Bæjarins besta


Bæjarins besta - 08.02.2007, Síða 13

Bæjarins besta - 08.02.2007, Síða 13
FIMMTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2007 13 Skipa starfshóp um lýðheilsumál Bæjarráð Bolungarvík hefur skipað starfshóp til að huga að lýðheilsumálum. Í starfs- hópnum eiga sæti þau Anna G. Edvardsdóttir formaður, Ólafur Kristjánsson og Sigrún Gerða Gísladóttir. Tilgangur starfshópsins verður m.a. að skoða og meta þarfir og úrlausnir Bolvíkinga á félags- og lýðheilsusviði sem og að meta og finna leiðir til að bæta búsetuskilyrði í sveitarfélaginu, jafnt hjá ungum sem öldnum. Bæjarráð fól bæjarstjóra að senda meðlimum starfshóps erindisbréf. Gert er ráð fyrir að hópurinn starfi í tvö ár og skili áfangaskýrslum á tímabilinu og lokaskýrslu. Fjarnám í þjálfunarfræðum Fjarnám í þjálfunarfræðum mun hefjast í fyrsta sinn á Vestfjörðum í febrúar. Um er að ræða fyrsta stigs menntun á vegum Íþróttasambands Íslands. Námið tekur átta vikur og gefur tvær námseiningar á framhaldsskólastigi. „Það hefur verið krafa okkar sem störfum fyrir íþróttahreyfinguna utan stór Reykjavíkursvæðisins að þeir sem bjóða upp á þjálfaramenntun reyni að auka möguleikana á fjarnámi. Með því verður okkur betur gert kleift að mennta okkar þjálfara til jafns við þá sem búa á höfuðborgarsvæðinu“. Áhugamenn um vegasam- göngur á Vestfjörðum hafa sent bréf til opinberra aðila þar sem bent er á að hægt sé að stórauka arðsemi þjóðvegs 60 með því að tengja hann þjóðvegi 61, Djúpvegi í Kolla- firði, með göngum þaðan í Ísafjörð. Í bréfinu segir þá m.a.: „Vestfirðingar fagna því að nú liggur fyrir að hægt sé að leggja láglendisveg um miðbik Reykhólasveitar á þjóðvegi 60. Við undirritaðir bendum á að hægt er að stór- auka arðsemi vegarins með að tengja þjóðveg 61, Djúpveg í Kollafirði, með göngum það- an í Ísafjörð. Við það styttist núverandi leið milli Ísafjarðar og Reykjavíkur um u.þ.b. 90 km. Og jafnframt er hægt að aka alla leiðina á láglendis- vegi, sem stóreykur öryggi vegfarenda og mun gera lokun vegarins vegna veðurs að sára- fáum undantekningum“. Þá segir einnig að áætluð Arnarfjarðargöng muni ekki koma að miklum notum fyrr en búið sé að endurgera veg um eða undir Dynjandisheiði. „Nú er áætlað að hefja gerð Arnarfjarðarganga, sem áætl- uð er af samgönguráðherra næstu jarðgöng á Íslandi. Samkvæmt talningu er haust- umferð á meðan vegir eru greiðfærir á þeirri leið ein- ungis örfáir bílar á dag og göngin koma ekki að miklum notum fyrr en búið er að end- urgera veg um eða undir Dynj- andisheiði. Þá er nú ekki öll sagan sögð því eftir eru Klett- háls og Gemlufallsheiði þann- ig að hægt sé að tala um lág- lendisveg fyrir stæðasta hluta Vestfirðinga til og frá Vest- fjörðum. Ef sú jarðgangna- gerð færðist nú yfir að Kolla- fjarðarheiði, er líklegt að inn- an fimm ára verði komin greiðfær heilsársleið á milli Vesturbyggðar, Reykhóla- sveitar, Ísafjarðar og Stranda- sýslu, og miðað við umferð- arþunga má hún teljast ásætt- anlega löng miðað við að greiðfær sumarumferð verði um Arnarfjörð. Við leggjum til að könnuð verði hag- kvæmni þessara breytinga á þjónustuumhverfi Vestfirð- inga og jafnframt könnuð hag- kvæmasta leiðin með tilliti til vegalengda og öryggis á sam- eiginlegri leið Vestfirðinga inn á þjóðveg nr. 1 með fram- tíðarsýn í huga“. Afrit af bréfinu var sent til allra þingmanna kjördæmis- ins, þar á meðal samgöngu- ráðherra, til stjórnar Fjórð- ungssambandsins, sveitar- stjórnarmanna á Vestfjörðum og til Vegagerðarinnar. Undir bréfið skrifa Hjörleif- ur Guðmundsson, Ólafur Kristjánsson, Sigurður B. Ól- afsson, Steinþór Bragason, Úlfar B Thoroddsen, Úlfar Ágústson og Valdimar Lúðvík Gíslason. – eirikur@bb.is Vilja jarðgöng frá Kollafirði yfir í Ísafjörð Mikilvægt að fá bætta aðstöðu fyrir gesti skemmtiferðaskipa Guðmundur Ingi Kristjánsson Endurútgefa