Bæjarins besta


Bæjarins besta - 08.02.2007, Page 6

Bæjarins besta - 08.02.2007, Page 6
FIMMTUDAGUR 8. FEBRÚAR 20076 Útgefandi: H-prent ehf., kt. 600690-1169, Sólgötu 9, 400 Ísafjörður, sími 456 4560, fax 456 4564 · Ritstjóri: Sigurjón J. Sigurðsson, sími 892 5362, bb@bb.is · Blaðamenn: Eiríkur Örn Norðdahl, símar 456 4694 og 845 2685 eirikur@bb.is – Thelma Hjaltadóttir, símar 456 4693 og 849 8699, thelma@bb.is – Anna Sigríður Ólafs- dóttir, símar 456 4680 og 860 6062, annska@bb.is · Ritstjóri netútgáfu bb.is: Sigurjón J. Sigurðsson · Ljósmyndari: Halldór Sveinbjörnsson, sími 894 6125, halldor@bb.is · Ábyrgðarmenn: Sigurjón J. Sigurðsson og Halldór Sveinbjörnsson · Lausasöluverð er kr. 300 eintakið með vsk. Veittur er afsláttur til elli- og örorkulíf- eyrisþega. Einnig sé greitt með greiðslukorti. · Önnur útgáfa: Ferðablaðið Á ferð um Vestfirði. · ISSN 1670 - 021X Þjóðarkakan Ritstjórnargrein Hafrannsókn til Ísafjarðar Á þessum degi fyrir 21 ári Sighvatur Björgvinsson lagði nú nýverið fram frumvarp til laga, sem gerir ráð fyrir flutningi aðalstöðva Hafrannsókna- stofnunar til Ísafjarðar. Í greinargerð með frumvarpinu segir m.a. „Megintilgangur þessa frumvarps er einfaldur og ljós. Hann er sá að aðalskrifstofum og stjórnsýslustöð Hafrann- sóknastofnunar verðir valinn staður á Ísafirði en útibú frá stofnuninni verði starfrækt frá Reykjavík og einnig á öðrum stöðum eftir því sem stjórn stofnunarinnar telur rétt vera. Margt mælir með því að Ísafjörður verði valinn sem aðalstarfs- vettvangur fyrir þessa stofnun. Þar er sjávarútvegur aðalat- vinnuvegur og menn hafa þar langa reynslu af sambýlinu við hafið og nýtingu auðlinda þess. Í næsta nágrenni eru einhver gjöfulustu fiskimið landsins og við Djúp eru einhverjar full- komnustu fiskverkunarstöðvar í eigu Íslendinga. Ýmis vísinda- leg starfsemi hefur risið upp í tengslum við þessar stöðvar og sjósókn og fiskvinnslu Djúpverja: rannsóknir á sjávardýrum og sjávarlífi, rannsóknir og tilraunir með veiðarfæri og rann- sóknir og framleiðsla á tölvubúnaði til nota við fiskvinnslu og fiskveiðar. Skipting þjóðarkökunnar milli ríkis og sveitarfélaga hefur löngum verið þrætuepli; átök þar sem sveitarfélögin hafa alla jafnan farið halloka, borið skarðan hlut frá borði. Þykir mörgum sem stóri bróðir, ríkið, hafi um of tekið sumar hús- freyjur fyrri alda, sem naumt þóttu skammta í aska hjúa sinna, til fyrirmyndar. Slíkt hefur sjaldan þótt gott til afspurnar og ranglátt gagnvart þeim er guldu. Á undanförnum árum hefur sitthvað verið gert til að auka umfang sveitarfélaganna. Má þar til nefna yfirtöku þeirra á rekstri Grunnskólans. Gott mál, sem því miður var ekki nægilega vel að staðið. Meðgjöfin með Grunnskólanum var ekki næg. Útreikningar á kostnaði við yfirtökuna reyndust ekki réttir. Allar ábendingar um nauðsyn leiðréttinga og rétt- mæti í þeim efnum hafa verið hundsaðar. Og þar við situr. Vegna þessa eru mörg sveitarfélög margfalt verr á vegi stödd fjárhagslega en ella hefði verið. Til viðbótar hafa breytingar á skattalögum gert sveitarfélögum róðurinn enn erfiðari. Þannig hefur skattaumhverfi hálfs þriðja tugs þús- unda einkahlutafélaga stórlega rýrt tekjur sveitarfélaganna. Hið sama gildir um sívaxandi fjölda skattgreiðenda sem