Víkurfréttir - 08.11.2012, Blaðsíða 8
fimmtudagurinn 8. nóvember 2012 • VÍKURFRÉTTIR8
Undanfarnar vikur hefur
því ítrekað verið haldið
fram að atvinnuleysi
hafi minnkað. En er það
virkilega raunin? Færa má
sterk rök fyrir því að skráð
atvinnuleysi nái alls ekki að
sýna raunmynd vandans
heldur sé hann falinn að
verulegu leyti. Raun at-
vinnuleysi hefur alls ekki minnkað.
Til að rannsaka þetta betur er
hægt að skoða nokkra hagvísa.
Til að byrja með má benda á að
samkvæmt tölum frá Hagstofu Ís-
lands hefur atvinnuþátttaka farið
minnkandi ár frá ári undanfarin ár,
eða frá 83% árið 2006 til 80% árið
2011, sjá meðfylgjandi mynd.
Í öðru lagi má skoða tölur frá Vinnu-
málastofnun Íslands sem heldur skrá
yfir atvinnuleysi. Eftir skoðun á þeim
þáttum sem leiða til þess að fólk
færist af atvinnuleysisskrá þá kemur
í ljós að stór hluti atvinnulausra féll
af atvinnuleysisskrá vegna annarra
ástæðna en atvinnu, eða 36% árið
2009 og 31% árið 2010. Hér er um að
ræða umtalsverðan fjölda fólks því
árið 2009 voru þetta um 6.151 aðilar
og árið 2010 um 4.860 aðilar, samtals
um 11.011 manns á tveimur árum.
Það er einkum tvennt sem vekur
athygli þegar þessi hópur er skoð-
aður. Flestir þessara aðila hafa annað
hvort flutt af landi brott eða farið
í skóla, eða um 3.539 árið 2009 og
um 2.270 árið 2010, samtals um
5.809 manns á tveimur árum.
Þessu til staðfestingar má
nefna að nýnemar í Háskóla
Reykjavíkur hafa aldrei
verið fleiri en síðasta haust,
eða um 1.300, sjá frétt RUV
17.08.2012. Einnig hefur
heildarnemendafjöldi í
skólum landsins aukist
verulega undanfarin ár, þar
af var fjölgun í háskólanám
lang mest eða úr 16.851 árið 2007 í
19.334 árið 2011, sem samsvarar um
13% hækkun eða 2.483 nemendum.
En hvaða máli skiptir þetta svo sem?
Atvinnuleysi er eitt mesta böl sem
þjóðin glímir við. Án atvinnu er ekki
hægt að bjarga sér, greiða skuldir og
kaupa nauðsynjar fyrir heimilið. Óá-
sættanlegt er að fjöldi fólks, svo þús-
undum skipti, sé skammtað úr hnefa
atvinnuleysisbætur til að lifa af.
Falskar upplýsingar og falið atvinnu-
leysi gefa yfirvöldum röng skilaboð
sem fyrir vikið skynja ekki hve brýnt
það er að fjölga störfum í landinu.
Þjóðin finnur það á eigin skinni að
gera þarf verulega betur í að fjölga
störfum í landinu en gert hefur verið
undanfarin ár. Betur má ef duga skal.
Magnús Jóhannesson
Hjólið er gjarnan talin
ein merkasta uppgötvun
mannkynssögunnar,
enda erfitt að ímynda
sér heiminn án hjólsins.
Orðtakið „að finna upp
hjólið“ er meitlað í tungu-
mál okkar og lýsir gjarnan
uppgötvun í daglegu lífi
sem menn viðurkenna þó
að sennilega hafi verið gerð áður.
Margt er enn á huldu um hverjir
fundu upp hjólið, en fornleifa-
fræðingar leiða þó líkur að því að
það hafi verið fundið upp fyrir nærri
10.000 árum einhvers staðar í Asíu.
Heiðurinn af uppgötvuninni hefur
yfirleitt verið veittur Súmerum,
framsæknu menningarsamfélagi
í Mesópótamíu, sem einnig voru
fyrstir til að tileinka sér ritmál og
notuðu til þess fleygrúnir. Elsta
hjól sem fundist hefur á þessum
slóðum er um 5.500 ára gamalt.
Ef horft er á hjól, býst maður
við hreyfingu. Hjól sem ekki
snýst hefur hvorki upphaf né
endi. Um leið og hjólið snýst fer
atburðarásin af stað oftast áfram,
en sjaldnar afturábak. Hjól sem
ekki snýst táknar kyrrstöðu.
