Víkurfréttir


Víkurfréttir - 08.11.2012, Blaðsíða 12

Víkurfréttir - 08.11.2012, Blaðsíða 12
fimmtudagurinn 8. nóvember 2012 • VÍKURFRÉTTIR12 viðtalið „Við erum að kynna fólki fyrir Suðaustur-Asíu en leggjum mesta áherslu á að kynna Taíland eins og er. Þetta er ferðamannaþáttur sem sýndur er á netinu og hentar fyrir fólk á ferðinni. Við kynnum spennandi ferðamannastaði, veit- ingahús, lúxushótel og fleira í þeim dúr. Þetta er mjög spennandi og við erum að hefja tökur á annarri þáttaröð,“ segir Angie. Þættirnir fyrir iTravel eru teknir upp um helgar og er hlutastarf hjá Angie. Hennar daglega starf er fyrir Europcar og starfar hún sem að- stoðarmarkaðsstjóri fyrirtækisins í Bangkok. „Það er mikið að gera og ég er stanslaust að hoppa á milli skrifstofuvinnunnar og að stjórna ferðaþættinum,“ bætir Angie við. Boðið að leika í auglýsingum Tökur á annarri þáttaröð hófust fyrir skömmu og var fyrsta takan á þyrlupalli Hilton hótelsins í Bangkok. Í annarri þáttaröð verður ferðast meira um Taíland og einnig Suðaustur-Asíu. Frammistaða Angie í þáttunum hefur vakið athygli og hafa henni verið boðin nokkur áhugaverð störf í kjölfarið „Mér hefur verið boðið að stjórna öðrum þáttum og leika í auglýs- ingum en ég hef afþakkað það því ég kýs að vinna frekar með iTravel og klára aðra þáttaröð áður en ég sný mér að öðrum verkefnum. Ég hef þá reglu að nota ekki orðið ‚aldrei‘ þannig að ef mér verða boðin störf eftir að tökum lýkur þá er aldrei að vita hvað gerist.“ Í starfi sínu fyrir iTravel hefur Angie ferðast víða um Taíland. „Ég hef fengið að ferðast á marga afar merkilega staði. Svo hef ég fengið að taka viðtöl við marga fræga Taílendinga, s.s. sjónvarpsstjörnur, tónlistarmenn, ungfrú Taíland og ungfrú Heim. Þetta hefur verið ótrúlega skemmtilegur tími.“ Nýtur lífsins í Bangkok Angie flutti til Bangkok fyrir nokkrum árum og nýtur þess að búa í höfuðborg Taílands. „Það er allt öðruvísi að búa hér í Bangkok en heima á Íslandi. Ég fæddist hér en fluttist til Íslands þegar ég var fimm ára með taílenskri móður og íslenskum föður. Ég vissi því lítið um Taíland. Ég var komin með mikla ferðaþrá eftir að hafa búið í Hondúras sem skiptinemi og ákvað að flytja til Taílands þegar ég var 19 ára. Ég kunni voða lítið í taílensku því ég tala mest íslensku við mömmu. Þegar ég kom hingað út þá kunni ég hvorki að lesa né skrifa. Ég fékk vinnu sem fararstjóri fyrir Óríental í Taílandi og það hjálpaði mér mikið. Þetta hefur samt gengið mjög vel og það er gott að búa í Bangkok. Hér er allt opið allan sólarhringinn og mikið um að vera. Bangkok er borg sem aldrei draumavinna „Þetta er algjör draumavinna. Ég fæ að kynna móðurlandið mitt fyrir fólki úti um allan heim,“ segir Vogamærin Anchelee Baldursdóttir. Hún hefur undanfarna mánuði verið þáttastjórnandi í ferða- og kynn- ingarþætti um Asíu á netsjónvarpsstöðinni iTravel. Hún býr í Bangkok í Taílandi og fékk starfið eftir að hafa stýrt góðgerðarsamkomu í Taílandi til styrktar brjóstakrabbameini. Anchelee, eða Angie eins og hún er jafnan kölluð, bjó um nokkurra ára skeið í Vogunum fyrir nokkrum árum og stundaði nám við Fjölbrautaskóla Suðurnesja. vogamær stjórnar sjónvarpsþætti í taílandi sefur,“ segir Angie sem sér ekki fyrir sér að koma til Íslands á næst- unni. Hún getur þó vel hugsað sér að koma heim í framtíðinni. „Ísland verður alltaf mitt heima- land fyrir mér. Hér ólst ég upp, foreldrarnir og öll fjölskyldan mín eru á Íslandi. Ég kíki oft í heimsókn til Íslands en það er ekki á döfinni að flytja aftur heim á næstunni. Ég hef ekki notað ís- lenskuna í nokkur ár og hún er því orðin pínulítið ryðguð. Það væri spennandi að starfa í sjónvarps- bransanum heima á Íslandi og fá að stjórna þætti á íslensku ef mér yrði boðið það.“ Finna má þætti iTravel á www.youtube.com. n væri spennandi að starfa í sjónvarpsbransanum heima á Íslandi VIðTAl Jón Júlíus Karlsson • MyNdIR úr einKasafni angie Mér hefur verið boðið að stjórna öðrum þáttum og leika í auglýsingum en ég hef afþakkað það því ég kýs að vinna frekar með itravel og klára aðra þáttaröð áður en ég sný mér að öðrum verkefnum. Lífið!

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.