Bæjarins besta


Bæjarins besta - 08.02.2007, Síða 7

Bæjarins besta - 08.02.2007, Síða 7
FIMMTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2007 7 Lögreglan á Vestfjörðum Borgarafundir um málefni löggæslunnar · Hvernig vilt þú sjá löggæslunni sinnt í þínu umhverfi? · Hvaða áherslur vilt þú sjá í löggæslu? · Hvernig geta íbúarnir stuðlað að öruggara umhverfi? · Hvernig geta samskipti lögreglu og íbúa skipt máli? Þessum spurningum og mörgum öðrum viljum við leitast við að svara á almennum borgarafundum sem haldnir verða í 12 þéttbýl- iskjörnum umdæmisins. Á fundunum verður hið nýja embætti Lög- reglunnar á Vestfjörðum kynnt en megin áhersla fundanna snýst um að kalla eftir hugmyndum íbúanna um hvaða áherslur þeir vilja sjá í löggæslunni. Fundirnir verða haldnir á eftirtöldum stöðum: Dagur: Staður: Staðsetning: Kl. 12. febrúar Reykhólar Grunnskólinn 20:00 13. febrúar Patreksfjörður Félagsheimilið 20:00 14. febrúar Tálknafjörður Veitingah. Hópið 20:00 15. febrúar Bíldudalur Baldurshagi 20:00 19. febrúar Drangsnes Félagsheimilið 20:00 20. febrúar Hólmavík Félagsheimilið 20:00 21. febrúar Súðavík Grunnskólinn 20:00 26. febrúar Þingeyri Félagsheimilið 20:00 27. febrúar Flateyri Félagsheimilið 20:00 28. febrúar Suðureyri Félagsheimilið 20:00 1. mars Ísafjörður Stjórnsýsluh. 4. h. 20:00 5. mars Bolungarvík Félagsheimilið 20:00 Við hvetjum alla til að mæta og tjá skoðun sína á löggæslumálum og leggja þannig lóð sitt á vogarskálarnar til stefnumótunar bættr- ar og skilvirkari löggæslu. Lögreglustjórinn á Vestfjörðum. Aðalfundur Aðalfundur Sjálfstæðisfélags Ísafjarðar fyrir starfsárið 2006 verður haldinn miðviku- daginn 21. febrúar 2007 kl. 20:30 í Sjálf- stæðishúsinu, Hafnarstræti 12 (2. hæð). Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Kosning fulltrúa á landsþing. 3. Kosning fulltrúa á aðalfund kjördæmis- ráðs. 4. Önnur mál. Stjórnin. Klofningur fært styttra leyfi en Funi Starfsleyfi fyrir sorpbrennsluna Funa í Engidal er loks væntanlegt en leyfið, og þar með leyfi til urðunar sorps að Klofningi við Flateyri, rann út í júlí á síðasta ári. Þór Tómasson hjá Umhverfisstofnun sagði í samtali við svæðisútvarpið á dögunum að einungis ætti eftir að undirrita leyfið hjá stofnuninni og senda vestur. Leyfið verður nú tvískipt, sorpbrennslan fær sérleyfi en urðunarstaðurinn í Klofningi í Önundarfirði fær styttra leyfi. Í nóvember fengust þau svör hjá umhverfisstofnun að nýtt starfsleyfi væri væntanlegt um leið og búið væri að fara yfir þær athugasemdir sem bárust vegna starfseminnar. Funi er ekki lengur fullkomnasta brennslustöð landsins þar sem sorpbrennslurnar í Reykjanesbæ og á Húsavík eru fullkomnari. Á ruv.is er haft eftir Þór að í fyrra hafi verið tekinn í notkun viðbótar- hreinsibúnaður í Funa, sem er umfram kröfur, en byrjunarörðugleikar hafi komið upp sem lýsi sér í auknum reyk á stundum. Dómur hefur verið kveðinn upp í héraðsdómi Vestfjarða yfir þrotabúi Torfness ehf. og því gert að greiða fyrrum starfs- manni fyrirtækisins ógreidd laun. Torfnes ehf. sem gerði út Hauk ÍS-847 var tekið til gjaldþrotaskipta 3. mars 2006. Stefnandi réð sig ótímabundið til starfa sem háseti á bv. Hauk ÍS-847 hinn 25. september 2004 þar sem hann starfaði til 12. janúar 2005 með frítúrum. Stefnandi hefur skýrt og sundurliðað kröfur sínar svo að hann hafi starfað á skipinu Hauki ÍS-847 þetta