Bæjarins besta


Bæjarins besta - 08.02.2007, Page 11

Bæjarins besta - 08.02.2007, Page 11
FIMMTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2007 11 „Hvernig sjá bæjarbúar Pollinn fyrir sér? Væri hann eitthvað minna fallegur ef hann væri minnkaður örlítið með brattari bakka, fallegum gróðri, steinum og göngustíg þar á ofan? Ég sé ekki að hann yrði eitt- hvað verri ásýndar þótt við myndum breyta aðeins laginu á honum. En ég er Hnífsdælingur og kannski eru ekki allir sammála mér.“ púl? „Jú þetta er frekar mikil vinna en það fer auðvitað eftir því hversu mikið er í gangi. Mest er þetta úthaldsvinna, maður vinnur í um ellefu daga og er þrjá daga í fríi, þannig að ég sé konuna mína aðra hvora helgi. Auðvitað viljum við fá verk heima fyrir en það er bara ekki nógu mikið í gangi til þess. Það eru þó spennandi tímar framundan í þessum bransa. Snjóflóðagarður í Bol- ungarvík á næstunni, vega- gerð í Djúpinu og þar fram eftir götunum. Það er margt að gerast næstu árin og við reynum að ná eins miklu og við getum. Við förum þangað sem verkin eru, og erum mest- megnis með heimamenn í vinnu en við erum líka með starfsmenn annars staðar að af landinu, gott starfsfólk er gulls ígildi sem við reynum að halda í. Oft eru þetta ansi miklar vegalengdir sem við þurfum að fara til að sinna verkunum. Til að mynda vorum við með verk á Bíldudal og þurftum að keyra 800 km til að komast þangað þegar verst lét, ef jarð- göngin milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar sem eru reyndar á áætlun, hefðu verið komin í gagnið hefði keyrslan verið innan við 150 km. Ef engin verkefni væri að fá á Íslandi myndum við sjálf- sagt leita til útlanda. Auðvitað vill maður vera heima en það er nú ekki svo langt að fljúga til Evrópu, tekur rétt um þrjá tíma. Fyrst útlendingar geta komið til landsins til að vinna því ættum við þá ekki að geta farið út til að sinna verkum. – Óraði þig fyrir því þegar þú varst að alast upp, að þú myndir fara út í þennan geira þegar þú yrðir eldri? „Nei, ég er menntaður húsa- smíðameistari og vélstjóri. Nú er ég þó að loka hringnum með samvinnunni við Geir- naglann og Magga Helga, sem ég vann með áður en ég fór út í þennan bransa. Nei maður hafði ekki hug- mynd hvað maður ætlaði að verða þegar maður yrði stór. Svo er þetta fljótt að gerast og maður reynir bara að gera eitthvað af viti“, segir Sævar Óli Hjörvarsson sem er upp- fullur af hugmyndum og hefur drifkraftinn til að koma þeim í framkvæmd. – thelma@bb.is ég sé þau

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.