Bæjarins besta - 21.06.2007, Síða 2
FIMMTUDAGUR 21. JÚNÍ 20072
Þennan dag árið1986 var íþróttamiðstöðin í Laugardal
tekin í notkun og þennan dag árið 1991 var Perlan, útsýn-
ishús Hitaveitu Reykjavíkur, formlega tekin í notkun. Bygg-
ingarkostnaður var á annað milljarð króna.
Dagurinn í dag
21. júní 2007 – 172. dagur ársins
Tekjur Ísafjarðarhafnar af
komum skemmtiferðaskipa í
sumar gætu numið um 13,5
milljónum króna, ef fer sem
horfir. Á síðasta ári voru tekj-
urnar um 11 milljónir, og
höfðu þá aukist töluvert frá
fyrri árum. Alls er von á 26
skemmtiferðaskipum til Ísa-
fjarðar í sumar. „Skemmti-
ferðaskipin eru að verða stærri
og stærri þáttur í starfsemi
okkar,“ segir hafnarstjórinn
Guðmundur M. Kristjánsson,
„og það munar verulega fyrir
tekjur hafnarinnar, sérstaklega
þar sem hefur verið samdráttur
í löndun afla síðasta ár.“
Um er að ræða fastan kostn-
að skipanna samkvæmt gjald-
skrá hafnarinnar, en ofan á
þessar tekjur bætast síðan
þjónustugjöld fyrir sorpeyð-
ingu, vatn og rafmagn. Í fjár-
hagsáætlun Ísafjarðarbæjar
fyrir árið 2007 er gert ráð fyrir
töluverðri tekjuaukningu hafna
bæjarins. Tekjurnar aukast að
mestu vegna síaukinna vin-
sælda Ísafjarðarhafnar sem
viðkomustaðar skemmtiferða-
skipa.
Samanlögð stærð skipanna
sem koma í sumar er 529.972
brúttótonn og farþegarnir eru
16.984 talsins. – tinna@bb.is
Tekjur Ísafjarðar-
hafnar aukast enn
Skemmtiferðaskip eru að verða stærri þáttur í starfsemi Ísafjarðarhafnar.
Áslaug Sigríður Alfreðs-
dóttir, hótelstjóri á Ísafirði, var
sæmd heiðursmerki hinnar ís-
lensku fálkaorðu við athöfn á
Bessastöðum á sunnudag.
Áslaug fékk riddarakross fyrir
störf að ferðaþjónustu lands-
byggðar. „Þetta er mikill heið-
ur fyrir mig og alla þá sem ég
hef verið að vinna með, fjöl-
skyldu og aðra í ferðaþjónustu
á svæðinu. Þetta er mikil við-
urkenning fyrir okkur öll sem
erum að vinna í grasrót ferða-
þjónustunnar. Þetta er að sjálf-
sögðu ekki eins manns verk“,
segir Áslaug. Aðspurð segir
hún að sér hefði aldrei dottið í
hug viðurkenning sem þessi
þegar hún byrjaði í bransanum
fyrir fjórum áratugum síðan.
Áslaug byrjaði að vinna á
hóteli árið 1967, en segja má
að hún sé borin og barnfædd
inn í flugið og ferðaþjónust-
una. Síðar hóf hún nám við
Strathclyde hótelskólann í
Glasgow í Skotlandi þaðan
sem hún útskrifaðist árið
1974. Síðan þá hefur hún m.a.
afrekað að standa að hótel-
rekstri og opnun upplýsinga-
miðstöðvar í Reykjavík. Ás-
laug kom vestur árið 1989 og
hefur unnið að ferðaþjónustu
á Vestfjörðum síðan þá ásamt
eiginmanni sínum Ólafi Erni
Ólafssyni. – halfdan@bb.is
Áslaug sæmd heið-
ursmerki hinnar
íslensku fálkaorðu
Áslaug ásamt manni sínum Ólafi við afhendinguna á Bessastöðum. Mynd: Gylfi Ólafsson.
Nefnd skipuð til að undirbúa
200 ára afmæli Jóns Sigurðssonar
Skipuð hefur verið nefnd
sem á að undirbúa með hvaða
hætti eigi að minnast þess að
200 ár verða liðin frá fæðingu
Jóns Sigurðssonar þann 17.
júní 2011. Þetta kom fram í
þjóðhátíðarávarpi forsætis-
ráðherra, Geirs H. Haarde.
„Það er skylda okkar að
halda í heiðri um ókomin ár
minningu Jóns Sigurðssonar.
Eftir fjögur ár verða tvær aldir
liðnar frá fæðingu hans og
þess vegna ríkt tilefni til há-
tíðarhalda. Ég hef fyrr í dag
gefið út skipunarbréf nefndar
sem falið er að undirbúa 200
ára afmæli Jóns í samræmi
við samhljóða ályktun Al-
þingis frá því í vor um það
efni.“
Nefndinni er ætlað að gera
fyrstu tillögur eigi síðar en í
árslok 2008 en vinna síðan að
undirbúningi hátíðarhalda á
árinu 2011. Nefndin leiti enn
fremur eftir tillögum frá stofn-
unum og samtökum sem tengj-
ast minningu Jóns Sigurðs-
sonar forseta. Formaður nefnd-
arinnar verður Sólveig Péturs-
dóttir fv. forseti Alþingis.
Aðrir nefndarmenn eru Anna
Agnarsdóttir sagnfræðingur,
Sigurður Pétursson sagnfræð-
ingur, Gunnlaugur Haralds-
son þjóðháttafræðingur, Sig-
rún Magnúsdóttir fyrrverandi
borgarfulltrúi, Kristinn H.
Gunnarsson alþingismaður,
Karl M. Kristjánsson aðstoð-
arskrifstofustjóri Alþingis og
Eiríkur Finnur Greipsson for-
maður Hrafnseyrarnefndar.
Með nefndinni starfar Hall-
dór Árnason skrifstofustjóri í
forsætisráðuneytinu.
– tinna@bb.is
Byggðakvóti Súðavíkur auglýstur
Byggðakvóti Súðavíkurhreppur hefur verið auglýstur til umsókna.
Sjávarútvegsráðuneytið hefur samþykkt sérstök skilyrði vegna
úthlutunar aflaheimilda í sveitarfélaginu. Almenn skilyrði um-
sækjenda eru að þeir hafi leyfi til veiða í atvinnuskyni, bátar séu
skráðir með heimahöfn í Súðavíkurhrepp 1. maí 2007. Sótt er um
til Fiskistofu og er umsóknarfresturinn 2. júlí næstkomandi. 204
þorskígildistonn komu í hlut hreppsins á yfirstandandi fiskveiðiári.