Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.11.2012, Síða 4

Víkurfréttir - 15.11.2012, Síða 4
fimmtudagurinn 15. nóvember 2012 • VÍKURFRÉTTIR4 PÁLL KETILSSONvf.is Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 Krossmóa 4, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is Eyþór Sæmundsson, eythor@vf.is Jón Júlíus Karlsson, jjk@vf.is, GSM 849 0154 Sigfús Aðalsteinsson, sími 421 0001, fusi@vf.is Víkurfréttir ehf. Þórgunnur Sigurjónsdóttir, sími 421 0006, thorgunnur@vf.is Þorsteinn Kristinsson, steini@vf.is, sími 421 0006 Rut Ragnarsdóttir, sími 421 0000, rut@vf.is og Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is Landsprent 9000 eintök. Íslandspóstur www.vf.is, m.vf.is og kylfingur.is Útgefandi: afgreiðsla og ritstjórn: ritstjóri og ábm.: fréttastjóri: blaðamenn: auglýsingadeild: umbrot og hönnun: auglýsingagerð: afgreiðsla: Prentvinnsla: uPPlag: dreifing: dagleg stafræn Útgáfa: RITSTJÓRN RITSTJÓRNARBRÉF Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið fusi@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga fer fram á vef Víkur-frétta, vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðjudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá færist skilafrestur auglýsinga fram um einn sólarhring. Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkur-frétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prent- aðri útgáfu blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta. Verðum að mæta til að hafa áhrif Pólitíkin er komin á fullt með tilheyrandi fjöri í prófkjörum og uppstillingum hjá pólitísku flokkunum. Kosningar í vor og framundan viðburðaríkur vetur. Kosningaþátttaka í próf- kjörum var ekki mikil á höfuð- borgarsvæðinu um síðustu helgi og svo virðist sem virðing almennings á Alþingi komi fram í þátttökunni. Það er eitt af verkefnum pólitískra fulltrúa að vinna virðingu Alþingis og stjórn- málanna almennt aftur. Nokkuð er um ný nöfn í öllum flokkum en þó eru margir af efstu fulltrúum flestra lista frá síðustu kosningum í kjöri nú. Í síðustu kosningum varð mikil endurnýjun og þótti við hæfi eftir efnahagshrun. Því miður hefur þeim nýja hópi ekki tekist að vinna traust almennings á þessu kjörtímabili og því verður fróðlegt að sjá hvað gerist nú. Margir forystumenn/konur náðu endurkjöri um síðustu helgi og í stærstu flokkunum í Suðurkjördæmi eru for- ystusauðirnir áfram að bjóða starfskrafta sína. Hjá Sam- fylkingunni mun t.d., að flestra mati, baráttan standa á milli fyrrverandi bankamálaráðherra frá Suðurlandi og næstsíðasta fjármálaráðherra, þess fyrsta sem Suðurnesjamenn hafa eignast. Í prófkjörinu um helgina eru þrír Suðurnesjamenn af ellefu fram- bjóðendum. Það er vonandi að þeim gangi vel því þrátt fyrir allt þá vilja heimamenn á hverjum stað fyrir sig að þeirra fólk standi vaktina á hinu stóra Aþingi fyrir svæðið. Í nýlegri könnun kemur fram að Sjálfstæðisflokkurinn fær glimrandi kosningu, nærri helming atkvæða eða 44%. Samfylking fær 17%, Framsókn 14% og Vinstri græn tæp 9%. Það má því lesa úr þessari niðurstöðu að íbúar kjördæmisins eru langt frá því að vera ánægðir með störf núverandi ríkisstjórnar. Það skýrist kannski vel í slæmri stöðu á Suðurnesjum sem er stærsta svæðið í Suðurkjördæmi. Lítið hefur þokast í atvinnumálum og ríkisstjórnin hefur ekki gert mikið til þess að liðka fyrir málum. Umdeildar skattahækkanir á mörgum sviðum hjálpa ekki til. Hvað sem öllu líður verðum við kjósendur að mæta í prófkjörin til að hafa áhrif og velja það fólk sem við treystum best til að stýra okkar málum á Alþingi. Hvað á svo að læra? 100 KR. ÚTSALA Á NOTUÐUM FATNAÐI 19. - 30. nóv. verður útsala hjá Hertex nytjamarkaði, Hafnargötu 50, Keflavík Mikið af góðum fatnaði selst á 100 kr. stykkið! Ekki missa af þessu. Takk fyrir allan stuðninginn, Hjálpræðisherinn Háskólabrú Keilis veitir ný tækifæri til náms „Ég varð mamma mjög ung og gat ekki sótt menntaskóla eins og jafn- aldrar mínir. Ég tók nokkur fög í kvöldskóla en þurfti oft að láta skól- ann víkja þar sem ég var í krefjandi vinnu og með börn á framfæri. Þegar kreppan skall á missti ég vinnuna og ákvað að líta á það sem nýtt upphaf. Núna er ég á öðru ári í þjóðfræði við Háskóla Íslands. Það er alltaf erfitt að hefja nám eftir langt hlé, en undirbúningurinn sem ég fékk í Keili auðveldaði mér mjög að takast á við háskólanámið. Í raun var námið stöðug brú inn í háskólann og ég var tilbúin að takast á við verkefnin sem þar tóku á móti mér.