tímabil og hafi laun stefnanda því numið 125.782 krónum og 657.186 krónum, eða samtals 782.968 krónum. Til frádráttar þeirri fjárhæð komi 484.780 krónur sem stefnandi hafi fengið greiddar í peningum, 107.750 krónur vegna fæðiskostnaðar, 2.600 krónur vegna leigu myndbanda, 5.807 krónur vegna tóbaks og fatnaðar, 5.883 krónur vegna hlutdeild- ar í tryggingu og 27.856 vegna 4% lífeyrisiðgjalds, eða sam- tals 634.676 krónur. Krafa stefnanda nemi því mismunin- um sem er 148.292 krónur. Stefnda hefur ekki véfengt að nefnd gögn eigi við um launakjör stefnanda. Sam- kvæmt öllu þessu, og eins og málið liggur fyrir dóminum, var því fallist á kröfur stefn- anda. Stefnda, þrotabú Torf- ness ehf., var gert að greiða stefnanda 148.292 krónur, auk dráttarvaxta og 70.000 krónur í málskostnað. Dóminn kvað upp Kristinn Halldórsson, settur héraðs- dómari. – annska@bb.is Þrotabúi Torfness ehf. gert að greiða fyrrum starfmanni laun Rokkhátíð alþýðunnar og Byggðasafn Vestfjarða fá styrk frá Baugi Group Styrktarsjóður Baugs Group hefur úthlutað tónlistarhátíð- inni Aldrei fór ég suður og Byggðasafni Vestfjarða styrki. Rokkhátíð alþýðunnar fékk hálfa milljón en eins og greint hefur verið frá verður tónlist- arhátíðin Aldrei fór ég suður haldin fjórða sinn á Ísafirði 7. apríl. Hátíðin er sem kunnugt er runnin undan rifjum þeirra feðga Guðmundar Kristjáns- sonar, eða Mugga hafnar- stjóra, og Arnar Elíasar Guð- mundssonar sem betur er þekktur sem Mugison. Mark- miðið var að skapa vettvang þar sem heimamenn stæðu jafnfætis landsþekktum tón- listarmönnum í einni heljar- innar skemmtun. Eins og al- þjóð veit tókst aðstandendum ætlunarverkið og er Aldrei fór ég suður einn af hápunktum ársins á Ísafirði. Þá fær Byggðasafn Vest- fjarða tvær milljónir vegna fornleifauppgröfts á Eyrartúni á Ísafirði. Í könnunargreftri á Eyrartúni fyrir rúmum tveim- ur árum fundust ýmsir munir sem taldir eru vera frá 19. öld. Má þar nefna sem dæmi flöskubrot og öngla, hnappa, brot úr leirpípum og kera- miki.. Afar lítið er vitað um upphaf byggðar í Skutulsfirði. Ýmsir telja að Eyri hafi verið landnámsjörð en fyrir því er engin vissa þótt almennar lík- ur séu nokkrar. Eyrarbærinn stóð á bæjar- hólnum nokkru norðan við þann stað þar sem minnis- merki Ragnars Kjartanssonar, myndhöggvara, um drukkn- aða sjómenn stendur nú. Bær- inn hefur trúlega verið marg- byggður á sama stað í aldanna rás eins og venja var. Hann var rifinn ekki allmörgum ár- um eftir að Ísafjarðarkirkja, sem brann árið 1987, var full- gerð árið 1863. Tóftir bæjarins munu hafa verið jafnaðar út á dögum viðreisnarstjórnarinn- ar á sjöunda áratug nýliðinnar aldar. Baugur Group varði 300 milljónum króna til stofnunar sérstaks styrktarsjóðs, sem ætlað er það hlutverk að styðja margvísleg líknar- og velferð- armál, auk menningar- og listalífs. Markmið sjóðsins er að styðja við bakið á menn- ingar- og listalífi, auk þess að hlúa að mannréttinda- og líkn- armálum. Það verður meðal annars gert með framlögum til stofnana, samtaka og félaga á Íslandi, sem hafa framan- greind málefni sem aðaltil- gang sinn. Formaður stjórnar sjóðsins er Jóhannes Jónsson, en aðrir stjórnarmenn eru Hreinn Lofts- son og Ingibjörg S. Pálma- dóttir. – thelma@bb.is Aldrei fór ég suður er einn af helstu viðburðum ársins á Ísafirði.

x

Bæjarins besta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.