Víkurfréttir


Víkurfréttir - 06.09.2012, Síða 23

Víkurfréttir - 06.09.2012, Síða 23
VÍKURFRÉTTIR • FIMMTUDAGURINN 6. SEPTEMBER 2012 23 Laus er til umsóknar staða sviðsstjóra umhverfis-, skipulags- og byggingarmála í Sveitarfélaginu Garði og Sandgerðisbæ. Starfssviðið nær til skipulags, - byggingar- og umhverfismála, verkefna á sviði fasteigna sveitarfélaganna, vatnsveitu og fráveitu, ásamt starfsemi áhaldahúsa. Sviðsstjóri umhverfis-, skipulags- og byggingarmála annast framkvæmd byggingar- eftirlits í sveitarfélögunum í samræmi við ákvæði skipulags- og mannvirkjalaga, og samþykkta sveitarstjórna. Undir sviðið heyra samgöngur og umferðarmál, viðhald gatna, húsafriðun og brunamál. Helstu verkefni: • Framkvæmd og eftirfylgni skipulags- og byggingarmála • Áætlanagerð; verkefnaáætlanir, fjárhagsáætlanir • Stefnumótun í málaflokknum í samvinnu við kjörnar nefndir • Umsjón með eignasjóði • Umsjón með verklegum framkvæmdum á vegum sveitarfélaganna • Skráning og viðhald vegna Fasteignaskrár Íslands og landupplýsingakerfis • Undirbúningur funda nefnda á því sviði sem verkefnin ná til, og ábyrgð á eftirfylgni og frágangi mála sem þar eru til umfjöllunar • Samræming verkefna • Samvinna innan og utan sveitarfélaganna í málaflokknum Hæfniskröfur og menntun: • Háskólamenntun á sviði skipulags- og byggingarmála sbr. 8. gr. mannvirkjalaga nr. 160/2010 og 7. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 • Góð þekking á þeim málaflokkum sem starfið nær til • Reynsla af stjórnun verkefna og rekstri á sviði skipulags- og byggingarmála • Reynsla í gerð fjárhags- og verkáætlana • Metnaður og skipulagshæfni • Góðir samstarfs- og samskiptahæfileikar Staðan er laus frá 1. október nk. Launakjör eru samkvæmt samningum stéttarfélaga við sveitarfélögin. Umsóknum skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf. Umsóknum skal skilað á skrifstofu Sandgerðisbæjar eða á netfangið sandgerdi@ sandgerdi.is. merkt „Byggingar- og skipulagsmál“ fyrir 15. september. Umhverfis-, skipulags- og byggingarmál STARFSMAÐUR ÓSKAST Meira í leiðinniWWW.N1.IS N1 óskar eftir að ráða áræðinn og þjónustulundaðan starfsmann til starfa í verslun félagsins í Keflavík. Í starfinu felst sala, þjónusta og ráðgjöf til viðskipta- vina auk annarra tilfallandi verkefna í versluninni. Nánari upplýsingar veitir Stefán S. Briem, verslunarstjóri í síma 820 9014. Áhugasamir geta einnig sótt um starfið á www.n1.is Fimmtudagur: J æ j a , þ á e r Ljósanótt liðin. Maður er hálf- daufur, ég vil meira fjör en allt verður að taka enda. þessi hátíð tókst sérstaklega vel að mínu mati. Það fengu allir eitthvað við sitt hæfi. Við eldri borgarar störtuðum með sagna- kvöldi eftir að skólakrakkarnir voru búnir að sleppa þúsundum blaðra í öl lum regnbogans litum. Það voru dætur Sigur- bergs skóara að segja sögur frá því þegar þær komu fyrst til Keflavíkur á stríðsárunum, mér fannst þetta skemmtilega upp- sett hjá þeim. Sonur Ernu skó og barnabarn voru sögumenn það mættu rúmlega 200 manns það var alveg troðfullt hús, kaffi og kleinur á eftir sem Sigurjón bakari gaf okkur. Ég og dóttir mín fórum niður í Duushús og í bíósalnum var verið að heiðra minningu Helga S. Jónssonar þar sem Ellert Eiríksson og Óli gamli Björns sögðu skemmtilegar sögur um hann, allur salurinn sprakk úr hlátri trekk í trekk. Eftir það fórum við í nýja Duussalinn þar sem yfir 50 listarmenn sýndu verk sín. Föstudagur: Það var farið á Nesvelli og þar var dansaður línudans kl. 2 um daginn. Svo um kvöldið var svo aftur farið á Nesvelli þar sem var harmónikuball þar sem 90 manns mættu. Mikið stuð og allir skemmtu sér mjög vel. Laugardagur: Þá var farið í hina árlegu árganga- göngu þar sem maður hitti marga góða og gamla vini. Það var gaman að sjá Hafnargötuna fulla af fólki streyma niður að hátíðar- svæðinu og hlusta á bæjarstjór- ann rífa af sér brandara, og segja okkur að það sé farið að birta til í atvinnumálum hjá okkur Suður- nesjamönnum. Þá