Bæjarins besta


Bæjarins besta - 08.02.2007, Side 5

Bæjarins besta - 08.02.2007, Side 5
FIMMTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2007 5 Atlantsolía hefur enn áhuga á að reisa bensínstöð á Ísafirði Atlantsolía hefur enn áhuga á að reisa bensínstöð á lóð þeirri er þeim var úthlutað á Skeiði fyrir rúmum tveimur árum, að sögn Alberts Más Magnússonar, framkvæmdastjóra Atlants- olíu. Mikið kapphlaup var á milli olíufélaganna Atlantsolíu og Orkunnar um leyfi til byggingar bensínsstöðvar á Skeiði sumarið 2004. Miklar deilur spruttu um fyrirhugaða úthlutun og höfðu forráðamenn Atlantsolíu m.a. uppi stór orð í garð bæjaryfirvalda á Ísafirði þegar stefnt var að útboði á lóðum undir bensínstöðvar. Sökuðu forráðamenn Atlantsolíu bæjar- yfirvöld um að reyna að koma í veg fyrir samkeppni á bens- ínmarkaði. Segir Albert þau vandamál sem komu upp hafa gert það að verkum að menn fóru að horfa annað. „Það tók lengri tíma en gert var ráð fyrir í fyrstu að fá úthlutað lóð, og þurftum við því að endurskoða útþensluáætlun fyrirtækisins.“ Atlantsolía sneri sér að uppbyggingu á Akureyri á undan Ísafirði og stendur til að opna stöðvar á Selfossi og Borgarnesi á næstunni, og svo jafnvel Ísafirði. Fyrirtækið hefur fest kaup á bíl til að dreifa eldsneyti um landið, og mun hann að sögn Alberts gera fyrirtækinu auðveldara að reka bensínstöðvar á landsbyggðinni. Margoft hefur staðið til að Atlantsolía réðist í framkvæmdir á Ísafirði á síðustu árum, en ekki hefur orðið af neinu enn. Albert fer varlega í að áætla nokkuð um hvenær standi til að byggja stöð í bænum, en segir að vonandi verði eitthvað gert á þessu ári. Orkan opnaði sjálfsafgreiðslustöð á Skeiði skömmu fyrir jól 2005. Þegar Atlantsolía sótti um lóð þá sem fyrirtækið fékk úthlutað á Skeiði á Ísafirði fyrir rúmum tveimur árum var erindið afgreitt frá bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar, en ekki frá umhverfis- nefnd, eins og venjan er. Þegar umhverfisnefnd afgreiðir lóðaúthlutanir er jafnan settur sá fyrirvari að framkvæmdir verði að hafa hafist innan árs, ella falli úthlutunin úr gildi. Við afgreiðslu bæjarstjórnar á þessari tilteknu úthlutun var hins vegar ekki kveðið á um að framkvæmdir hæfust innan ákveðins tíma, heldur einungis að skilað yrði inn teikningum og sótt um byggingarleyfi innan árs. Þetta gerði Atlantsolía og hefur því uppfyllt öll skilyrði úthlutunarinnar. Aðspurður um hvort að úthlutunin sé þá algerlega til óákveðinnar framtíðar, segir Jóhann Birkir Helgason, bæjartæknifræðingur, svo í raun vera og erfitt sé að draga í land með úthlutunina þar sem öll skilyrði hafi verið uppfyllt. „Þeir hafa verið beðnir um að skila lóðinni“, segir Jóhann. „En þeir hafa enn áhuga á að byggja þarna bensínstöð.“ Að sögn Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar, hafa aðrir aðilar lýst yfir áhuga á lóðinni, en ekki verður gefið upp hvaða aðilar það eru. Atlantsolía hefur lengi haft áform uppi um að reisa bensínstöð á Skeiði, og var haft eftir framkvæmdastjóra fyrirtækisins fyrr í dag að ástæðan fyrir því að það hefur dregist væri sú að af- greiðsla bæjarins hafi tekið of langan tíma á sínum tíma, og þegar lóðinni var loks úthlutað hafi fyrirtækið verið búið að snúa sér annað. – eirikur@bb.is Siglingaklúbburinn Sæfari hyggst selja allar eignir sínar í Suðurtanga á Ísafirði. Stær- stu eignir Sæfara þar eru þrjár íbúðir, tvö iðnaðarhúsnæði, einn bílskúr, sjóvarnargarður og dráttarbraut fyrir báta allt að 30 tonnum. Að sögn að- standenda félagsins er tilgang- ur sölunnar sá að losa um fjár- magn. „Það sem vakti fyrir Sæfara á sínum tíma var að koma upp aðstöðu fyrir starf- semi félagsins“, segir Örn Torfa- son, formaður Sæfara. „Hlutir hafa ekki gengið eins og við ætluðum, og nú er komin tími til að selja þetta.“ Segir Örn að framtíð Sæfara sé óráðin. Félagið hefur fengið tvö kauptilboð í dráttarbraut- ina, eitt frá Ísafirði og annað að norðan. „Svo væntum við fleiri tilboða frá mönnum hér fyrir vestan.“ Þá mun Byggða- safn Vestfjarða einnig hafa lýst yfir áhuga á að kaupa drátt- arbrautina. Hvort að starfsemi Sæfara heldur áfram í sömu mynd í framtíðinni ræðst af sölu eigna. Siglingaklúbburinn Sæfari hefur verið starfræktur í á ann- an áratug og innan hans starfa íþróttamenn á landsmæli- kvarða. 200 meðlimir eru í félaginu og 150 iðkendur. Sæ- fari hefur verið með öflugt unglingastarf yfir sumarmán- uðina og unnið í miklu sam- starfi við ferðaþjónustufyrir- tæki á landinu, og hafa menn komið víða að, bæði innan- lands og utan, til að sækja námskeið hjá klúbbnum. – eirikur@bb.is Sæfari hyggst selja eignir sínar Gott atvinnuástand þrátt fyrir gjaldþrot Ágústs og Flosa ehf. Fæstir eru á atvinnuleysis- skrá á Vestfjörðum á landinu. Almennt er atvinnuástand gott í fjórðungnum þrátt fyrir að allstórt gjaldþrot hafi nýlega átt sér stað hjá Ágúst og Flosa ehf á Ísafirði þar sem um 30 manns unnu. Mikil eftirspurn hefur verið eftir iðnaðarmönn- um og hefur starfsmönnum sem þar unnu gengið vel að fá störf annars staðar. Í dag eru 28 manns á atvinnuleysisskrá á Vestfjörðum, 5 karlmenn og 23 konur. Átta einstaklingar eru án at- vinnu á Bíldudal en vonir standa til að það atvinnuleysi minnki verulega er fiskvinnsla hefst þar að nýju. Í upphafi janúarmánaðar var fjöldi fólks á atvinnuleysisskrá á Vest- fjörðum í sögulegu lágmarki, en þá voru 24 einstaklingar skráðir án atvinnu. Frá þessu er greint á vef Svæðisvinnu- miðlunar Vestfjarða. Atvinnuleysi á landinu í heild jókst um 0,1% á milli nóvember og desember, en at- vinnuleysi mældist 1,2% í lok sl. árs. Í lok árs 2005 var at- vinnuleysi nokkru hærra, eða 1,5%. Reikna má með að at- vinnuleysi aukist lítið eitt í janúar í takt við hefðbundinn árstíðabundinn samdrátt í efnahagslífinu yfir háveturinn. Höfuðstöðvar verktakafyrirtækisins Ágústs og Flosa ehf., sem varð gjaldþrota fyrir stuttu.

x

Bæjarins besta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.