“ Snjólaug, nemandi á öðru ári í þjóðfræði við Háskóla Íslands Frá stofnun Keilis árið 2007 hefur Háskólabrú verið ein megin stoðin í námsframboði skólans. Ekki ein- ungis með því að vera fjölmenn- asta námið sem Keilir býður upp á, heldur einnig og ekki síður vegna þeirra áhrifa sem námið hefur haft á líf þeirra sem það hefur stundað. Auðvitað hefur flest allt nám áhrif á þá einstaklinga sem það stunda. En Háskólabrú Keilis er einstakt nám að því leyti að þar fer saman samstillt átak bæði kennara og nemenda í að leiða nemendur sem hafa misst trú á bæði skólakerfið og sjálft sig aftur í nám. Í mörgum tilfellum er um að ræða nemendur sem hafa flosnað upp úr framhalds- skólanámi eða fundu sig ekki í hefð- bundna skólakerfinu á sínum tíma. Nemendur sem eru að sækja nám aftur eftir langa fjarveru og koma með drifkraft, metnað og löngun til að takast á við nýjar áskoranir. Einstaklingar sem vilja breyta til og móta sína eigin framtíð. „Í dag er ég í námi í viðskiptafræði við Háskóla Íslands. Er reyndar kominn með þriðja barnið í hóp- inn og konan mín er á fyrsta ári í tölvunarfræði eftir að hafa lokið fjarnámi í háskólabrúnni hjá Keili. Við fengum því bæði tækifæri til að leiðrétta kæruleysið sem upp kom í okkar námsferli á framhaldsskólaár- unum og koma því í réttan farveg. Ég var vel undirbúinn fyrir námið mitt og er sérstaklega ánægður með þá áfanga sem voru ætlaðir við- skiptafræðilínunni hjá Keili.“ Leó Rúnar, nemandi á þriðja ári í viðskiptafræði við Háskóla Íslands Brottfall nemenda í íslenskum skólum er mikið og hefur lengi verið svartur blettur á skólakerf- inu. Það er mikil nauðsyn að draga úr brottfalli í skólum lands- ins og ekki síður að koma þeim aftur í nám sem náðu ekki að klára skólagöngu, en hafa bæði getu og áhuga á að sækja aftur nám. Mikil- vægur þáttur í gæðastarfi Keilis eru eftirfylgnikannanir brautskráðra nemenda. Rúmlega 700 manns hafa útskrifast úr Háskólabrú Keilis síðan skólinn hóf starfsemi og hefur um 85% þeirra haldið áfram í námi. Metnaður nemenda okkar til áframhaldandi náms er skýr og þannig leitast starfsfólk skólans við að mæta metnaði og kröfum nem- enda. Þetta er besta mælistikan sem við höfum um árangur okkar og ekki síður dugnað þeirra nemenda sem hafa sótt nám við skólann. „Þegar allt hrundi hér 2008 varð ég atvinnulaus og sá tækifæri til þess að fara í nám. Það hafði ég þráð í mörg ár og hélt að myndi aldrei verða að veruleika. Námið sem ég stundaði hjá Keili hefur nýst mér afar vel og hef ég góðan grunn fyrir námið sem ég er í. Ég valdi það nám vegna þess að mig langar til þess að geta hjálpað væntanlegum nem- endum mínum að öðlast það sjálfs- traust sem ég öðlaðist í mínu námi. Að hafa trú á því að maður geti lært er svo mikils virði og hvetur mann til þess að takast á við verkefni og ögra sjálfum sér“. Una Kristín, nemandi á öðru ári í kennarafræði við Háskólann á Akureyri Skólar verða aldrei betri en þeir nemendur sem þeir útskrifa og vitnisburður um gæði náms verður bara mælt í árangri þeirra einstak- linga sem það sækja. Við erum stolt af öllum þeim sem hafa sótt nám í Háskólabrú Keilis. Það þarf kjark og áræðni til að setjast á skólabekk eftir langa fjarveru, og það þarf dugnað og trú á sjálfan sig til að klára skólagöngu. Fyrst og fremst þarf vilja til að breyta til og takast á við nýjar áskoranir. Þegar þetta er til staðar er fólki allir vegir færir. Við erum þakklát fyrir að fá að vera með í að greiða götu þeirra og breyta lífi fólks. Háskólabrú hefur undanfarin ár markað sér sérstöðu í að veita einstaklingsmiðaða þjónustu og stuðning við nemendur. Kennslu- hættir miða við þarfir fullorðinna nemenda, miklar kröfur eru gerðar um sjálfstæði í vinnubrögðum og eru raunhæf verkefni lögð fyrir. Við veitum nemendum okkar pers- ónulega þjónustu og reynum að efla sjálfstraust þeirra og sjálfstæði. Bæði er hægt að stunda fjarnám og staðnám í Háskólabrú Keilis. Tekið er á móti umsóknum í fjar- nám í Háskólabrú sem hefst í janúar 2013. Umsóknarfrestur er til 10. desember næstkomandi. Ýrlagnir ehf. Pípulagningaþjónusta VANTAR ÞIG PÍPARA? Klettaröð 5 - 235 Reykjanesbær - yrlagnir@simnet.is - S. 551 1511, 858 3366 Lionessu konfektkransar Okkar árlega fjáröflun Lionessuklúbbs Keflavíkur er nú að fara af stað. Eins og undanfarin ár rennur allur ágóði til líknarmála. Síðastliðin 30 ár eða síðan Lionessur stofnuðu klúbbinn hafa margir Suðurnesjamenn, Velferðarsjóður og Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og ýmis góð og áhugaverð mál notið góðs af fjáröflun Lionessa. Í ár er sælgætið íslenskt frá Freyju. Á næstunni munu Lionessur bjóða kransana til sölu, og vonumst við til að fá jákvæð viðbrögð eins og undanfarin ár. Einnig er hægt að panta kransa hjá þeim Elínu s: 863-4246, Áslaugu s: 421-2722 og Eydísi s: 421-1558 Með fyrirfram þökk kæru Suðurnesjamenn.

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.