Bæjarins besta - 21.06.2007, Side 4
FIMMTUDAGUR 21. JÚNÍ 20074
Þessi vel klæddi, ungi herramaður sómdi sér vel við burstabæinn. Ljósmyndir: Páll Önundarson.
Afmælisdegi Jóns Sigurðs-
sonar fagnað á Hrafnseyri
Þorsteinn Pálsson flutti hátíðarræðu dagsins.
Fjölmenni sótti þjóð-
veldishátíð á Hrafnseyri
við Arnarfjörð þann 17.
júní til að fagna því að 196
ár eru liðin frá því að
frelsishetjan Jón Sigurðs-
son fæddist þar. Hátíðar-
dagskrá hófst með guðs-
þjónustu í minningar-
kapellu Jóns Sigurðssonar
þar sem séra Valdimar
Hreiðarsson, sóknarprest-
ur á Suðureyri, þjónaði til
altaris. Þorsteinn Pálsson,
ritstjóri Fréttablaðsins og
fyrrv. forsætisráðherra,
flutti hátíðarræðu og
Eiríkur Finnur Greipsson,
formaður Hrafnseyrar-
nefndar, flutti ávarp.
Söngkonan Sólveig Sam-
úelsdóttir flutti nokkur lög
við undirleik Margrétar
Gunnarsdóttur. Vaskir
glímukappar frá íþróttafé-
laginu Herði sýndu glímu.
Að auki var opnuð sýning
á verkum eftir Snjólaugu
Guðmundsdóttur í bursta-
bænum en hún stundar
listvefnað úr ull.
Að loknum hátíðar-
höldum bauð Hrafns-
eyrarnefnd öllum gestum í
þjóðhátíðarkaffi.
– thelma@bb.is
Fjölmenni sótti hátíðarhöldin.