Víkurfréttir - 08.11.2012, Blaðsíða 20
fimmtudagurinn 8. nóvember 2012 • VÍKURFRÉTTIR20
Grindavíkurbær, UMFG og Kvenfélag Grindavíkur hafa
selt félagið Víkurbraut ehf. 58 til
AFG ehf. Eina eign félagsins er
félagsheimilið Festi, en Grinda-
víkurbær átti 80% hluta í félaginu.
Húsnæðið verður gert upp á næsta
ári og þar verður svo opnað 35
herbergja gistihús árið 2014. Festi
er sögufrægt hús sem lengi vel var
helsti samkomustaður Grindvík-
inga en hefur staðið autt undan-
farin ár.
VÍKURFRÉTTIR
Í SÍMANN
m.vf.is
2 Fimmtudagurinn 14. apríl 2011VÍKURFRÉTTIR
Þjónustumiðstöðin
Nesvöllum
Vikan 8. - 14. nóv. nk.
• Bingó • Gler-, keramik- og
leirnámskeið • Handavinna
• Leikfimi - dans- boltaleikfimi.
• Línudans • Félagsvist • Tölvuklúbbur
• Bridge • Hádegismatur •
Síðdegiskaffi • Bókaútlán
Föstudaginn 9. nóvember nk.
Léttur föstudagur kl. 14:00
Anna og Valdi skemmta
Allir velkomnir
Nánari upplýsingar í
síma 420 3400 eða á
www.nesvellir.is/
SMÁAUGLÝSINGAR – 421 0000
NÚ GETUR ÞÚ SENT VÍKURFRÉTTUM SMÁAUGLÝSINGAR Á VEFNUM VF.IS
TIL LEIGU
Íbúð til leigu.
Til leigu 2 herbergja íbúð
í Njarðvík leiga 80 þús. Hiti og
rafmagn innifalið í leigu, húsgögn
geta fylgt. Uppl.í síma 691 8269
ÖKUKENNSLA
Ökukennsla til almennra ökuréttinda
og akstursmat. Aðstoða við
enduröflun ökuréttinda.
Karl Einar Óskarsson löggiltur
ökukennari. S: 847 2514 / 423
7873. Allar upplýsingar á
www.arney.is
ÞJÓNUSTA
www.hvgs.is - Vefsíðugerð
AFMÆLI
Vilberg 50 ára
7. nóvember varð Vilberg Jóhann
Þorvaldsson 50 ára.
Við óskum þér til hamingju með
áfangann.
Kveðja fjölskyldan
Forvarnir með næringu
STAPAFELL
Hafnargötu 50, Keflavík
NÝTT
Opið alla daga
fram á kvöld
FRÉTTIR
ÁSBRÚ
„Ég keypti þetta fyrst og fremst í
þeim tilgangi að breyta Festi í flott
gistihús. Hugsanlega gætu orðið
þarna einhver þjónustufyrirtæki í
framtíðinni. Ég er opinn fyrir sam-
starfi við heimamenn í þeim efnum
en fyrst og fremst er þetta gisti-
hús með góðum tveggja manna
herbergjum með baði. Einnig er
boðið upp á morgunverð. Augljóst
er að ferðamannastraumur um
Reykjanesið á eftir að stóraukast í
framtíðinni en með tilkomu Suður-
strandarvegar er húsið mjög vel
staðsett. Þetta er því kjörið við-
skiptatækifæri. Þá líst mér vel á
uppbyggingu ferðaþjónustunnar
í bænum," segir Ágúst Gíslason
eigandi AFG ehf. en hann rekur
einnig gistihús og hótel á Ísafirði og
á Höfn í Hornafirði.
Bæjarstjórinn í Grindavík tekur í
sama streng.
„Festi hefur staðið autt í rúm fjögur
ár, eða síðan Félagsmiðstöðin
Þruman var flutt í Kvennó. Það er
því mjög ánægjulegt að þetta sögu-
fræga hús í miðbæ Grindavíkur
skuli vera að fá nýtt hlutverk við
að efla ferðaþjónustu í bænum og
skapa störf. Ferðaþjónusta hefur
verið ört vaxandi í Grindavík og
er ég sannfærður um að það er
góður markaður fyrir aukið gisti-
rými. Sívaxandi fjöldi gesta á tjald-
stæðinu ber þess glöggt merki.