greiðir engan tekjuskatt, einungis fjármagnstekjuskatt. Af þessum skattgreiðendum fá sveitarfélögin ekki neitt í sinn hlut. Ríkið hirðir hverja krónu. Samband íslenskra sveitarfélaga samþykkti á þingi sínu á síðastliðnu hausti að krefjast þess að sveitarfélögin fengju hlutdeild í tekjuskatti einkahlutafélaga og fjármagnstekjum. Með öðrum orðum: Ríkið hirti ekki allar tekjurnar en sveitar- félögin sætu uppi með þjónustuna. Svo augljóst sem þetta er ætti úrlausn málsins ekki að vera flókin. Hingað til hefur krafan um úrlausn þó ekki náð eyrum valdhafa. Nú, hart nær hálfu ári frá þingi Sambandsins þegar Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, tók við formennsku, hillir undir viðræður milli þess og ríkisvaldsins. Á formanninum er það að heyra að hann sé vongóður um að stjórnvöld komi til móts við kröfur sveitarfélaganna um breytta og réttlátari skiptingu þjóðarkökunnar en verið hefur til þessa. Vonandi er mat formannsins ekki óskhyggjan ein. Vonandi opnast augu stjórnvalda fyrir því að það gengur ekki endalaust að guma af eigin ágæti yfir sívaxandi tekjum og segja sveit- arfélögunum bara að herða sultarólina til að mæta skerðing- unni sem þau verða fyrir. Íbúar sveitarfélaganna eru sama fólkið og fólkið sem ríkisvaldið telur sig vera að gæta hags- muna fyrir. Velferð þessa fólks er hin sama hvort sem henn- ar er gætt af ríkisins hálfu eða sveitarfélaganna. Þjóðarkakan er bara ein líkt og þjóðin sem deilir henni. Þess vegna getur ríkið ekki setið að kökunni á meðan sveit- arfélögin verða að láta sér nægja að hirða molana sem kunna að falla af borðinu. s.h. Finnbogi næsti formaður Verk-Vest? Finnbogi Sveinbjörnsson verður formaður Verkalýðsfélags Vestfirðinga ef tillögur kjörnefndar félagsins verða að veruleika við stjórnarkjör. Trúnaðar- mannaráð Verk-Vest samþykkti á laugardag tillögur kjörnefndar félagsins um stjórn, trúnaðarmannaráð, stjórn sjúkrasjóðs, orlofsnefnd og skoðunarmenn ársreikninga til næstu tveggja ára. Aðrir á lista kjörnefndar eru Ólafur Baldurs- son sem varaformaður, Erna Sigurðardóttir sem ritari og Karitas Pálsdóttir sem gjaldkeri. Samkvæmt lögum félagsins er tveggja vikna frestur til mótframboðs. Ísafjarðarbær í Landssamtök landeigenda Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar hefur samþykkt að gerast stofnandi í Landssamtökum landeigenda á Íslandi. Hefur Guðnýju Sverrisdóttur, bæjarstjóra Grenivíkurhrepps, veitt umboð til að skrá sveitarfélagið í samtökin. Stofnfundur samtakanna var 25. janúar síðastliðinn en þar var samþykkt ályktun þess efnis að þjóðlendulögunum verði breytt strax á þá leið að jörð með athugasemdalausu þinglýstu landamerkjabréfi verði eignarland. Auk þess að afréttir verði ekki gerðar að þjóðlendum. Þátttaka Ísafjarðar- bæjar var samþykkt með öllum atkvæðum meirihluta, gegn atkvæðum minnihluta. Minningarferð um Gísla Hjartarson er fyrirhuguð hjá Ferðafélagi Íslands í lok júlí, verður hún farin í samstarfi við Ferðafélag Akureyrar og er fararstjóri í henni Jakob Kárason en honum til full- tingis verður Ólafur Halldórs- son. Farið verður um Látravík, Bolungarvík og Reykjafjörð á Ströndum. Gísli átti langan feril sem fararstjóri á Horn- ströndum, hafði mikla þekk- ingu á svæðinu og skrifaði um það margar fræðandi