Ritari þessa lína hafði lengi
gengið fram hjá táknrænu
hjóli kirkjuklukkunnar
sem um árabil hafði verið
í kyrrstöðu eins og áður
hefur verið getið um hér
í pistli. Leiddar voru líkur
að því að kyrrstaða þessa
hjóls væri ástæða þess að í
samfélagi okkar ríkti einnig
kyrrstaða og doði. Hjól samfélagsins
voru einnig í kyrrstöðu, þökk sé
hruninu mikla og löngu fyrr. Það
þótti því brýnt verkefni að koma
klukkuhjólinu á snúning aftur, ef hér
ætti ekki að ríkja kyrrstaða áfram.
Það var því leitað til Rótary-
klúbbs Keflavíkur um
stuðning fyrir verkefnið.
Hugmyndafræði Rótary byggir
á ríflega 100 ára gamalli hugsjón
eins manns, Paul Harris, sem vildi
safna saman ólíkum starfstéttum til
að deila reynslu sinni hverri fyrir
annarri um leið og þær tækju þátt
í samfélagsverkefnum með það að
markmiði að bæta umhverfið og
heiminn allan. Fyrir tilstuðlan þessa
félagsskapar hefur lömunarveiki
verið nær útrýmt í heiminum.
Auðkenni (logo) rotarý síðan 1924
er hjólið, með 24 tönnum og 6
pílárum, tákn hreyfingar framávið.
Í miðju hjólsins er skráargat, tákn
velvilja og þjónustu við samfélagið.
Það kann að þykja tilviljunarkennt
að 4 dögum eftir að kirkjuklukkan
fór aftur að ganga lýsti Gylfi Zoega
hagfræðingur því yfir í fjölmiðlum
að hrunið væri á enda og hjólin
aftur farin að snúast. Litlu vísarnir
þrír sem til samans höfðu stöðvast
á 666, tákni antikristusar fóru nú
að þokast af stað aftur. Ekki löngu
síðar var hafist handa við bygg-
inu öldrunardeildar á Nesvöllum,
bæjarstjóri taldi víst að álverið í
Helguvík tæki fljótlega til starfa,
árangur nemenda í grunnskólum
á samræmdum prófum er til fyrir-
myndar og nú er verið að reisa risa
fiskeldisstöð úti í Höfnum. Kirkjan
sem hýsir umræddar klukkur
klæðist nú nýju slöri, endurskapað
eftir upprunalegu útliti hennar.
Einnig það er merki þess að
samfélagið hreyfist nú aftur í
takt við úrverkið umtalaða.
Kannski þurfti aðeins að koma
kirkjuklukkunni af stað aftur.
Konráð Lúðvíksson
Nú þegar við sjáum til
lands eftir endurreisn
efnahags og samfélags frá
stórkostlegu efnahags-
hruni þurfum við að varða
leiðina að stöðugum hag-
vexti til framtíðar. Þar er
þrennt sem skiptir mestu.
Menntun og hagvöxtur
Til stuðnings öflugu
atvinnulífi þarf öfluga skóla. Því
þarf að styrkja menntastofnanir til
góðra verka sem skila sér ríkurlega
til samfélagsins til langs tíma. Á
Suðurnesjum er kjölfestan Fjöl-
brautaskóli Suðurnesja þar sem um
1.100 Suðurnesjamenn stunda nám.
Keilir á Ásbrú, Fisktækniskólinn í
Grindavík, MSS í Reykjanesbæ og
Þekkingarsetrið í Sandgerði eru allt
stofnanir sem styrkja samfélagið og
það gera tónlistarskólarnir einnig.
Nýsköpun og sprotar
Nýsköpun er annar mikilvægur
þáttur og mun skipta miklu máli
fyrir atvinnulífið á næstu árum. Nú
þegar eru styrkir veittir til nýsköp-
unarfyrirtækja vegna rannsóknar
og þróunar og rannsóknar- og
tæknisjóðir verða efldir á árinu
2013 með veiðigjaldinu. Sem fjár-
mála- og efnahagsráðherra setti ég
af stað vinnu í ráðuneytinu við að
undirbúa frumvarp um skattaafslátt
til þeirra sem fjárfesta vilja í nýsköp-
unarfyrirtækjum. Þegar allt þetta
vinnur saman ásamt hugmyndaauðgi
og krafti heimamanna þá munu
nýsköpunarfyrirtækin blómstra
og veita fjölbreytt atvinnutækifæri.
Mörg þeirra munu skapa verðmæt
störf og verðmætar vörur ef þau
fá viðeigandi stuðning.