Nú er unnið að lokahönnun við
breytingar á íþróttamannvirkjum
Grindavíkur, en þar er gert ráð
fyrir félagsaðstöðu fyrir UMFG og
Kvenfélag Grindavíkur og að hægt
verði að halda fundi, menningar-
viðburði og skemmtanir," segir
Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri í
Grindavík.
Festi breytt í 35 herbergja gistihús
7.000 plöntur gróðursettar á Ásbrú
Þróunarfélag Keflavíkur-flugvallar, Reykjanesbær
og Skógræktarfélag Suðurnesja
hafa skrifað undir samkomulag
varðandi skógrækt á Ásbrú og
víðar innan Reykjanesbæjar.
Fyrstu skref í þessu samstarfi voru
stigin á undanförnum mánuðum
með skógræktarátaki á Ásbrú.
Plöntun fór að mestu leyti fram
fyrir ofan hringtorg við Grænás-
braut. Næst hringtorginu voru
gróðursettar stórar plöntur en
þeim var fundinn staður í lúp-
ínubreiðum þar sem þær njóta
skjóls og næringar frá lúpínunum.
Þessi gróðursetning á eftir að setja
skemmtilegan svip á innkomu
Ásbrúar í framtíðinni.
Ein algengasta vindáttin á Ásbrú
er norðaustanátt. Með þetta í huga
var ákveðið að gróðursetja rúm-
lega 7.000 bakkaplöntur norð-
austan megin við Ásendahverfið
á Ásbrú. Mest var gróðursett af
birki, sitkagreni og reynivið en
einnig sitkaelri og gráelri. Þá voru
einnig gróðursettar um 80 plöntur
af nýrri íslenskri lerkitegund
sem kallast Hrymur sem verður
spennandi að fylgjast með. Vonast
er til að þessi gróðursetning fari
að mynda skjól fyrir byggðina á
Ásbrú á næstu 5 til 10 árum.
Þróunarfélagið og Skógræktarfé-
lagið hafa einnig staðið að gróður-
setningu aspa og skrautreynis á
Ásbrú. Meðal annars var gróður-
sett við innkomuna við Grænás-
torg, Andrew Theater, golfvöllinn
og Sporthúsið. Alls voru gróður-
sett 36 tré sem voru allt að 200
cm á hæð.
Aðilar samningsins eru bjartsýnir
á að skógrækt í Reykjanesbæ
muni aukast til muna á komandi
árum með tilheyrandi jákvæðum
áhrifum á umhverfið og samfé-
lagið í heild sinni.
Sigurjón Þórðarson, formaður Skógræktarfélags Suðurnesja, Kjartan
Þór Eiríksson, framkvæmdastjóri Kadeco og Guðlaugur Sigurjónsson
frá Reykjanesbæ.
Stærstu trén þurfa stuðning fyrir veturinn.
Hér verður kominn mannhæðar
hár skógur eftir 10 ár.
Þau láta ekki mikið yfir sér sum trén.
Í nýlegri könnun sem Verðlagseftirlit ASÍ
gerði á æfingagjöldum
í fimleikum hjá 15
félögum kemur í ljós
að í ákveðnum aldurs-
flokkum er næst lægsta
gjaldið hjá Fimleika-
deild Keflavíkur.
Í flokki barna undir átta ára sem
æfa um 2 klukkustundir á viku
er gjaldið hæst hjá Gerplu um 40
þúsund krónur en næst lægst hjá
Keflavík rúmar 19 þúsund krónur.
Hjá börnum 8-10 ára er gjaldið
hæst hjá Gerplu rúmar 54 þúsund
krónur en fimmta lægst hjá Kefla-
vík um 31 þúsund krónur.
Tekinn var saman kostnaður frá
hausti og fram að jólum eða í 4
mánuði. Ekki var tekið tillit til
þess hvaða tegund fim-
leika sé verið að æfa. Öll
félögin eiga það sam-
eiginlegt að setja saman
gjaldskrá eftir f jölda
klukkustunda sem æft er
í viku hverri.
Það ber að athuga að
hér er aðeins um verð-
samanburð að ræða og sú þjón-
usta eða dagskrá sem í boði er
á námskeiðum íþróttafélaganna
er ekki metin. Verðlagseftirlitið
tekur heldur ekki tillit til safnana
sem íþróttafélögin standa fyrir
og eða styrkja frá sveitarfélögum,
hvorki æfingagallar né keppnis-
gjöld eru með í gjaldinu sem
borið er saman.
Ragnar Örn Pétursson
Íþróttafulltrúi Reykjanesbæjar.
Næst lægsta gjaldið hjá
Fimleikadeild Keflavíkur