Víkurfréttir - 08.11.2012, Qupperneq 2
fimmtudagurinn 8. nóvember 2012 • VÍKURFRÉTTIR2
FRÉTTIR VIKUNNAR
n Skólamál:
Stu
tta
r
ATVINNA
HÁALEITISSKÓLI
Háaleitisskóli óskar eftir að ráða skólaritara í 50% starf.
Starfssvið:
Menntunar- og hæfniskröfur:
Sækja skal um starfið á vef Reykjanesbæjar
http://www.reykjanesbaer.is/stjornkerfi/laus-storf.
Umsóknarfrestur er til 22. nóvember nk.
Háaleitisskóli á Ásbrú er rekinn sem útibú frá
Njarðvíkurskóla. Sjá nánar um skólann á
njardvikurskoli.is/Háaleitisskóli
ATVINNA
F
Staða félagsráðgjafa hjá
Fjölskyldu- og félagssviði Reykjanesbæjar
Menntun og reynsla:
Umsóknum skal skilað rafrænt á vef Reykjanes-
bæjar http://reykjanesbaer.is
NESVELLIR
Allir hjartanlega velkomnir
Fréttir
Fyrstu niðurstöður samræmdra könnunarprófa í 4. og 7. bekk
haustið 2012, eru nú komnar.
Árangur nemenda í stærðfræði
í 4. bekk í Reykjanesbæ er nú
með því allra besta sem gerist á
landsvísu. Árangur í stærðfræði
er raunar einnig góður í þeim
nágrannasveitarfélögum sem eru
á þjónustusvæði Fræðsluskrif-
stofu Reykjanesbæjar. Sé reiknað
meðaltal skóla í Garðinum, Sand-
gerði og Reykjanesbæ, í 4. bekk
í stærðfræði, eru skólarnir yfir
landsmeðaltali.
Árangur í íslensku í 4. bekk er
einnig góður, en nemendur í 4.
bekk í Reykjanesbæ eru nú í fyrsta
skipti yfir landsmeðaltali í íslensku.
Árangur í stærðfræði í 7. bekk er
góður en þar er árangur í Reykja-
nesbæ yfir landsmeðaltali. Skól-
arnir í bænum hafa sett sér það
markmið að vera yfir eða í lands-
meðaltali í öllum samræmdum
greinum. Lengra er í land með að
það markmið náist í íslensku í 7.
bekk en verið er að vinna að því í
öllum skólunum.
Þetta er birt með fyrirvara um að
endanlegar tölur frá Námsmats-
stofnun liggja ekki fyrir, segir í
tilkynningu frá Fræðsluskrifstofu
Reykjanesbæjar.
Hafa áhyggjur
af hallarekstri FS
Bæjarráð Sandgerðisbæjar lýsir yfir áhyggjum af
fyrirséðum hallarekstri á Fjöl-
brautaskóla Suðurnesja á árinu
2013 vegna ónógra fjárfram-
laga. Að mati bæjarráðsins er
mikilvægt að þjónusta skólans
við námsmenn á Suðurnesjum
skerðist ekki.
Tryggja þarf að fjárframlög til
FS verði í samræmi við framlög
til sambærilegra skóla annars
staðar á landinu, þannig að
Suðurnesjamenn njóti sömu
þjónustu og aðrir landshlutar,
segir í fundargerð bæjarráðsins
þar sem tekin var fyrir fundar-
gerð stjórnar Fjölbrautaskóla
Suðurnesja og fjárhagsstaða
skólans og útlitið næsta ár.
Frábær árangur
nemenda í sam-
ræmdum próFum
Vilja endur-
vinna spilliefni
Um hverf isstof nun hefur unnið tillögu að starfsleyfi
fyrir starfsemi Efnaeimingar ehf.
í Reykjanesbæ. Samkvæmt til-
lögunni verður heimilt að endur-
vinna með eimingu allt að 80 tonn
á ári af tilteknum spilliefnum í
vökvafasa.
Spilliefnin sem um ræðir eru ter-
pentína, sellulósaþynnir, etanól og
önnur sambærileg spilliefni. Einnig
verður Efnaeimingu heimilt að
flytja spilliefni að og frá starfstöð
sinni. Samkvæmt starfsleyfistillög-
unni verður gildistími starfsleyfis
til næstu sextán ára, að því er segir
á vef Umhverfisstofnunar.
