Víkurfréttir


Víkurfréttir - 08.11.2012, Qupperneq 21

Víkurfréttir - 08.11.2012, Qupperneq 21
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 8. nóvember 2012 21 V ið erum búin að vera að hittast í nokkurn tíma og líður vel saman. Förum í leikhús, á tónleika, horfum á bíómyndir og borðum góðan mat. Fórum á Bond í vikunni og út að borða. Mér leið vel og á leiðinni heim er ég eitt- hvað hugsi og segi áður en ég veit af: hugsaðu þér, núna erum við búin að vera saman í fjóra mánuði! Það fylgdi þögn í kjölfarið, óþægileg þögn. Ég hugsaði: ætli það hafi farið í taugarnar á honum að ég hafi sagt þetta. Honum finnst örugg- lega eins og ég sé að taka þessu of alvarlega. Kannski finnst honum þetta vera orðin of mikil skuld- binding. Hann hugsar: fjórir mánuðir, vá hvað tíminn líður. Ég hugsa: já ég er nú heldur ekk- ert svo viss um að ég vilji eitt- hvað alvarlegt samband. Ég væri alveg til í að halda frjálsræði mínu, þetta gerist allt svo hratt. Og hvað, höldum áfram svona og áður en við vitum af þá er hann fluttur inn með fermingarlampann sinn, tengdó í mat og mér finnst ég ekki einu sinni þekkja manninn almennilega. Hann: úff það þýðir að það er kominn nóvember og ég átti að láta skoða bílinn í september. Ég var búinn að heita sjálfum mér að ég mundi ekki borga vanrækslu- gjald framar. Ég: sé á honum að hann er pirraður, þekki þennan svip. En er ég mögulega að lesa vitlaust í þetta. Kannski vill hann meiri alvöru í þetta samband - meiri skuldbind- ingu og er hræddur við höfnun frá mér. Æ greyið. Hann blótar sjálfum sér í huganum: oh, og ég veit að það verður gerð athugasemd varðandi handbremsuna, verð að láta laga hana ef ég ætla að fá skoðun. Þarf líka að kaupa ný vetrardekk þannig að við erum að tala um tugir þúsunda í útgjöld vegna bílsins. Ég fæ samviskubit: æ, hann er reiður sem ég skil reyndar vel. Það er ekki þægilegt að vera hafnað - been there, done that! En hvað get ég gert, ég er bara ekki viss um að ég vilji endilega fara út í meiri skuldbind- ingu. Hann er yndislegur og allt það en verður maður ekki að vera alveg viss! Hann reiknar þetta saman í huganum: dekkin ein og sér gætu kostað um 80.000 kr. - oh þetta er brjálæði og svona rétt fyrir jólin. Ég: skil ekki sjálfa mig stundum - eftir hverju er ég að bíða, að prinsinn á hvíta hestinum komi. Hér sit ég við hliðina á þessum yndislega manni sem mér finnst svo gaman að vera í kringum og hann niðurbrotinn því ég er bara sjálfselsk kona með óraunhæfa rómantíska ævintýra- drauma. Hann mundi allt í einu eftir auglýsingu á FB ,,Dekk til sölu, hagstætt verð“. Tékka á þessu um leið og ég kem heim. Ég verð að segja eitthvað við hann: við verðum að tala saman! Hann hrekkur aðeins við: já er það, já ok. Ég horfi djúpt í augu hans: æ fyrirgefðu, kannski átti ég aldrei að segja þetta, oh ég er svo mikill bjáni stundum. Ég fór að gráta. Hann horfir á mig, eitt spurningarmerki: bíddu, bíddu, hvað er að? Ég rétt næ að stama út úr mér, inn á milli ekkasoganna: æ ég er bara svo mikið fífl eitthvað. Veit alveg að það er enginn prins og svo sannarlega enginn hestur. Hvað er eiginlega málið. Hann áfram eitt spurningarmerki: enginn hestur? Ég: finnst þér ég algjört fífl! Hann fljótur að svara: NEI alls ekki. Ég þurrka mér um augun: held ég þurfi bara smá tíma til að hugsa þetta allt - gerist eitthvað svo hratt. Hann er hugsi smá stund en segir svo: já já ég skil. Ég: æ takk, þú ert svo skilningsríkur! Hann: já bara takk sömuleiðis! Við kveðjumst. Ég er gjörsamlega búin á því andlega og hringi í þrjár vinkonur og við förum yfir þessa erfiðu stöðu. Hann fer heim, horfir á golf í sjónvarpinu og kíkir svo á dekk á netinu. Hann er með- vitaður um að það var eitthvað stórundar- legt að gerast þarna í bílnum. Hefur ekki hugmynd um hvað það var og sendir vini sínum sms fyrir svefninn: alls ekki fara með konuna á Skyfall, myndin hefur ein- hver stórundarleg áhrif á konur! Þangað til næst – gangi þér vel. Anna Lóa Fylgstu með mér www.facebook.com/Hamingjuhornid FRÉTTIR Sambandsspillirinn BOND! ANNA LÓA ÓLAFSDÓTTIR SKRIFAR HamIngjUHoRnIð Anna Lóa Hann fer heim, horfir á golf í sjónvarpinu og kíkir svo á dekk á netinu. Reykjanesbær og Brynja, sem er hússjóður Öryrkjabanda- lags Íslands, gengu nýverið frá samningi um byggingu sex íbúða húss fyrir fatlaða að Suðurgötu 19 í Reykjanesbæ. Bygging hússins er hafin og gert er ráð fyrir að íbúar flytji í nýjar íbúðir næsta sumar. Öryrkjabandalagið byggir húsið en Reykjanesbær skuldbindur sig til að útvega leigjendur að íbúð- unum. Hjördís Árnadóttir, félags- málastjóri Reykjanesbæjar, segir það lítið mál og þörf sé fyrir fleiri íbúðir fyrir fatlaða og öryrkja í Reykjanesbæ. Þegar málefni fatlaðs fólks fóru frá ríkinu til sveitarfélaga voru gerðar miklar breytingar á lagaumhverfi og reglugerðum sem í raun kalla á að sveitarfélögin vinni miklu betur að málaflokknum en ríkið gerði, m.a. í búsetumálum fatlaðs fólks. Það þykir orðið barn síns tíma að búa á herbergi í sambýlum eins og tíðkast mjög víða en á sínum tíma þótti það mikil framför í stað þess að búa á stofnunum. Víkurfréttir ræddu við Hjördísi Árnadóttur um búsetumál fatlaðra einstaklinga í Reykjanesbæ. Það er mjög skýrt í lögum að fatlaðir séu í búsetu við sitt hæfi og þurfi ekki að deila öllu með öðrum og það á einnig við fólk sem fær sólar- hrings þjónustu. Í Reykjanesbæ eru þrjú búsetuúrræði. Eitt af þeim er alveg í takti við nútímann, en það eru ný raðhús í Seljudal í Dalshverfi í Innri Njarðvík. Þar er boðið upp á sólarhringsþjónustu. Hin tvö úrræðin í Reykjanesbæ eru herbergjasambýli í Móahverfinu í Njarðvík. Að sögn Hjördísar er annað þeirra mjög ásættanlegt, en það hús er byggt utanum þarfir þeirra einstaklinga sem þar búa og þurfa sérhæfða þjónustu. Þriðja úr- ræðið er íbúðarhús þar sem skjól- stæðingar hafa sín herbergi en deila svo sameiginlega eldhúsi, snyrt- ingu og stofu. Ríkið á þá eign en við flutning málefna fatlaðra til sveitar- félaga var ákveðið að Reykjanesbær myndi leigja húsið til ákveðins tíma eða þar til ný búsetuúrræði yrðu til fyrir þá íbúa. Það úrræði er sex íbúða hús við Suðurgötu 19. Reykjanesbær ákvað að fara ein- földustu leiðina og setti sig í sam- band við Öryrkjabandalag Íslands og fékk það til samstarfs um bygg- ingu. Öryrkjabandalagið notar það fé sem það fær úr Lottóinu til að byggja húsnæði fyrir öryrkja í gegnum Brynju, hússjóð félags- ins. Að sögn Hjördísar var félagið mjög jákvætt fyrir því að byggja í Reykjanesbæ. „Reykjanesbær sóttist eftir því að byggð yrðu tvö átta íbúða hús, enda væri þörf fyrir það í sveitarfélaginu. Öryrkjabandalagið var hins vegar tilbúið til að byggja eitt hús og að það yrði með sex íbúðum. Það gerir bandalagið vegna reynslu sinnar af byggingu svona húsa. Ekki sé ráðlegt að byggja of stórar einingar með einsleitum hópi íbúa,“ sagði Hjördís. Lögð var á það áhersla að íbúðirnar væru miðsvæðis