Bæjarins besta - 10.01.2008, Side 10
FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 200810
„Maður getur velt því fyrir sér hvernig staðan
væri ef sveitarfélagið hefði ekki tekið þátt í
atvinnulífinu og hvort það væri betri staða ef
sveitarfélagið ætti stóra sjóði inni á bankabók
á meðan atvinnulífið væri í ólestri.“
Nýstárleg atvinnustefna Sú
„Aðgerðir síðustu ára sem
hafa verið færðar í fallega bún-
inga. Ég get nefnt Vestfjarða-
samninginn, boðaðar mót-
vægisaðgerðir, aðgerðir sem
boðaðar voru í framhaldi af
stofnun Vestfjarðanefndar-
innar og fleira. Allt þetta er af
hinu góða og slær á verstu
verkina, en það er ekki til þess
gert að breyta íbúaþróuninni.
Við erum ekki enn farin að
ráðast að rót vandans en þar
er kjarni málsins. Við erum
enn í því að taka bara verkjalyf
við sársaukanum. Það var að
vissu leyti á þessum forsend-
um sem sveitarstjórn Súðavík-
urhrepps ákvað að endurskoða
stefnu sína í atvinnu- og byggða-
málum og fara í róttækar að-
gerðir með. Í raun var ákveðið
að yfirskjóta til að vega upp á
móti slæmum ytri skilyrðum.
Til að skýra þetta út má
segja að sveitarfélög geti haft
áhrif á innra umhverfi sitt, sem
Súðavíkurhreppur gerði með
eftirtektarverðum hætti með
stefnumörkun sinni sem snýr
að hóflegum gjaldskrám,
stuðningi við fyrirtæki og um-
hverfi þeirra, útvegun atvinnu-
húsnæðis, hlutafjárkaup o.fl.
Auk þess er það svokallað ytra
umhverfi fyrirtækja. Þar má
nefnda þætti eins og vegasam-
göngur, flugsamgöngur, um-
hverfi flutningsfyrirtækja sem
hefur áhrif á flutningskostnað,
raforkumál, háhraðatenging-
ar, starfsemi opinberra stofn-
ana eins og Íbúðalánasjóðs,
Byggðastofnunar, starfsemi
Nýsköpunarsjóðs o.fl. Þessir
þættir eru alfarið á ábyrgð rík-
istjórnar, þættir sem sveitar-
félögin á Vestfjörðum hafa
lítil áhrif á, öðruvísi en að
benda á það sem betur mætti
fara. Ég hef upplifað síðustu
ár þannig að það er sama hver
viljinn og getan er hjá sveitar-
félögum á landsbyggðinni til
að snúa þróuninni við, að þá
er það ytra umhverfið sem
slær harkalega á móti öllum
okkar tilraunum til að betrum-
bæta ástandið. Auðvitað er
engin patent lausn á þessum
vanda og vandinn er stór og
margar samhliða breytingar
þurfa að eiga sér stað. Fyrir
utan gjörbreytingu á þessum
þáttum sem ég taldi upp áðan
þá hef ég verið hrifin af þeirri
hugmynd sem Norðmenn fóru
sem fólst í að breyta skatta-
umhverfinu. Ég tel að við
þurfum slíkar aðgerðir, að
vera með mun lægri skattpró-
sentu á einstaklinga sem eru
hvar ætti að fjárfesta.
Ill nauðsyn að fara
í þessar aðgerðir
–Nú hefur það ekki verið
stemmningin í þjóðfélaginu
undanfarin ár að opinberir
aðilar komi með svo beinum
hætti að atvinnurekstri. Þið
hafið tekið allt annan pól í
hæðina...