ÞaRFTU
að aUglýsa?
Hafðu samband í
síma 421 0001
eða á fusi@vf.is
Jóhann Einvarðsson, fyrrverandi bæjar-
stjóri í Keflavík og
alþingismaður lést
sl. laugardag á Heil-
brigðisstofnun Suður-
nesja eftir veikindi.
Jóhann var 74 ára
þegar hann lést en
hann var fæddur árið 1938.
Hann lauk samvinnuskóla-
prófi 1958 og starfaði eftir nám
sem bókari og síðar fulltrúi í
fjármálaráðuneytinu til ársins
1966 þegar hann tók við stöðu
bæjarstjóra á Ísafirði en því
starfi gegndi hann til ársins
1970 þegar leið hans lá til
Keflavíkur. Þar var hann bæjar-
stjóri til ársins 1980. Jóhann
varð alþingismaður 1979 fyrir
Framsóknarflokkinn í Reykja-
neskjördæmi og sat á þingi
til 1983 og síðan aftur árin
1987-1991 og 1994-1995, sam-
tals í níu ár. Þar fékkst Jóhann
einkum við sveitarstjórnarmál
og atvinnumál en var einnig
formaður utanríkismála-
nefndar um tíma. Hann tók
þátt í alþjóðastarfi þingmanna,
mest í þingmannasamtökum
NATÓ. Þá var hann í bankaráði
Útvegsbanka Íslands
1985-1987 og sat á Alls-
herjarþingi Sameinuðu
þjóðanna 1980 og 1990.
Jóhann sat um árabil
í stjórn Hitaveitu
Suðurnesja og var
formaður stjórnar
1975-1979. Hann var
formaður stjórnar Sjúkra-
húss Keflavíkurlæknis-
héraðs 1970-1980 og síðar
framkvæmdastjóri Sjúkrahúss
Suðurnesja og Heilsugæslu-
stöðvar Suðurnesja.
Jóhann kom víða við í félags-
málum, m.a. í handknatt-
leiksforystunni og var í stórn
HSÍ 1974-1976, sat í stjórn
Fulltrúaráðs framsóknar-
félaganna í Keflavík og for-
maður þess 1984-1986.
Jóhann var félagi í Lionsklúbbi
Keflavíkur og einnig í Odd-
fellowstúkunni Nirði í Keflavík
en þar var hann heiðursfélagi.
Jóhann lætur eftir sig eigin-
konu, Guðnýju Gunnarsdóttur
og þrjú uppkomin börn,
Gunnar, Einvarð og Vigdísi.
Útför Jóhanns fer fram
frá Njarðvíkurkirkju nk.
mánudag kl. 15:00.
Jóhann Einvarðsson látinn
Auglýst er eftir eiganda að sjónvarpi, ofni, salerni og fleiri innanstokks-
munum sem fundust á jarðvegstippnum
við Nesveg í Grindavík og sjá má á með-
fylgjandi mynd. Ábendingar um eigand-
ann óskast sendar á ingvar@grindavik.is
eða með því að hringja í síma 420 1100.
Jarðvegstippurinn er eingöngu hugsaður
fyrir lífrænan úrgang eins og skýrt kemur
fram á skiltum.
VEIST þú HVER EIgANdINN ER?
Jóhanns minnst á
bæjarstjórnarfundi
Jóhanns Einvarðssonar, fyrr-verandi bæjarstjóra og al-
þingismanns var minnst á bæjar-
stjórnarfundi í Reykjanesbæ sl.
þriðjudag.
Böðvar Jónsson, forseti bæjar-
stjórnar Reykjanesbæjar flutti tölu
um Jóhann sem var bæjarstjóri í
Keflavík frá 1970 til 1980. Jóhann
kom frá Ísafirði eftir að hafa verið
bæjarstjóri þar í fjögur ár. Eftir
bæjarstjórastarf í Keflavík fór Jó-
hann á þing. Nánar um Jóhann í
greininni hér til hliðar.