Bæjarins besta


Bæjarins besta - 10.01.2008, Síða 1

Bæjarins besta - 10.01.2008, Síða 1
Stofnað 14. nóvember 1984 · Sími 456 4560 · Veffang: www.bb.is · Verð kr. 300 m/vsk Fimmtudagur 10. janúar 2008 · 2. tbl. · 25. árg. Vestfirðingur ársins 2007 samkvæmt vali lesenda frétta- vefjarins bb.is er Arna Sigríð- ur Albertsdóttir, 17 ára nemi við Menntaskólann á Ísafirði, sem slasaðist alvarlega í skíða- slysi í Geilo í Noregi 30. des- ember 2006. Hún fékk nær 25% greiddra atkvæða. Arna Sigríður, sem lamaðist fyrir neðan mitti, hefur sýnt mikla þrautseigju, jákvæðni og styrk þrátt fyrir að vera bundin við hjólastól. „Hún er góð fyrir- mynd og kemur fólki í skiln- ing um að lífið hefur upp á svo margt að bjóða og hvað maður má vera þakklátur fyrir það sem maður hefur, eins og einn lesandi vefjarins orðaði það. Arna Sigríður er þriðja konan sem kjörinn er Vestfirð- ingur ársins af lesendum bb.is. Í öðru sæti í vali á Vestfirð- ingi ársins 2007 varð Jón Bjarna- son, bóndi að Hvestu í Arnar- firði, í þriðja sæti Vilborg Arn- ardóttir, stofnandi Raggagarðs í Súðavík, í fjórða sæti varð Örn Elías Guðmundsson (Mugi- son) tónlistarmaður í Súðavík og í fimmta sæti varð Reimar Vilmundarson skipstjóri í Bol- ungarvík. Í næstu sætum komu Matthildur Helgadóttir, fram- kvæmdastjóri á Ísafirði og stofnandi Óbeislaðrar fegurð- ar, Grímur Atlason bæjarstjóri í Bolungarvík, Elvar Logi Hannesson, leikari á Ísafirði, Jón Guðbjartsson útgerðar- maður á Ísafirði og Matthías Vilhjálmsson, knattspyrnu- maður frá Ísafirði. Alls fengu 114 einstakling- ar atkvæði í kosningunni en á sjöunda hundrað manns tóku þátt í kjörinu sem er rúmlega tvöföldun frá því í fyrra. Þeir einstaklingar sem voru í fyrstu fimm sætunum fengu 60% greiddra atkvæða. Næstu fimm fengu 10% greiddra atkvæða og aðrir minna. Arna Sigríður tók við viðurkenningu í tilefni útnefningarinnar á laugardag sem og eignar og farandgrip sem smíðaður er af Ísfirðingn- um Dýrfinnu Torfadóttur, gull- smið. Aðstandendur valsins á Vest- firðingi ársins 2007, Gullauga á Ísafirði, hugbúnaðarfyrir- tækið Eskill hf., í Reykjavík og bb.is þakka lesendum þátt- tökuna og óska þeim velfarn- aðar á árinu 2008. Sjá nánar um valið á bls. 4 og viðtal við Örnu Sigríði á bls. 8. – bb@bb.is Vestfirðingur ársins 2007 valinn af lesendum fréttavefjarins bb.is Arna Sigríður hlaut flest atkvæði Arna Sigríður Albertsdóttir tekur við viðurkenningu og farandgrip í tilefni útnefningarinnar. Sitt hvoru megin við Örnu Sigríði eru Thelma Hjaltadóttir, blaðamaður á Bæjarins besta og bb.is og Örn Torfason, eigandi Gullauga á Ísafirði, sem stendur að valinu ásamt bb.is og Eskli hf. Fjörutíu og sjö börn fæddust á Fjórðungssjúkra- húsinu á Ísafirði á nýliðnu ári og er það heldur færra en árið á undan þegar 53 börn komu í heiminn á Ísafirði. Þá fæddust einn- ig 53 börn á Ísafirði árið 2005 sem er heldur færra en árið þar á undan þegar 61 barn fæddist. 22 stúlk- ur og 25 drengir. „Ég er mjög bjartsýn á árið, það sem við sjáum lofar góðu og ég held að það verði fjölgun á hinu nýja ári“, segir Brynja Pála Helgadóttir, ljósmóðir. Af þeim 47 börnum sem komu í heiminn á Ísafirði 2007 voru 22 stúlkur og 25 drengir. Síðasta barn ársins fæddist 28. desem- ber en Vestfirðingar eign- uðust ekki nýársbarnið að þessu sinni og að sögn Brynju er einhver bið í næsta barn fæðist. „Við fáum ekki barn alveg á næstunni en ætli það komi ekki í kringum miðjan janúar, en annars er þetta óútreiknanlegt.“ – thelma@bb.is 47 börn í heiminn 22 stúlkur og 25 dreng- ir komu í heiminn á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði á nýliðnu ári.

x

Bæjarins besta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.