er ég að tala um Helgurvíkurmálið. Ég hlakka mjög mikið til. Eftir það var farið að skoða myndlistarsýningar, hönnun og sköpun af öllu tagi. Þó maður hefði ekki pening var manni treystandi fyrir kaupum sem maður borgaði daginn eftir, þetta kalla ég traust, frábært að fólk sé farið að treysta hvert öðru aftur. Um kvöldið fór ég aftur niður í bæ að hlusta á tónleika á hátíðarsvæðinu sem heppnaðist mjög vel. Við eigum frábært tón- listarfólk. Sunnudagur: Fór á frábæra sýningu Með blik í auga þar sem var fullt hús. Krakk- arnir sem sýndu Gærur glimmer og gaddavír voru frábær. Ég vil þakka öllu því fólki sem stóðu að þessari hátíð fyrir gott starf. Og að endingu vil ég segja að ég hef aldrei séð aðra eins flugelda- sýningu. Takk, Takk, Takk. Erna Agnarsdóttir eldri borgari. Að lokinni Ljósanótt LÖGFRÆÐISTOFA REYKJANESBÆJAR EHF Hefur tekið til starfa á Hafnargötu 27a 3. hæð. Allir velkomnir í frítt viðtal. Sími: 421-3435 Úlfar Guðmundsson, hdl. Fótboltasumrinu lauk hjá Víðismönnum í 3. deild karla í fyrradag þegar liðið tapaði grátlega eftir vítaspyrnukeppni í 8-liða úrslitum deildarinnar. Leiknir frá Fáskrúðsfirði hafði sigur í Garðinum í fyrradag með fimm mörkum gegn fjórum en staðan eftir venjulegan leiktíma var 2-1 fyrir Víði. Sú staða var einnig uppi í fyrri leik liðanna á Fáskrúðsfirði og því þurfti að grípa til framlengingar. Mörk Víðismanna í venjulegum leiktíma skoruðu þeir Tómas Pálmason og Ólafur Ívar Jónsson. Í framlengingunni bar það helst til tíðinda að þrír leikmenn fuku út af. Einn frá Leikni og tveir Víðismenn. Einar Karl Vilhjálmsson fékk tvö gul spjöld og Björn bróðir Einars fékk að líta beint rautt spjald. Hvor- ugu liði tókst þó að skora og víta- spyrnukeppni staðreynd. Þar brást tveimur leikmanna Víðis bogalistin en aðeins einum frá Leikni og því fara þeir áfram í næstu umferð. ÍRB náði nýjum hæðum í sund-lauginni þetta árið. Á AMÍ var ÍRB með yfirburði og vann með 1749 stigum en næst á eftir komu Fjölnir með 959 stig og Ægir með 829. Sundmenn ÍRB voru með hæsta hlutfall bestu tíma eða 85% og er það hæsta hlutfall bestu tíma hjá nokkru liði á öllum Ís- landsmeistaramótum sem skráð eru síðustu 6 ár. Á tímabilinu 2011/2012 náði ÍRB einnig 14 sundmönnum í lands- lið, það er 8 fleiri en á tímabilinu á undan. Á tímabilinu 2011/2012 voru 7 sundmenn sem náðu 13 Ís- landsmetum í aldursflokkum og einu Íslandsmeti í opnum flokki. Árni Már Árnason lenti í 31. sæti á Ólympíuleikunum í London með sterku sundi en besti árangur hans á árinu var á Mare Nostrum í Canet þar sem hann varð í 4. sæti og bætti Íslandsmet sitt í 50 m skriðsundi. Árni keppti einnig á Evrópumeist- aramótinu og var Íslandsmeistari á ÍM50 í 50 og 100 m skriðsundi og 50 m bringusundi. Íris Ósk Hilmarsdóttir átti afar til- komumikið ár. Hún stimplaði sig inn á toppinn í íslensku baksundi þegar hún vann brons á Íslands- meistaramótinu aðeins 13 ára gömul, vann gull í sínum aldurs- flokki á Aldursflokkameistaramóti Íslands, varð Norðurlandameistari æskunnar í 200 m baksundi á NMÆ og fékk brons í 100 m baksundi á sama móti. Hún vann einnig gull á Smáþjóðaleikunum og vann ald- ursflokkabikarinn á AMÍ. Erla Dögg Haraldsdóttir átti fínt ár og keppti í úrslitum bæði á Evrópumeistaramótinu og á Mare Nostrum. Erla var Íslandsmeistari í 50 m laug í öllum bringusund- sgreinum og var sundmaður ársins hjá ÍRB og Njarðvík fyrir sund sitt á Heimsmeistaramótinu 2011 þar sem hún varð í 17. sæti. Davíð Hildiberg Aðalsteinsson var valinn sundmaður Keflavíkur fyrir baksund sitt á Íslandsmeistara- mótum 2011 og hann varð aftur Ís- landsmeistari 2012 í öllu baksundi og var valinn til þess að keppa fyrir Ísland á smáþjóðaleikunum og Mare Nostrum. Auk þess náðu fjölmargir ungir og efnilegir sundmenn frábærum árangri og ljóst er að sund er í stöð- ugri sókn í Reykjanesbæ. Frábært ár hjá sundfólki Víðismenn úr leik eftir tap í vítaspyrnukeppni

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.