Bæjarins besta


Bæjarins besta - 10.01.2008, Side 13

Bæjarins besta - 10.01.2008, Side 13
FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 2008 13 Íbúar á Suðureyri voru 304 talsins 1.desember 2007 sl., samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands, og hefur íbúum því fjölgað um fjóra á milli ára. Íbúum á Suðureyri hefur fjölgað um 25 síðan 1997 eða 8,4%. Íbúum Ísa- fjarðarbæjar fækkaði um 135 á árinu og er íbúafjöldi í fyrsta skipti kominn undir 4000 íbúa eða 3963. Af Vestfjörðum fluttu 274 til höfuðborgar- svæðisins á tímabilinu janúar til september en 155 fluttu frá höfuðborgarsvæðinu á Vest- firði á sama tímabili, munur- inn er 119 manns. Á sama tíma er atvinnuleysi minnst á Vestfjörðum, sam- kvæmt tölum Vinnumála- stofnunar en tölur um atvinnu- leysi sveiflast oft mikið yfir árið. Líkum má að því leiða að lágar atvinnuleysistölur og fækkun íbúa haldist í hendur og því gefi tölur um atvinnu- leysi ekki rétta mynd af lýð- fræði svæðisins. Halldór Hall- dórsson bæjarstjóri Ísafjarð- arbæjar kannast vel við þessa skrumskælingu og segir að það sé oft sagt í gríni um Vest- firðinga að þeir flytji út fisk og atvinnuleysi. „Við verðum að horfa til þess að það vantar víða fólk til starfa, það vantar til dæmis á marga báta. Það virðist sem þróunin sem orðið hefur í fisk- vinnslunni í þá átt að fleiri útlendingar skapi gjaldeyrinn, sé að færast yfir á sjómennsk- una, það vantar ungu kynslóð- ina í sjómannastétt. Við mun- um glíma við það að fá fólk í vinnu á þessu ári, en það verður ánægjuleg glíma,“ seg- ir Halldór og minnir á að öll kurl séu ekki komin til grafar í mótvægisaðgerðum ríkis- stjórnarinnar vegna skerðing- ar á þorskkvóta. „Nú fer Innheimtustofnun sveitarfélaga að koma með sín 6-8 störf og við megum eiga von á störfum og peningum í atvinnuþróun og annað á ár- inu, peningum sem eru á fjár- lögum. Ég vona að það verði ekki fleiri mistök af þeirri gerð sem nýverið áttu sér stað þegar settir voru peningar vegna þorskkvótaskerðingar í við- hald ríkiseigna á m.a. Hvann- eyri og Búðardal sem eru fjarri því að vera sjávarútvegspláss. Bolungarvík varð illa úti og ég varaði ráðherrana við þessu, benti þeim á svokall- aðan félagsheimilasjóð sem væri hentugri til að styðja við sjávarplássin,“ segir Halldór Halldórsson bæjarstjóri Ísa- fjarðarbæjar. – sigridur@bb.is Íbúum fjölgar á Suðureyri Atvinnu- og mannlíf stendur í ágætis blóma á Suðureyri við Súgandafjörð. Gospelkór Vestfjarða held- ur tónleika í Safnaðarheimil- inu í Bolungarvík á morgun kl. 20 en þá verða fimm ár liðin frá því að kórinn hélt sína fyrstu tónleika. Frum- kvöðlar að stofnun kórsins voru Pálína Vagnsdóttir og Agnes Sigurðardóttir sóknar- prestur en þær fengu gospel- frömuðinn Óskar Einarsson hingað vestur í janúar 2003 og var hann ásamt Hrönn Svansdóttur og Þóru Grétu Þórisdóttur með þriggja daga námskeið. Því námskeiði lauk svo með tónleikum í Víkurbæ fyrir fullu húsi og var mikil stemmning á staðnum. Óskar hefur komið hingað tvisvar eftir þetta og hefur koma hans lyft upp kórfélögum og öðrum sem þátt hafa tekið í nám- skeiðunum. Gospelkór Vestfjarða hefur sungið víða og tekið þátt í ýmsum uppákomum þessi árin, auk þess sem haldnir hafa verið tónleikar hér á svæðinu, ásamt á Hólmavík og Patreks- firði. Lengst af var Pálína Vagnsdóttir kórstjóri en Vig- dís Garðarsdóttir stjórnaði kórnum einnig um tíma. Frá haustinu 2006 tók Auður Arna Höskuldsdóttir við