heildar- safn ljóða skáldsins Til stendur að endurút- gefa heildarsafn ljóða Guð- mundar Inga Kristjánsson- ar, fyrrum heiðursborgara Ísafjarðarbæjar, ljóðskálds og bónda sem orðið hefði 100 ára í ár. Safnið nefnist Sóldagar og seldist upp er það kom út árið 1993 og hefur ekki verið fáanlegt um nokkurra ára bil. Í bókinni er að finna ljóð úr öllum fimm ljóðabókum skálds- ins, auk kvæða sem hann orti eftir að síðasta bók hans, Sólfar, kom út árið 1982. Var ákveðið að endurútgefa bókina á fundi sem Sigríður Magnúsdóttir hélt með börn- um Ólafs Þ. Kristjánssonar, en unnið hefur verið að því síðastliðnar vikur að leita leiða til að minnast 100 ára afmælis Guðmundar, sem var 15. janúar síðastliðinn. Meðal þeirra hugmynda sem ræddar hafa verið til að minnast afmælisins eru að halda á Flateyri hagyrð- ingamót og söngskemmtun helgina fyrir páska, að halda málþing um vestfirsk skáld, t.d. á degi Íslenskra tungu 16. nóvember, að halda skóg- ræktardag í Holti í júní, og hefur sú hugmynd líka verið uppi að efla Ingastofu sem er gamla skólastofan hans í Holti. Þar hefur verið komið fyrir nokkrum munum sem voru í eigu hans. Auk þess- ara atburða er í undirbún- ingi útgáfa óbirtra ljóð og vísna Guðmundar Inga, sem hann orti við hvern dag árs- ins. Leitað er fjármögnunar til þeirrar útgáfu. – eirikur@bb.is Hagsmunaaðilar og áhuga- fólk um móttöku skemmti- ferðaskipa á Ísafirði hefur sent bæjarráði Ísafjarðar ályktun sem samin var á fundi um skemmtiferðaskipamál sem haldinn var á haustmánuðum. Hnykkja þau þar á þeirri ósk að farið verði í gerð göngu- stíga við og frá höfninni sem nýtast gestum skemmtiferða- skipa. Fundurinn taldi ásýnd bæjarins á því svæði sem gest- ir skemmtiskipa fara um ábótavant og hefur Hafnar- stjórn Ísafjarðarbæjar ítrekað ályktað um þetta mál. Fundur- inn taldi mjög mikilvægt að á Ísafjarðarhöfn rísi þjónustu- hús fyrir ferðamenn á svæð- inu. Í þjónustuhúsinu væri hægt að sameina upplýsinga- þjónustu við farþega skemmti- ferðaskipa og ýmiskonar þjón- ustu við aðra ferðamenn, eins og t.d. Hornstrandafara. Einn- ig skal líta til ferðamanna á skútum og skemmtibátum við byggingu hússins. Hafnir Ísa- fjarðarbæjar hafa um þetta góðar hugmyndir sem mikil- vægt er að fái nægan hljóm- grunn til að verða að veruleika fyrir næsta sumar. Fundurinn taldi að enn þurfi að gera umtalsverðar úrbætur í aðgengismálum við Byggða- safnið í Neðstakaupstað. Und- irlag þar er nokkuð gróft og þegar mikill fjöldi gesta er á svæðinu, eins og gerist þegar skemmtiferðaskip hafa við- dvöl, annar svæðið ekki þeirri umferð á þröngum stígunum sem þar eru. Þá er aðgengi fyrir hjólastóla ábótavant. Fundinum fannst vanta til- finnanlega minjagripi fyrir Ísafjörð og töldu þeir sem þar voru að heppileg lausn á því máli væri að Ísafjarðarbær héldi samkeppni um gerð minjagrips sem væri einkenn- andi fyrir Ísafjörð/Ísafjarðar- bæ. Samkeppnin innifæli þá hönnun tveggja eða þriggja gripa sem væru allir tilbrigði við sama stef, en væru allir mismunandi dýrir og höfðuðu þannig til mismunandi mark- hópa. Samkvæmt tillögunni leggur Ísafjarðarbær til verð- launafé og/eða sölutryggir ákveðið upplag, sem bærinn getur notað í samskiptum sínum við vinabæi, fundi og annað þegar þess þarf. Þá telur fundurinn mikilvægt að vekja þá vinnu sem farin var af stað við gerð nýs skjaldarmerkis fyrir bæjarfélagið. Fundinn sátu ferðamálafull- trúi Ísafjarðarbæjar, hafnar- stjóri, leiðsögufólk, fulltrúar Vesturferða, Byggðasafnsins, upplýsingamiðstöðvarinnar og Markaðsstofu Vestfjarða. Bæjarráð Ísafjarðarbæjar tók erindið fyrir á síðasta fundi og vísaði því til kynningar í hafnarstjórn og atvinnumála- nefnd. – annska@bb.is Minerva er fyrsta klassa skemmtiferðaskip sem hafði viðdvöl á Ísafirði sl. sumar.

x

Bæjarins besta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.