Víkurfréttir


Víkurfréttir - 06.09.2012, Blaðsíða 24

Víkurfréttir - 06.09.2012, Blaðsíða 24
Beisluð sýn Að baki er bjart og hlýtt sumar. Þurrara en mörg önnur undanfarin ár. Garðslangan fék k s inn sker f af notkuninni og gróðurinn drakk í sig úðann. Krækiberjalyngið á skag- anum hefur ekki fengið sömu með- ferð og er líflaust á haustdögum. Þarf að sækja berin eitthvað lengra að þessu sinni. Dásamlegt að fá að safta svolítið og eiga djúsinn í vetur. Skipulag sumarsins gekk aldrei þessu vant vel fyrir sig og teyging á því var að njóta sólarinnar á Spánarströnd í maí. Varð svo miklu meira úr sumrinu fyrir vikið. Sum- arbústaðarferðir og ferðalög lifa í minningunni. Haustið á næsta leiti og myrkrið að skella á. Ólíkt öðrum þá er minn tími að renna upp. Elska þennan tíma. Tími fyrir kertaljós í gluggasyllum og notalegar kvöldstundir í kyrrð- inni. Keypti þennan líka lekkera ilmolíulampa á Ljósanótt sem ætlar að magna stemninguna fyrir mér. Litríkt ljósaskraut að auki. Snark í arineldi og flísteppi um öxl í haust- rökkrinu á eftir að lama lúnar lappir og næra sálartetrið. Ljúfir tónar úr lystigarði ættartrésins á Skólaveg- inum fylla umgjörðina og tómið sem útaf stendur. Eldar, sem dropi í hafið en fylling í sjálfið. Lóan safn- ast saman á túninu og undirbýr að kveðja í bili. Þennan táradal. Lofar að koma aftur með birtu og yl. Við þurfum á því að halda. Félagsstarfið í undirbúningi. Fjörugt og fyrirferðarmikið. Bræðralagið binst að nýju og ber saman bækur sínar. Lífið er marg- breytilegt og ljómi afurðarinnar ólíkur. Ekki eru allir í lífsins leik. Aðrir eins og lauf í vindi. Flestir endurnærðir eða gæfuríkir. Hæðir eða lægðir eins og gerist og gengur í lífinu. Gagnast þá faðmur félags- skaparins og umhyggja fyrir hvorum öðrum. Fátt betra en hlýtt handtak eða fágæt stund í horni. Nálgun í næði. Borin á borð af ein- lægni og heiðarleika. Markmiðin liggja þó fyrir og daðra við mig í fylgsnum hugans. Það er svo margt sem mig langar að gera og hefur lengi langað. Draumar geta orðið að veruleika ef stefnan er mörkuð. Blanda af elju og hógværð hefur reynst mér vel hingað til. Stefni á slíka tvennu. Þú uppskerð eins og þú sáir. Jarðvegur- inn frjór fyrir flestar hugmyndir. Sást vel á litbrigðum listafólksins um helgina. Hamingjan skein úr hverju andliti enda fantasíurnar ferskar. Mínar eru þegar komnar á blað og bíða frjóvgunar. Framkalla sýn sem ekki verður beisluð öllu lengur. vf.is Fimmtudagurinn 6. september 2012 • 35. tölublað • 33. árgangur auglýsingasími víkurfrétta er 421 0001 FIMMTUDAGSVALS VAlUr KeTIlSSon SKrIFAr Opið alla miðvikudaga frá kl. 8:00 – 16:00 Tímapantanir í síma 426 8540 Opið virka daga frá kl. 8:00 – 17:00 Frjáls mæting Daglegar fréttir www.vf.is

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.