Bæjarins besta


Bæjarins besta - 21.06.2007, Qupperneq 1

Bæjarins besta - 21.06.2007, Qupperneq 1
– Harðfiskverkandinn Finnbogi Jónasson er í opnuviðtali þar sem hann upplýsir m.a. að lítil kúnst sé að verka harðfisk og greinir frá skoð- unum sínum á mönnum, málefnum og góðu sam- bandi við himnafaðirinn Stofnað 14. nóvember 1984 · Sími 456 4560 · Veffang: www.bb.is · Verð kr. 300 m/vsk Fimmtudagur 21. júní 2007 · 25. tbl. · 24. árg. Nóg að borða einvörðungu harðfisk Sturla gagnrýnir kvótakerfið Sturla Böðvarsson, forseti Alþingis og 1. þingmaður Norð- vesturkjördæmis, gagnrýndi kvótakerfið harkalega í hátíð- arræðu sinni á 17. júní hátíðar- höldunum á Ísafirði. Sturla sagði að kvótakerfið sem tæki til að byggja upp fiskistofnana hafi brugðist. Lagði hann til að farið yrði í allsherjar upp- stokkun á fiskveiðastjórnun- arkerfinu að því gefnu að nið- urstöður Hafrannsóknastofn- unar séu réttar. Sturla lagði ríka áherslu á að úthlutun byggðakvóta væri ekki laus á vanda í byggða- málum og sagði aldrei ríkja sátt um þá úthlutun. Það er ekki á hverjum degi að æðstu valdamenn innan Sjálfstæð- isflokksins gagnrýna kvóta- kerfið og því verður afstaða Sturlu að teljast talsverð tíð- indi. Sturla talaði einnig um frjálst framsal aflaheimilda, taldi það ógna byggðalögum á Vestfjörðum og sagði ekki búið við það ástand. Olíuhreins- unarstöð er kostur sem er for- seta Alþingis hugnanlegur og sagði hann að það mætti ekki minna vera en að stjórnvöld leggi til fjármuni til að láta meta staðarvalskosti á Vest- fjörðum. Einar Oddur Kristjánsson, þingmaður í Norðvesturkjör- dæmi og flokksbróðir Sturlu, tók undir gagnrýni forseta Al- þingis í Morgunblaðinu. Einar sagði að hver einasti maður sem er ekki blindur og heyrn- arlaus, sæi að fiskveiðistjórn- unarkerfið og uppbygging fiskistofnanna hafi mistekist. Sjá hátíðarræðu Sturlu í heild á blaðsíðu 3. Sturla Böðvarsson, fyrsti þingmaður Vestfirðinga flytur hátíðarræðuna á Ísafirði.

x

Bæjarins besta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.