Bæjarins besta


Bæjarins besta - 08.02.2007, Blaðsíða 19

Bæjarins besta - 08.02.2007, Blaðsíða 19
FIMMTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2007 19 Sælkeri vikunnar er Þórunn Anna Elíasdóttir á Ísafirði Kjúklingasalat, ítalskt brauð og rabarbarakaka Horfur á föstudag: Austanátt, snjókoma eða slydda sunnan- og austantil, en annars skýjað með köflum og yfirleit þurrt. Horfur á laugardag: Austlæg átt g víða rigning eða slydda og hiti 0-6 stig. Horfur á sunnudag: Austlæg átt g víða rigning eða slydda og hiti 0-6 stig, en yfirleitt þurrt á Norðurlandi og hiti undir frostmarki. Helgarveðrið Sælkeri vikunnar býður upp á kjúklingasalat, ítalskt brauð og rabarbaraböku í eftirrétt. „Þetta er salat sem ég og systir mín gerum oft og er í miklu uppáhaldi. Það hentar bæði á heitum sumardegi og þegar maður er komin með nóg af þungum þorramat sem landinn treður í sig þessa dagana. Upp- skriftin dugir fyrir 4-5, en auð- velt er að minnka hana og stækka eftir þörfum. Einnig fylgir með uppskrift af ítölsku brauði með sólþurrkuðum tóm- ötum og í eftirrétt er rabarbara- baka“, segir Þórunn Anna. Kjúklingapastasalat 500 g pasta-slaufur 4 kjúklingabringur (ef lítill tími er til eldunar þá er snið- ugt að kaupa tilbúna kjúkl- ingabita) Beikon – ca 1 bréf Kál (lambhaga, spínat eða klettasalat) Cherrytómatar Blaðlaukur Paprika Annað grænmeti eftir smekk. Hvítlauksolía (brytjaður hvítlaukur og matarolía) Furuhnetur Pastað er soðið og beikonið steikt en það er síðan klippt í búta. Kjúklingurinn er skorinn í bita, steiktur og kryddaður lítillega. Þetta allt má jafnvel elda deginum áður. Grænmetið er skorið niður í hæfilega stóra bita. Magn fer eiginlega eftir smekk, en í þetta fer oftast einn salathaus, ein paprika, einn blaðlaukur og einn kassi af tóm- ötum. Þegar pastað er tilbúið, er hvítlauksolíunni hellt yfir, ekki of miklu. Frekar að hver bæti við eftir smekk eftir á. Öllu er síðan blandað saman í stóra skál og borðað með brauð- inu. Ítalskt brauð með sól- þurrkuðum tómötum 7 g þurrger 1 tsk sykur 1 ½ dl volgt vatn 2-3 sólþurrkaðir tómatar 1 msk graslaukur ½ rauð paprika 1 tsk rósmarín 1 tsk oreganó 300 g hveiti ½ tsk salt 1 tsk ólífuolía Leysið gerið og sykurinn upp í örlitlu af vatninu. Hrærið vel. Bætið afgangnum af vatninu saman við og látið bíða á volg- um stað í fimm mínútur. Saxið sólþurrkaða tómata, graslauk og papriku. Hrærið saman við gerblönduna ásamt kryddi. Sigtið hveiti og salt í stóra skál. Hellið gerblöndunni út í og hnoðið vel. Breiðið plastfilum yfir skálina og látið hefast á volgum stað í eina klst. Eða þar til það hefur tvöfaldast að stærð. Hnoðið deigið aftur í 2-3 mín. Bætið e.t.v. smá hveiti saman við. Fletjið deigið út í hringlaga brauð, 23 cm í þvermál. Setjið á bökunarplötu með pappír. Penslið brauðið með ólífuolíu og skerið mynstur ofan á brauð- ið. Látið hefast í 30 mín. Bakið í 200°C heitum ofni í 25 mín. Rababarabaka Ca. 400 g rababari (bestur þessi rauði) 2 epli eða perur Marsipan ½ dl hveiti 2 ½ dl sykur 2 egg 1 ¾ dl hveiti 1 ½ dl púðursykur 50 g smjör Skerið rabarbarann í 2 cm bita. Blandið saman rabarbara, eplum, hveiti, sykri og eggjum. Setjið í smurt eldfast mót (u.þ.b. 24 cm í þvermál). Ef um frosinn rababara er að ræða þá er gott að strá aðeins kartöflumjöli yfir í forminu svo þetta verði ekki of blautt. Marsipan eftir smekk mulið yfir. Myljið saman hveiti, púð- ursykur og smjör, dreifið yfir rabarbarafyllinguna. Þetta er bakað við 200°C í svona 45 mín. Berið fram volgt með rjóma og/eða ís. Ég skora á systur mína, Al- bertínu Elíasdóttur á Ísafirði að vera sælkera næstu viku. Fagnar 100 ára afmæli Kvenfélagið Von á Þingeyri fagnar 100 ára afmæli í þess- um mánuði og af því tilefni verður boðið til afmæliskaffis í félagsheimili staðarins 18. febrúar. Á bóndadag færðu kvenfélagskonur öllum heimilum í þorpinu rós ásamt boðs- korti í afmælið. Þær ætla þó ekki að láta staðar numið þar heldur halda upp á afmælið með ýmsum hætti út árið. Kvenfélagið var stofnað sunnudaginn 17. febrúar 1907. Alvestfirskt fyrirtæki á nígerískum markaði Klofningur ehf., á Suður- eyri var stofnað í janúar 1997 og fagnar því 10 ára afmæli um þessar mundir. Klofningur er fyrirtæki sem sérhæfir sig í úrvinnslu auka afurða á fiski. Meginstoðin í starfsemi fyrir- tækisins hefur verið þurrkun á hausum fyrir Nígeríumark- að. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan fyrirtækið var stofnað en á síðasta ári tók fyrirtækið á móti rúmum 12.500 þúsund tonnum af hrá- efni. Í dag hefur fyrirtækið fimm starfsstöðvar; á Suður- eyri, Ísafirði, Brjánslæk og Tálknafirði. Klofningur hélt ærlega upp á afmælið sitt um miðjan janúar er fyrirtækið bauð til heljarinnar veislu í húsakynnum sínum á Suður- eyri. Í tilefni af afmælinu var ákveðið að verja einni milljón króna til umhverfismála á Suðureyri. Blaðið ræddi við Guðna A. Einarsson fram- kvæmdastjóra fyrirtækisins um upphafið og reksturinn í dag. – Hvert var upphaf fyrirtæk- isins? „Það byrjaði nú þannig að nokkrum okkar í fiskvinnsl- unni fannst óþarfi að flytja fiskhausana austur og norður í land. Raunverulega var allt til staðar sem til þurfti á Suð- ureyri til þess að vinna þá þar.“ – Var ætlunin alltaf að flytja afurðina alla leið til Nígeríu? „Já Nígería er í sjálfu sér eini markaðurinn. Síðan höf- um verið að prófa okkur áfram í ýmsu öðru. Klofningur er í dag alhliða úrvinnslufyrirtæki sem sérhæfir sig í auka afurð- um. Markmiðið er að ná að nýta allt sem fellur til hliðar í hefðbundinni fiskvinnslu og gera sem mest verðmæti úr því.“ – Hversu margir starfsmenn eru hjá fyrirtækinu? „Í dag starfa um 30 í fimm starfstöðum fyrirtækisins, tvær eru á Suðureyri, síðan er stöð á Ísafirði, Brjánslæk og Tálknafirði. Fyrirtækið er al- vestfirskt. Aðaleigendur eru fiskvinnslufyrirtæki hér vestra og svo einstaklingar. Rekstur- inn hefur gengið ágætlega, þó þetta hafi komið hægt og síg- andi.“ Fiskhausar sem súpubragðbætir – Í gegnum starfið hefur Guðni oft farið til Nígeríu í viðskiptaferðir, þar sem hon- um hefur verið vel tekið. „Þegar við byrjuðum á þessu hélt ég að litið væri á afurðina sem eitthvað drasl. Ég hafði því mikinn áhuga á því að fara út til að sjá hvernig útkoman væri á þegar varan væri komin á áfangastað. Mín stærsta uppgötvun þegar ég kom til Nígeríu var sú að inn- fæddir voru ekki að borða fiskhausana af því að þeir voru svo hollir heldur af því þeim fannst þeir svo bragðgóðir. Þá var búið að telja manni trú um að þeir væru að sækjast eftir eggjahvítuefnum eða ein- hverju þvíumlíku, sem auðvit- að spilar ábyggilega líka inn í því þeim er ekkert sama um það hvað þeir láta ofan í sig. En aðalmálið var hversu gott þeim þykir þetta, hausarnir eru látnir í súpur til að fá almenni- legt bragð.“ – Er markaðurinn í Nígeríu stór? „Aðalmarkaðurinn er Bi- afrasvæðið en þetta hefur dreifst víða um Nígeríu og nær raunverulega yfir allt landið í dag. Um er að ræða tvo þjóðflokka og þá aðallega annan þeirra sem er skipaður af 60-70 milljón manna. Þetta er gífurlega fjölmennur mark- aður. Það hefur nú verið meiri eftirspurn heldur en framboð síðan ég byrjaði í þessum bransa. Það hefur ekki verið vandamál að selja vöruna.“ – Eru fleiri íslensk fyrirtæki á þessum markaði? „Já, þetta er verður æ al- gengara. En í fyrstu ferðinni okkar þangað út 1998 hafði ekki verið unnið að markaðs- setningu sem slíkri í Nígeríu. Það hefur verið gert síðan svo segja má að það hafi verið brotið blað í sögu þarna.“ Chief í konungs- dæminu Abríba – Nígeríumenn hafa tekið þér afar vel, og þú fékkst mik- ilvæga nafnbót fyrir nokkrum árum ekki satt? –Jú það má nú segja að sé önnur saga“, segir Guðni og hlær. „Það var í konungsdæm- inu Abríba að ég og Hilmar Daníelsson, fyrrverandi fram- kvæmdastjóri Fiskmiðlunar Norðurlands, vorum sæmdir höfðingjatign og berum nú tit- ilinn „chief“ í ríkinu. Nafn- bótina fengum við eftir kúnst- arinnar reglum í þorpi sem heitir Abríba. – Var það ekki mikill heið- ur? „Það má segja að enginn er heiðraður með þessum titli nema að þeir telji hann hafa gert eitthvað fyrir land og þjóð. Þannig túlka ég það að minnsta kosti. Nafnsbótin hef- ur alveg hellings áhrif þarna úti og maður komst bara á annan stall í næstu ferðum eftir á.“ – Og að lokum hvernig kom nafnið Klofningur til? „Það voru Súgfirðingar og Flateyringar sem stofnuðu fyrirtækið og gamla leiðin á milli Suðureyrar og Flateyri er kölluð Klofningur. Okkur fannst því við hæfi að nota það nafn“, segir Guðni.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.