Útflutningur og arður
Í þriðja lagi þurfum við
að huga vel að þeim
greinum sem við byggjum
útflutning okkar helst
á. Þær eru undirstaða
hagvaxtar. Vinna þarf
markvisst að því að út-
flutningsgreinarnar skili
auknu fé til samfélagsins. Allt eru
þetta atvinnugreinar sem lifa á
íslenskri náttúru og auðlindum
hennar. Ferðamannaiðnaðurinn,
orkufyrirtækin í gegnum stóriðjuna,
útgerðin og fiskvinnslan. Í þjóðar-
atkvæðagreiðslunni um nýja
stjórnarskrá komu fram skýr skila-
boð um auðlindir í þjóðareign. Það
gerir um leið þá kröfu að þjóðin
njóti arðseminnar sem auðlindirnar
skapa og að ekki verði gengið á
þær með ósjálfbærum hætti.
Suðurnesin og tækifærin
Suðurnesin hafa allt til að bera
sem vænlegur búsetukostur. Hér
eru greiðfærir vegir og samgöngur
góðar, ágætar hafnir og alþjóðaflug-
völlur. Náttúrufegurð og jarðvangur
innan seilingar. Góðir skólar og
íþróttastarf. Styrkleikar svæðisins
eru ótvíræðir. Við þurfum að laða
að fyrirtæki sem veita fjölbreytt
og verðmæt störf. Umhverfið og
innviðirnir eru til staðar. Góð sam-
vinna sveitarfélaganna á Suður-
nesjum mun greiða fyrir því að
hagvöxtur svæðisins aukist. Góð
samvinna ríkis og sveitarfélaga
mun einnig vinna að því marki.
Oddný Harðardóttir.
Mannlífið á Suðurnesjum
er fjölbreytt og litríkt. Þar
býr kraftmikið og skapandi
fólk sem hefur mismunandi
skoðanir á hinum ýmsu
málum. Þegar Suður-
nesjamenn ræða málin
kemur þó fljótlega í ljós að á
flestum þeirra er það tvennt
sem brennur hvað heitast.
Annars vegar eru það atvinnumálin
og hins vegar skuldastaða heimil-
anna. Þetta þarf það fólk að skilja
sem tekur það vandasama hlutverk
að sér að vera fulltrúar Suðurnesja-
manna á Alþingi. Þetta eru málin
sem verða á dagskrá stjórnmálanna
næstu árin. Heilbrigt og öflugt
atvinnulíf er undirstaða alls annars
í samfélaginu. Jöfnuður og velferð
byggja á því að fólk hafi vinnu.
Undanfarin 10 ár hef ég starfað á
vettvangi sveitarstjórnarmálanna
á Suðurnesjum sem bæjarfulltrúi í
Sandgerði og síðasta árið sem for-
maður Sambands sveitarfélaga á
Suðurnesjum. Það er m.a. vegna
þeirrar reynslu og þekkingar sem
ég hef aflað mér á þessum
tíma sem ég treysti mér
til að gefa kost á mér í
2.-3. sæti í flokksvali Sam-
fylkingarinnar í Suður-
kjördæmi sem fer fram
16.-17. nóvember. Ég þekki
hvað það er sem brennur
á Suðurnesjamönnum og
treysti mér til að vera mál-
svari þeirra sem og annarra íbúa
kjördæmisins á Alþingi Íslendinga.
Þeir íbúar Suðurkjördæmis 16
ára og eldri sem eru meðlimir í
Samfylkingunni eða skrifa undir
stuðningsyfirlýsingu inni á heimsíðu
flokksins fyrir miðnætti í kvöld geta
tekið þátt í að velja efstu menn á
lista fyrir þingkosningar í vor. Nú
gefst í raun tækifæri til að hafa áhrif
á það hvaða einstaklingar það eru
sem veljast til ábyrgðarstarfa fyrir
þjóðina. Ég er reiðubúinn til starfa.
Ólafur Þór Ólafsson
frambjóðandi í 2.-3. sæti í
forvali Samfylkingarinnar
í Suðurkjördæmi
n Oddný harðardóttir skrifar:
Hagvöxtur til framtíðar
n Magnús JóhannessOn skrifar:
Falið atvinnuleysi
n ólafur Þór ólafssOn skrifar:
Suðurnesjamenn
geta haft áhrif
n kOnráð lúðvíkssOn skrifar:
Um rotarý, kirkjuklukkuna og hjólið
vf@vf.isbréf til blaðsins