Bæjarins besta


Bæjarins besta - 31.05.2007, Síða 6

Bæjarins besta - 31.05.2007, Síða 6
FIMMTUDAGUR 31. MAÍ 20076 Hveitibrauðsdagar Ritstjórnargrein Útgefandi: H-prent ehf., kt. 600690-1169, Sólgötu 9, 400 Ísafjörður, sími 456 4560, fax 456 4564 Ritstjóri: Sigurjón J. Sigurðsson, sími 892 5362, bb@bb.is · Blaðamenn: Thelma Hjaltadóttir, símar 456 4693 og 849 8699, thelma@bb.is – Tinna Ólafsdóttir, sími 868 5963, tinna@bb.is Ritstjóri netútgáfu bb.is: Sigurjón J. Sigurðsson · Ljósmyndari: Halldór Sveinbjörnsson, sími 894 6125, halldor@bb.is · Ábyrgðarmenn: Sigurjón J. Sigurðsson og Halldór Sveinbjörnsson · Lausasöluverð er kr. 300 eintakið með vsk. Veittur er afsláttur til elli- og örorkulífeyrisþega. Einnig sé greitt með greiðslukorti. · Önnur útgáfa: Ferðablaðið Á ferð um Vestfirði. · ISSN 1670 - 021X Til sölu Árgerði, Ísafirði Fasteignin Árgerði (Árholt 8-10) Ísafirði er til sölu. Um er að ræða 137m² einbýlishús, byggt árið 1968, ásamt 44m² bílskúr sem byggður var árið 1995. Fasteignin var öll endurnýjuð að innan árið 1995. Eigninni fylgir mjög stór eignarlóð. Fasteignin gæti verið laus til afhendingar frá 15. september 2007. Fasteignin er til sýnis í samráði við Björn Jóhannesson, hrl., í síma 456 4577, sem jafnframt gefur allar nánari upplýsingar um eignina. Óskað er eftir tilboðum í eignina og skal þeim skilað til Björns Jóhannessonar, hrl., Aðalstræti 24, Ísafirði, fyrir 14. júní nk. Áskil- inn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Lögsýn ehf., Björn Jóhannesson, hrl. Hveitibrauðsdagar nýrrar ríkisstjórnar eru farnir að renna úr stundaglasinu; tíminn sem venja er að gefa nýjum stjórnendum til að sanna hvers sé að vænta af þeirra hálfu. Sem við var að búast hafa viðbrögð við samsteypustjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar verið blandin. Ýmis hagsmunasamtök segjast þó binda vonir við sitthvað sem boðað er í stjórnarsáttmálanum, plaggi sem stjórnarandstaðan segir að miklu leyti almennt og innihaldslítið snakk og lofar harði andstöðu gegn öllu því sem hún segir sjáanlegt að fara muni úrskeiðis. Þá hafa verið uppi gagnrýnisraddir um ráðherravalið. Að venju var meira framboð til þeirra verka en störfin sem í boði voru. Á því margur um sárt að binda. Tilfærslur á málaflokkum milli ráðuneyta kunna að vera upphaf að fækkun ráðuneyta. Gott mál. Vonandi fylgir sam- þjöppun í utanríkisþjónustunni og fækkun sendiráða í kjölfarið. Svo dæmi sé tekið væri yfrið nóg að hafa eitt sendiráð fyrir öll Norðurlöndin. Þegar fram í sækir þarf svo að stíga hið óum- flýjanlega skref að skilja á milli löggjafans og framkvæmda- valdsins. Allt þetta þarf sinn tíma. Upphaf hverrar göngu er fyrsta skrefið. Sumarþingið sem boðað hefur verið í vikunni mun leiða í ljós hvers vænta megi. Eitt verður þó að segjast eins og er, það eru greinilega ekki mikil veðrabrigði í vændum í sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum, sem nú eru komin á eina hendi. Ósvinna Á hvítasunnunni var þess minnst að 100 ár voru liðin frá því Kleppsspítalinn tók til starfa. Á svo löngum tíma hefur margt breyst, læknismeðferð, aðbúnaður sjúklinga og viðhorf al- mennings til hinna sjúku. Enn er þó haft á orði að fordómar séu til staðar í garð fólks sem haldið er andlegum veikleika. Lengst af hafði orðið Kleppur neikvæða merkingu meðal fólks og geðveiki var nokkuð sem talað var um í hálfum hljóð- um vegna fákunnáttu og ef til vill ótta. Nú er annað uppi á ten- ingnum. Nú er allt meira og minna geðveikt, nafngiftin orðin að tískuorði, lýsingarorði til áherslu á ágæti fólks og eiginleik- um á nær öllum sviðum! Enginn nema sá er á brennur veit hversu nærri það getur gengið einstaklingi og aðstandendum að takast á við erfiða sjúkdóma. Auðvitað ber að nefna hlutina réttum orðum. Það er ekki lengur skömm að því að vera veikur á geði frekar en vera haldinn einhverjum öðrum sjúkdómi. Það ber hins vegar vott um takmarkaðan skilning á aðstæðum fólks, sem glímir við andlegan sjúkdóm, jafnvel árum saman, að viðhafa sömu nafngiftina yfir sjúkleika þess og ágæti fólks, sem talið er ganga heilt til skógar, á sviði svokallaðrar menn- ingar. Látum af þessari ósvinnu. s.h. Grunnskóli Bolung- arvíkur stækkaður Á þessum degi fyrir 21 ári Bæjarstjórn Bolungarvíkur samþykkti fyrir skömmu teikningar að fyrri áfanga viðbyggingar Grunnskólans og heimilaði byggingarnefnd að hefja framkvæmdir. Er reikn- að með að á þessu ári verði steyptir sökklar og grunnplata. Viðbyggingin rís við