þannig að stutt væri í alla þjónustu fyrir íbúa húss- ins og að hún væri í göngufæri. Það varð því úr að nú hefur verið hafist handa við byggingu hússins á lóð Suðurgötu 19. Þaðan er t.a.m. stutt yfir á Heilbrigðisstofnun Suður- nesja og í aðra þjónustu sem félags- þjónusta Reykjanesbæjar er með á Suðurgötu 14 og 15-17. Stefnt er að því að nýja húsið verið tilbúið sumarið 2013 og þá flytji þangað íbúar sem nú eru á sambýli í Móahverfinu í Njarðvík. Eins og staðan er í dag þá eru fimm íbúðir hugsaðar fyrir fatlaða en sjötta íbúðin er hugsuð sem starfsmanna- íbúð. Vegna þess hversu miðsvæðis húsið er, þá er nú verið að skoða þann möguleika að sjötta íbúðin verði einnig fyrir fatlaða og starfs- maður búi þá í næsta nágrenni, þannig þó að það þjóni sama til- gangi og tryggi þjónustuna við íbúana ekkert síður. Nýja húsið verður á tveimur hæðum og verða þrjár íbúðir á hvorri hæð. Þá verður lyfta í húsinu til að tryggja gott að- gengi fyrir hreyfihamlaða. Upphaf- lega stóð til að húsið yrði án lyftu og búsetu þannig háttað að á efri hæð væru íbúar sem þyrftu ekki lyftuna. Öryrkjabandalagið ákvað hins vegar að leggja húsinu til lyft- una og kostnaður vegna hennar verður ekki íþyngjandi fyrir verð- andi leigjendur í húsinu. Hjördís segir að stærsti hópurinn sem bíði eftir búsetuúrræðum séu einstaklingar en einnig eru pör í hópnum. Íbúðirnar sem nú eru í byggingu á Suðurgötunni henta mjög vel þeim hópi. Húsið er byggt samkvæmt forskrift frá Reykjanesbæ en Öryrkjabanda- lagið fékk upplýsingar frá bæjar- félaginu um það hvað íbúðirnar mættu kosta að hámarki þannig að verðandi íbúar ráði við leiguna þar, því það fólk sem þangað flytur inn hefur enga möguleika á að auka við tekjur sínar. Íbúarnir munu leigja af Öryrkjabandalaginu og fá sínar húsaleigubætur frá Reykjanesbæ. Í samtali við Víkurfréttir sagðist Hjördís glöð yfir því að þessar íbúðir séu að verða að veruleika og vonast jafnframt til að fljót- lega verði hægt að bæta við fleiri íbúðum fyrir þennan hóp fólks. Þörfin sé svo sannarlega til staðar í bæjarfélaginu. Byggja sex íbúðir fyrir fatlaða í Reykjanesbæ Frá framkvæmdum við Suður- götu 19 í Reykjanesbæ. Þar hefur vinna við byggingu sex íbúða fyrir fatlaða og öryrkja verið hafin. VF-mynd: Hilmar Bragi n Öryrkjabandalagið byggir fyrir Lottó-peninga n Þörf fyrir fleiri íbúðir fyrir fatlaða og öryrkja Menntastoðir vorönn 2013 - opið fyrir umsóknir Nú hefur verið opnað fyrir um-sóknir í Menntastoðir vor- önn 2013. Námið er hugsað sem undirbúningur til áframhaldandi náms og miðar við háskólabrú Keilis og frumgreinadeildir við Bifröst, Háskólann á Akureyri og H.R. Einnig má nýta einingar úr Menntastoðum inn í nám í fram- haldsskóla. Helstu námsgreinar eru íslenska, stærðfræði, enska, danska, náms- tækni, sjálfstyrking, tölvu- og upp- lýsingatækni og bókfærsla. Boðið er upp á þrjár leiðir í janúar 2013: Staðnám 1: 55 einingum lokið á 6 mánuðum. Kennt er fimm daga vikunnar frá kl. 08:30 til 15:10. Staðnám 2: 12 mánuðir/tvær annir: Kennd eru 4 fög (26 einingar) á fyrri önn og 3 fög (29 einingar) á seinni önn. skv. stundaskrá staðnámshóps. Fjarnám: 10 mánaða langt nám sem byggir á einni helgarstaðlotu í mánuði. Hægt er að sækja um í gegnum netið á www.mss.is eða í síma 412 5952/421 7500. Frekari upplýsinga veitir Særún Rósa Ástþórsdóttir í síma 412 5952 eða í gegnum net- fangið saerunrosa@mss.is.

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.