Bæjarins besta - 08.02.2007, Síða 18
FIMMTUDAGUR 8. FEBRÚAR 200718
Ábendingar um efni sendist til Thelmu
Hjaltadóttur, thelma@bb.is – sími 849 8699
Mannlífið
Netspurningin er birt vikulega
á bb.is og þar geta lesendur látið
skoðun sína í ljós. Niðurstöðurnar
eru síðan birtar hér.
Blogg Hlyns Þórs Magnússonar
http://maple123.blog.is/blog/maple123
„Senn líður að lokum knattspyrnuferilsins hjá Eiði Smára Guðjohnsen, enda verður hann 29 ára í
haust. Ef lykilmennirnir hjá Barcelona sleppa við alvarleg meiðsli og spila ekki miklu verr en þeir
hafa gert, þá virðast litlar líkur til þess að hann fái þar mörg tækifæri, a.m.k. ekki í byrjunar-
liðinu. Þá er spurningun: Hvað gerir Eiður Smári undir lokin? Fer hann til West Ham og spilar í
fyrstu deildinni á næsta ári eða kemur hann heim og spilar kannski með Val í tvö-þrjú ár?“
Smáauglýsingar
Til sölu er Isuzu Trooper árg.
91. Bíll í góðu standi. Skoaður
07. Annar sem hægt er að nota
í varahluti fylgir með. Upplýs-
ingar í síma 868 1739.
Til sölu er MMC Pajero árg. 98.
Sumar- og vetrardekk á felgum
fylgja. Skoðaður 08. Topp ein-
tak, mjög vel með farinn. Uppl.
í síma 892 6010.
Þorrablót Sléttuhreppinga verð-
ur haldið 17. febrúar í Félags-
heimilinu í Hnífsdal. Nánar aug-
lýst síðar. Skemmtinefndin.
Þorrablót Austfirðingafélagsins
á Vestfjörðum verður haldið
laugardaginn 17. febrúar. Þátt-
taka tilkynninst til Áslaugar í
síma 899 0742, Hörpu í síma
843 0413 eða Guðrúnar í síma
863 4945.
Til sölu er lítið nota trommu-
sett. Selst á kr. 15.000. Uppl. í
síma 892 1694.
Til sölu er Land Rover Discovery
5 cyl, dísel, arg. 2000. Verð kr.
1.850 þús. Flottur, sparneytinn
og góður jeppi. Skipsti á ódýari
kemur til greina. Uppl. í síma
892 1694.
Þorrablót Grunnvíkingafélags-
ins verður haldið í Félagsheim-
ilinu í Hnífsdal 10. febrúar nk.
Miðapantanir eru í símum 868
0703 (Linda), 867 5560 (Guð-
björg) og 456 4145 (Sigríður).
Alls svöruðu 880.
Já sögðu 423 eða 48%
Nei sögðu 329 eða 37%
Óvíst sögðu 128 eða 15%
Spurning vikunnar
Stefnir í hrun á Vestfjörð-
um í ljósi fólksfækkunar
og neikvæðs hagvaxtar?
Vel heppnað þorra-
blót Hnífsdælinga
Til sölu!
Til sölu eru eignir
Sæfara, félags
áhugamanna um
sjósport á Ísafirði.
Um er að ræða
dráttarbraut sem
tekur allt að 30 tonna
báta, 123m² íbúð á 2.
hæð í vesturhluta,
65m² horníbúð á
jarðhæð, 186m² íbúð
á 2. hæð í suðurhluta,
132m² verkstæði á
jarðhæð, 240m²
verkstæði á jarðhæð
og 39m² bílskúr.
Eignirnar seljast i
hlutum eða allt í einni
sölu. Tilboðum skal
skila fyrir kl. 16
mánudaginn 12.
febrúar. Áskilinn er
réttur til að taka
hvaða tilboði sem er
eða hafna öllum.
Nánari upplýsingar
gefur Örn Torfason í
síma 848 3460.
Á annað hundrað manns
sóttu þorrablót Hnífsdælinga
sem var haldið í félagsheim-
ilinu í Hnífsdal á laugardag.
„Blótið heppnaðist alveg rosa-
lega vel í alla stað og voru í
húsinu yfir 150 manns sem er
mjög fínn fjöldi. Fyrir um átta
árum var blótið alltaf mjög
vel sótt, eða um 220 gestir, en
eftir að þorrablótum fjölgaði
á svæðinu fækkaði gestum og
er nú aðsóknin aftur farin að
aukast. Að mínu mati er ekki
æskilegt að það séu mikið
meira 170 manns svo það sé
ekki of troðið í salnum“, segir
Margrét Skúladóttir sem var í
skemmtinefnd.
Gestir komu með trog að
heiman og tóku vel til matar
síns. Boðið var upp á heimatil-
búin skemmtiatriði þar sem
átthagabrandarar um daglegt
líf þeirra sem búa í dalnum
voru í fyrirrúmi. Að borðhaldi
loknu var slegið upp dansleik
þar sem Hjónabandið hélt uppi
stuði. „Það er að verða fastur
liður að Hjónabandið spili á
blótinu enda kann það þjóð-
söng Hnífsdælinga sem búinn
var til úr ýmsum línum úr
skemmtivísum og sunginn er
á hverju þorrablóti“, segir
Margrét. Kvenfélagið Hvöt sá
að vanda um framkvæmd
blótsins og var þetta í 59. sinn
sem það var haldið. Þorsteinn
J. Tómasson kom við á þorra-
blótinu og tók þar meðfylgj-
andi myndir.