greinar. Í ferðinni verður reist- ur sérstakur minningarskjöld- ur um Gísla, sem fyrst var ætlað að reisa á svonefndri Þrengslaleið, en Gísli átti stór- an þátt í því að gera hana að vinsælli leið milli Sópanda í Lónafirði og Barðsvíkur. Jak- ob segir óvíst á þessum tíma- punkti hvar hann mun á end- anum rísa, en hann mun verða látlaus og ekki trufla augað í óspilltu umhverfinu. Hugmyndin á bak við ferð- ina, má rekja til gönguhóps sem farið hefur á Hornstrandir allt frá 1980, en árið 2004 var Jakob að skoða myndir þar sem meðal annars var mynd af hópnum frá 1980, honum fannst ráð að hóa fólkið aftur saman og efna til ferðar um svæðið. Göngugarparnir voru til og fóru í ferð um svæðið sumarið á eftir. Þar var Gísli sem talaði um að árið 2007 myndi hann fara í afmælisferð um svæðið þar sem hann fagnaði „100 ára“ afmæli, en hann hefði orðið sextugur og myndi vera að fagna 40 ára leiðsögumannsafmæli. Í jan- úar 2006 hittist gönguhópur- inn á myndakvöldi og þar var ákveðið að halda ferðinni til streitu og breyta henni í minn- ingarferð. – annska@bb.is Reisa minningarskjöld um Gísla Trjágróður ekki í hættu út af óvenju hlýju tíðarfari Ekki er hætta á að óvenju- hlýtt tíðarfar að undanförnu muni hafa skaðleg áhrif á trjágróður að sögn Kristján Jónsson hjá Skjólskógum Vest- fjarða. „Hlákan ætti nú ekki að hafa mikil áhrif á gróðurinn en það er hins vegar spurning ef það heldur áfram að hlýna um leið og daginn fer að lengja. Ef hitinn fer upp í 10 gráður í einhvern tímann gætu ein- hverjar suðrænni tegundir far- ið af stað, en þær norrænu eins og íslenska birkið láta ekkert plata sig, þær plöntur eru birtustýrðar og fara ekkert af stað fyrr en sólin fer að skína á ný“ Þá er í nógu að snúast hjá Skjólskógum við að undirbúa sumarið. „Við erum að pæla og skipuleggja og fá upplýsingar hjá bændum um hvað þeir ætli að láta niður næsta sumar. Þetta er allt í eðlilegum farvegi hjá okkur og í góðum gír þótt maður vilji nú alltaf fá meira fé frá ríkinu til að halda starf- seminni í góðum málum“, segir Kristján Jónsson hjá Skjólskógum. Ríflega sjö þúsund manns heimsóttu Byggðasafnið á Ísafirði á liðnu ári Alls voru gestir Byggða- safns Vestfjarða í fyrra 7003 talsins, en safnið opnaði fyrir almenning þann 1. júní og var opið fram til 15 september. Langstærstur hluti gesta voru ferðamenn, eða 5680 manns, og af ferðamönnum voru far- þegar skemmtiferðaskipa lang fyrirferðarmestur, en þeir töldu 3.391 og voru því nær helmingur gesta ársins. 22 skemmtiferðaskip komu til Ísafjarðar síðastliðið sumar, og voru 16 þeirra með skipu- lagðar rútuferðir þar sem Byggðasafnið var einn við- komustaða. Þá var slegið dagsmet í fjölda ferðamanna þegar stær- sta skemmtiferðaskip sumars- ins, Sea Princess, kom í sept- ember. Þann dag heimsóttu ríflega 600 manns safnið. Aðr- ir erlendir gestir voru 2.289. Fullorðnir Íslendingar voru 929 talsins og börn voru 394. Segir Jón Sigurpálsson, for- stöðumaður Byggðasafnsins, að ljóst sé á þessum tölum að erlendir gestir, og þá sérílagi farþegar skemmtiferðaskipa, séu safninu mikilvægir og huga verði sérstaklega að því í framtíðinni, ekki síst í ljósi þess að þeir aukast ár frá ári. Byggðasafnið í Neðstakaupstað.

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.