„Já, og í raun gert það af
illri nauðsyn. Samfélög þrífast
á atvinnulífi og þegar þau mál
eru í ólestri þarf að fara yfir
það og taka ákvarðanir. Maður
getur velt því fyrir sér hvernig
staðan væri ef sveitarfélagið
hefði ekki tekið þátt í atvinnu-
lífinu og hvort það væri betri
staða ef sveitarfélagið ætti
stóra sjóði inni á bankabók á
meðan atvinnulífið væri í
ólestri. Það þarf að taka inn í
myndina að landsbyggðin hef-
ur verið í varnarbaráttu alveg
frá fjórða áratug síðustu aldar,
en þá bjuggu á Vestfjörðum
um 14 þúsund manns. Á þessu
tímabili var uppsveifla á Vest-
fjörðum þegar skuttogaraút-
gerðin hófst í kringum 1970
og stóð það tímabil allt til
ársins 1980 þegar staðan fór
að breytast vegna breytinga á
kvótakerfinu. Varnarbaráttan
hefur því verið háð á þessu
tímabili í um 50 ár en upp-
sveiflan á sama tíma varði í
tíu ár. Ég tel að þegar varnar-
barátta er háð svo lengi án
teljandi breytinga verður að
skoða nýjar leiðir og til þess
þarf þor. Fara þarf yfir stöðuna
með breyttu hugarfari og taka
í framhaldi djarfar og fram-
sýnar ákvarðanir sem tiltrú er
á að snúi þróuninni við. Íbúa-
þróun á Vestfjörðum er ekki
vandamál Vestfirðinga, held-
ur vandamál þjóðarinnar. Ef
fer fram sem horfir gæti 95%
af þjóðinni endað á suðvest-
urhorni landsins eftir ekki
mörg ár. Fyrir mér er það ekki
áhugaverð framtíðarsýn. Plástr-
ar duga ekki á svöðusár, en
aðgerðir ríkisstjórnar eru því
miður plástraaðferðir sem fela
ekki í sér breytingu á þeirri
byggðaröskun sem stór hluti
landsbyggðarinnar býr við.
Spurningin er ennþá sú hvort
við viljum breyta því? “
Ríkisvaldið hefur
öll tromp á hendi
–Hvaða plástraaðferðir áttu
við?
haldi sameinast Sumarbyggð,
Prótón. sem átti 22 sérsmíðaða
sjóstangaveiðibáta, og Tálkna-
byggð sem á fimm nýleg sum-
arhús á Tálknafirði, nú undir
undir merkjum Sumarbyggð-
ar. Eftir þessar breytingar er
framtíðin björt fyrir Sumar-
byggð og eru væntanlegir
1.500 sjóstangaveiðimenn á
þessu ári.“
Stórtap á rækjunni
– Sveitarfélagið átti svo í
rækjuverksmiðjunni...
„Jú, þegar stjórnendur Hrað-
frystihússins - Gunnvarar
keyptu fyrri eigendur út úr
HG keyptu þeir jafnframt hlut
Súðavíkurhrepps sem átti um
10% í fyrirtækinu. Hlutur
sveitarfélagsins var um 380
milljónir fyrir söluna. Í fram-
haldi óskuðu stjórnendur HG
eftir viðræðum við sveitarfé-
lagið um aðkomu þess að
rekstri rækjuverksmiðjunnar
og eftir umhugsun ákvað
Súðavíkurhreppur að gera það
og í framhaldi var stofnað nýtt
félag um reksturinn með 45%
eignaraðild hreppsins á móti
HG. Áður en sú ákvörðun var
tekin var leitað eftir áliti fróðra
manna til að hjálpa okkur við
ákvarðanatökuna og í þeim
skýrslum var fjallað um mögu-
lega minnkandi rækjuveiði
vegna hlýnunar sjávar en erfitt
var að spá um aðra þætti. Síð-
an breyttist rekstrarumhverfi
rækjuvinnslunnar mikið á
stuttum tíma, mun meira en
nokkurn hafði órað fyrir, olíu-
verð hækkaði, rækjuveiði
minnkaði, mikil samkeppni
leiddi til lægri söluverða og
fleiri þættir breyttust sem urðu
til þess að einu og hálfu ári
eftir að við förum af stað í
nýju félagi var ákveðið að
stöðva rækjuveiðar og vinnslu.
–Tapaði sveitarfélagið mikl-
um peningum á þátttökunni?
„Frosti hf, Súðavík er ekki
gjaldþrota, á enn rækjukvóta
og skip en ljóst að tap sveitar-
félagsins er töluvert. Það var
mjög erfitt og þungbært fyrir
sveitarfélagið að verða fyrir
svona höggi, sérstaklega vegna
þess að margir íbúar voru
mjög mótfallnir því að sveitar-
félagið setti fjármuni í félag
um rækjuveiðar og vinnslu.
