn“. - Hver er lykillinn að þeim árangri að dúxa í lagadeildinni? Þarf ekki mikinn aga og gott skipulag? „Ja, þegar stórt er spurt…, ég verð nú að viðurkenna að ég kann kannski ekki besta svarið við þess- ari spurningu, þó það virðist vera Suðurnesjamenn dúxa í laganámi á Bifröst Um 100 nemendur voru útskrifaðir frá Háskólanum á Bifröst, úr diplómanámi í verslunarstjórnun, frum- greinanámi, grunnnámi í viðskiptafræði, viðskipta- lögfræði og HHS (heimspeki, hagfræði og stjórnmála- fræði) ásamt meistaranemum úr öllum deildum skólans sl. laugardag. Suðurnesjafólk kom, sá og sigraði á Bifröst að þessu sinni. Snorri SnorraSon frá Keflavík dúxaði í meistaranámi sínu við lagadeild og Hanna Björg KonráðSdóttir úr Keflavík dúxaði í laganámi sínu við lagadeildina. Þá hlaut Suðurnesjakonan KriStín ÞórdíS ÞorgilSdóttir verðlaun fyrir námsárangur á meðan á námi hennar stóð. Hanna Björg hefur verið búsett á Bifröst með fjölskyldu sína og stundað nám við lagadeildina. Víkurfréttir heyrðu frá henni eftir útskriftina sl. laugardag og tóku púlsinn á lífinu á Bifröst. undarlegt, ég er haldin skelfilegum prófkvíða og það er hvorki gott né gaman að vera í kringum mig þegar ég er í prófum, maðurinn minn á mikið hrós skilið. Það eru samt þó nokkrir þættir sem hjálpuðu til. Í fyrsta lagi fannst mér námið of- boðslega skemmtilegt, í náminu var gífurlega mikið verkefnaálag og oft á tíðum fannst mér ég lítið annað gera en að sinna þeim, en verkefnin voru ákaflega gagnleg og nytsamleg og við úrlausnir á þeim las maður mikið í kringum lesefnið og það síaðist smám saman inn í kollinn. Í öðru lagi gerði ég nánast ekkert annað en að sinna fjölskyldu minni og náminu mínu og átti lítinn tíma afgangs. Í þriðja lagi fékk ég góða aðstoð og stuðning frá fjölskyldu og manninum mínum“. - Þú ert ekki að fara auðveldustu leiðina, þ.e. að stunda nám og ala upp börn á sama tíma? Hvernig gengur það upp að ala upp börn á Bifröst og læra lögfræði? „Já, veistu, þetta er bara búið að vera ofsalega strembið, skal nú alveg viðurkenna það. Bæði fyrir mig og manninn minn sem hefur verið að keyra á milli úr vinnunni í Reykjavík alla leið upp á Bif- röst. Hann er í erfiðri vaktavinnu og hefur þurft að keyra í öllum veðrum þannig að álagið hefur verið mikið. Hvað börnin varðar, held ég að það skipti nú ekki máli hvar þú býrð á landinu, það er alltaf heilmikið og vandasamt verkefni að ala upp börn, en dásamleg og gefandi vinna. Börn þurfa tíma og mikla sinnu og mín börn eru þar engin undantekning. Ég hef reynt að sinna því starfi eins vel og ég hef getað. Að samræma uppeldi barna og nám er náttúrulega tals- verð vinna, en það er það líka þegar fólk kemur út á vinnumarkaðinn og margir tala um að það sé enn erfiðara. Á Bifröst ríkir mjög góður andi og leikskólinn er alveg stór- kostlegur, hins vegar er alveg hætta í svona litlu samfélagi að fólk hætti að fylgjast nægilega vel með börn- unum, því svæðið er svo lítið og það er auðvelt að detta í þá gryfju að telja að ekkert geti komið fyrir. Ég skal alveg viðurkenna að ég var leiðinlega mamman á svæðinu og fannst erfitt þegar eldri dóttirin var ein úti að leika“. - Segðu mér aðeins frá samfélaginu sem er á Bifröst. Þarna eru fleiri Suðurnesjamenn sem hafa verið að gera góða hluti. „Samfélagið iðar af krafti og það er mikil aðsókn í nám á Bifröst núna, sem er ánægjulegt. Við erum nokkur af Suðurnesjum að læra á Bifröst og fjölmargir Suðurnesja- menn hafa gert góða hluti í nám- inu hérna í gegnum tíðina. Snorri Snorrason úr Reykjanesbæ var að ljúka mastersprófi í lögfræði með hæstu einkunn í mastersnáminu og hefur staðið sig ótrúlega vel í náminu. Hann er einstakur, ótrú- lega duglegur og eljusamur og ég held að það séu fáir sem ég þekki sem koma að spjalli við mig um lögfræðileg viðfangsefni af svo mikilli ástríðu eins og Snorri. Hann ljómar af áhuga og eldmóði þegar rætt er um lögfræði. Síðan var ung stúlka af Suðurnesjum, hún Kristín Þórdís Þorgilsdóttir að fá verðlaun fyrir námsárangur á meðan á námi stendur, þannig að þetta er nú bara ansi gleðilegt og ánægjulegt fyrir okkur Suðurnesjafólkið“. Texti: Hilmar Bragi Bárðarson • Ljósmynd: Oddgeir Karlsson Matreiðslumaður óskast Skólamatur óskar eftir að ráða matreiðslumann til starfa í eldhús sitt í Reykjanesbæ. Vinnutími er frá kl. 6 til 15 virka daga. Umsóknir berist á skolamatur@skolamatur.is fyrir 11. september. Vinsamlegt tilgreinið fyrri störf. Sími 420 2500 I skolamatur@skolamatur.is I skolamatur.is D Y N A M O R E Y K JA V ÍK Atvinna! Hollt, gott og heimilislegt Skólamatur er reyklaus vinnustaður. Hjónin Hanna Björg Konráðsdóttir og Jóhannes Þórhallsson ásamt börnum sínum, þeim Elísabetu og Eydísi.

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.