vesturenda núverandi húss. Gamla byggingin, sem raunar er þó ekki nema um tvítugt, er rúmir 1,220 fermetrar að stærð og þar eru 8 kennslustofur auk skrifstofu skólastjóra, þröngar kennarastofu og bóka- safns. Þar er orðið allt of þröngt um skólann, enda fer hluti kennslunnar fram annars staðar í bænum. Nýbyggingin, sem áætlað er að taka í notkun haustið 1990, er nokkru stærri, tæpir 1,390 fermetrar. Samkvæmt grófri kostnaðaráætlun sem miðuð er við byggingarvísitölu í apríl sl. er kostnaður ráðgerður um 52 milljónir króna. Þar er gert ráð fyrir 4 almennum kennslustofum, serkenn- slustofu og tónmenntastofu, skólabókasafni og setustofu nemenda auk stjórnunaraðstöðu og vinnuaðstöðu kennara. Umferðalagabrotum fjölgar milli ára Mun fleiri umferðarlagabrot voru framin í umdæmi lögreglunnar á Ísafirði í apríl samanborið við síðustu tvö ár. Alls voru framin 66 umferðalagabrot í apríl 2007, 40 í fyrra og 49 árið 2005. Hegningarlagabrot standa nokkurn veginn í stað milli ára og sömuleiðis fíkniefnabrot. Þetta kemur fram í mánaðarskýrslum ríkislögreglustjóra, en þar eru birtar upplýsingar um skráð brot hjá öllum lögregluembættum á landinu í ár, auk þess sem tölur síðustu tveggja ára fylgja með. Í skýrslunni eru birtar upplýsingar um stöðu brota eins og þau voru í málaskrá lögreglu þann 14. maí 2007. Það er tekið fram að tölur fyrir árin 2006 og 2007 eru bráðabirgðatölur. Torfhildur 103 ára Torfhildur Torfadóttir, íbúi á Hlíf íbúðum aldraðra á Ísafirði var 103 ára á fimmtudag í síðustu viku. Torfhildur er elst Vestfirðinga og fjórði elsti Íslendingurinn. Hún hefur að sögn alla tíð verið heilsuhraust og hefur meðal annars vakið athygli fyrir þátttöku sína í kvennahlaupinu árvissa. Torfhildur er fædd í Asparvík á Ströndum og var yngst átta barna Önnu Bjarnveigar Bjarnadóttur og Torfa Björnssonar. Að auki átti Torfhildur þrjú hálfsystkini. Nokkur systkina Torfhildar náðu háum aldri. Karlmaður var á dögunum sakfelldur í Héraðsdómi Vest- fjarða fyrir líkamsárás, sem átti sér stað á Þingeyri aðfara- nótt 1. janúar 2005. Mannin- um var gefið að sög að hafa á veitingastaðnum Tóka munki, skallað annan mann fyrirvara- laust í andlitið með þeim af- leiðingum að hann hlaut skekkju á nefi, fleiður á nef- bryggju, bólgur á nefi og skemmdir á húðtaugum. Ákærði neitaði sök, en vitnum bar saman um að ákærða og brota- þola hafi lent saman og ákærði hafi skallað manninn í andlit- ið, svo hann féll í gólfið. Ákærði hefur ekki sætt refs- ingum áður, samkvæmt saka- skrá, en við uppkvaðningu dómsins var litið til þess árás hans var án afsakanlegs eða réttlætanlegs tilefnis og al- mennt er talið alvarleg atlaga að skalla mann í andlit. Ákær- ði var því dæmdur í 30 daga fangelsi, en fresta skal fulln- ustu refsingarinnar og hún falla niður að liðnu einu ári frá uppsögu dómsins haldi ákærði almennt skilorð. Þá skal ákærði greiða brotaþola 78.862 krónur, með dráttar- vöxtum frá 21. júlí 2005 til greiðsludags. Ákærði greiði 191.292 krónur í sakarkostn- að, þ.m.t. málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns. – tinna@bb.is Dæmdur fyrir líkamsárás Vegleg hátíðahöld verða í boði á sjóarahátíðinni í Bol- ungarvík umhelgina. Dagskrá hátíðarinnar mun spanna tvo daga eins og undanfarin ár og hefst á laugardag kl. 10 með skemmtisiglingu með stærri sem smærri bátum. Klukkan 14 hefst skemmtidagskrá við höfnina þar sem m.a. verður boðið upp á kappróður, belg- jaslag, flekahlaup og keppni í sjómann. Á sjómannadaginn sjálfan verður boðið upp á skrúðgöngu frá Brimbrjóts- sundi, messu í Hólskirkju, heiðrun sjómanna, minning- arathöfn í kirkjugarði og að lokum kaffiveitingar í húsi björgunarsveitarinnar Ernis í Bolungarvík. Þá verður einnig boðið til hátíðarkvöldverðar í Víkurbæ á laugardeginum þar sem m.a. hinn bráðfyndni uppistandari Brynja Valdís mun skemmta. Regína Ósk, Friðrik Ómar og Grétar Örvarsson munu syngja og leika tónlist af sinni al- kunnu snilld. Hrólfur Vagns- son mun sjá um tónlist yfir borðhaldi. Veislustjórn verður í höndum Benedikts Sigurðs- sonar og fram kemur í tilkynn- ingu að hann taki líka nokkur lög og stjórni fjöldasöng við undirleik Hrólfs Vagnssonar. Að dagskrá tæmdri mun Eurobandið með Regínu Ósk, Friðrik Ómari og Grétari Örv- ars í broddi fylkingar sjá um að halda uppi fjöri, m.a. með því að leika þekktustu Euro- vision lög allra tíma. Vegleg hátíðahöld um sjó- mannadagshelgi í Bolungarvík

x

Bæjarins besta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.