sem kór- stjóri. Þar sem upphaf kórsins byrjaði í Bolungarvík, finnst okkur tilvalið að halda upp á 5 ára afmælið þar og gefa Bol- víkingum og nærsveitarmönn- um tækifæri til að halda upp á þetta afmæli með okkur. Von- um við að sem flestir sjái sér fært að mæta og gleðjast með okkur. Aðgangseyrir er 1.000 krónur fyrir fullorðna en ókeypis fyrir börn 12 ára og yngri og eldri borgara 67 ára og eldri. – thelma@bb.is Gospelkór Vestfjarða fimm ára Atvinna Íslandspóstur hf., óskar eftir að ráða bíl- stjóra í útakstur á kvöldin. Upplýsingar í síma 456 5000 og á póst- húsinu. Stöðvarstjóri. Hægt að fjölga íbúum Vestfjarða um 1.130 án þess að byggja nýtt húsnæði Húsnæði er verulega van- nýtt á Vestfjörðum og íbúum gæti fjölgað um 1.130 án þess að byggt yrði nýtt íbúðarhús- næði. Að því er fram kemur í skýrslu RHA um valda sam- félagsþætti sem varða fyrir- hugaða byggingu olíuhreinsi- stöðvar væri hægt að fjölga íbúum um 450 á sunnan- verðum Vestfjörðum og um 680 á Ísafjarðarsvæðinu. Í árslok 2006 var allt íbúðar- húsnæði á Íslandi samtals 15.865.009 m2 samkvæmt Fasteignamati ríkisins. Á sama tíma voru íbúar Íslands 307.672. Þetta þýðir að fermetrafjöldi íbúðarhúsnæðis á hvern íbúa var 51,6 m2. Einungis í Ísa- fjarðarbæ og Tálknafjarðar- hreppi var fermetrafjöldi á íbúa í líkingu við meðaltal landsins. Mesta vannýting íbúðarhúsnæðis af þessum sveitarfélögum er í Vestur- byggð, og sjá má að nýtingin á Bíldudal er enn verri en í sveitarfélaginu í heild. Samkvæmt skýrslunni ætti að vera hægt að fjölga íbúum á Vestfjörðum töluvert án þess að byggja meira íbúðarhús- næði en til var í árslok 2006, nánar til tekið um rúmlega 450 fyrir sunnan Hrafnseyr- arheiði og tæplega 680 norðan Hrafnseyrarheiðar. Jafnframt mætti fjölga um nálægt 100 manns í báðum þeim þéttbýl- iskjörnum sem eru næstir Hvestu og Söndum. „Segjum nú sem svo að öfl- ug atvinnustarfsemi kæmi skyndilega til skjalanna á Vest- fjörðum og íbúum myndi fjölga. Mun hluti af fjölgun- inni þá ekki verða vegna aukn- ingar í þjónustugreinunum? Varla er hægt að gera ráð fyrir því að aukalegur fjöldi fólks gangi eingöngu til vinnu hjá hinum nýja atvinnurekanda? Svarið við þessu er að vissu- lega muni hluti fjölgunarinnar verða fólk sem vinnur við þjónustu enda er það óhjá- kvæmilegur fylgifiskur að þjónusta þarf að aukast ef íbú- um fjölgar. Spurningin er hins vegar í hve miklum mæli“. segir í skýrslunni en þar kemur fram að ýmislegt bendi til þess að ónýtt afkastageta sé í þjón- ustugreinum á Vestfjörðum. Sem dæmi geti grunnskólar tekið við eitthvað fleiri nem- endum án þess að fjölga starfs- fólki, bakarí geti bakað eitt- hvað meira brauð án þess að fjölga starfsfólki og ýmis fyr- irtæki geti veitt meiri þjónustu án þess að fjölga starfsfólki. Það er því ekki víst að það yrði fjölgun í þjónustu með sama hætti á Vestfjörðum ef öflug atvinnustarfsemi kæmi til skjalanna eins og á þeim stöðum sem ekki hafa átt við fólksfækkun að glíma. „Hin nýja atvinnustarfsemi á Vest- fjörðum gæti því vænst þess að fá stærri skerf af nýjum ársverkum sem þessi nýja starfsemi skapaði heldur en ef sama starfsemi færi í gang annarsstaðar á landinu þar sem efnahagsþróun hefur verið með eðlilegri hætti en á Vest- fjörðum“, segir í skýrslunni. Húsnæði á Vestfjörðum er vannýtt. Myndin er af Ísafirði en þar er fermetrafjöldi á íbúa í líkingu við meðaltal landsins.

x

Bæjarins besta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.