Ég tel þó að í gegnum tíðina
hafi íbúar sveitarfélagsins al-
mennt hafi verið sammála
þeirri hugmyndafræði að setja
fjármagn í atvinnurekstur en
frekar verið ósammála um
fyrir að það hafi gefið á í þeim
málum. Við höfum tekið
margar djarfar ákvarðanir
undanfarin ár og ég dreg ekk-
ert undan í því að við höfum
tapað fjármunum á sumum
þeirra. Þrátt fyrir það ber að
skoða stöðuna í heild sinni og
þegar það er gert má ætla að
sveitarfélagið hafi hagnast á
öðrum fjárfestingum mun
meira en hefur tapast á þessu
fimm ára tímabili auk þess
sem samfélagið er á margan
hátt mun öflugra fyrir vikið.“
1.500 sjóstangaveiði-
menn á leiðinni
–Þrátt fyrir baráttu við
fækkun íbúa og starfa segir
Ómar að margt mjög jákvætt
sé í farvatninu sem vert er að
fylgjast með. M.a. eru mjög
spennandi tímar í ferðaþjón-
ustunni og þá sérstaklega í
þjónustu við sjóstangaveiði-
menn sem Sumarbyggð hf sér
um.
„Þegar byggðin var flutt var
félagið Sumarbyggð hf. stofn-
að utan um húsin í gamla þorp-
inu. Það tók lengri tíma að
koma rekstrinum almennilega
í gang en gert hafði verið ráð
fyrir og var félagið rekið með
tapi til margra ára. Árið 2005
varð mikil stefnubreyting hjá
félaginu þegar farið var í að
undirbúa komu sjóstanga-
veiðimanna til Súðavíkur. Í
upphafi var þetta samstarfs-
verkefni Súðavíkurhrepps og
Tálknafjarðarhrepps og jarð-
vegur fyrir frekari sókn undir-
búinn. Við völdum þá leið að
setja verkefnið upp sem sam-
starfsverkefni sem flestra
sveitarfélaga á Vestfjörðum
og um það samstarf var stofn-
að fyrirtækið Fjord fishing
ehf. Í fyrirtækinu áttu auk okk-
ar, Tálknafjarðarhreppur, Vest-
urbyggð, Bolungarvíkurkaup-
staður, Elías Oddson á Ísafirði
og Iceland Pro Travel ltd sem
var þjónustuaðili við Angel-
reisen sem selur sjóstanga-
ferðir í Þýskalandi. Sumarið
2006 heppnaðist með ein-
dæmum vel þar sem um 1.000
sjóstangaveiðimenn komu til
Súðavíkur og Tálknafjarðar.
Umhverfi Fjord fishing breytt-
ist síðan óvænt í lok ársins
2006 vegna samstarfsörðug-
leika sem leiddu til þess að
félagið hafði ekki tök á að
halda áfram með upphaflegar
áætlanir sínar og urðu Sumar-
byggð og aðrir þjónustuaðilar
að bregðast við því. Í fram-
vera með einn stóran atvinnu-
rekanda í Súðavík sem var að
útvega um helming allra starfa
í sveitarfélaginu. Auk þess
voru háleit markmið sett um
fjölgun íbúa í sveitarfélaginu.
Við ákváðum að sveitarfé-
lagið mundi beita sér með
beinni og óbeinni aðkomu að
því að fjölga atvinnutækifær-
um þar sem sveitarfélagið
hafði fjárhagslega getu til
þess. Hugmyndin var jafn-
framt að gera rekstrarum-
hverfi fyrirtækjanna betra og
meira aðlaðandi.“
Sveitarfélagið með
puttana víðsvegar
„Við tókum ákvarðanir sem
sýndu fram á öðruvísi nálgun
við þróunina í atvinnu- og bú-
setumálum. Þar var t.d. ákveð-
ið að styrkja fyrirtæki sem
gátu sýnt fram á fjölgun starfa
í sveitarfélaginu með tíma-
bundum endurgreiðslum á út-
svari. Við ákváðum að veita
ferðaþjónustufyrirtækjum rekstr-
arstuðning til að aðstoða þau
við að koma undir sig fótunum
og ákváðum að veita lögbýl-
um í dreifbýlinu stuðning í
þeirra rekstri. Samhliða þessu
vorum við í beinum fjárfest-
ingum í fyrirtækjum á svæð-
inu og höfum frá árinu 2003
stofnað félög og keypt hlutafé
í nokkrum félögum þar sem
sýnt var að myndu leiða til
fjölgunar starfa. Það er vissu-
lega ekki heppilegt að sveitar-
félög þurfi að taka þátt í at-
vinnulífinu með slíkum hætti
og þau ættu almennt ekki að
gera það. Raunin er samt sú
að sveitarfélög á öllu landinu
eru mjög áberandi í atvinnu-
rekstri, með beinum og óbein-
um hætti. Í því sambandi
mætti skoða stærstu sveitarfé-
lögin á suðvesturhorninu þar
sem berlega sést að starfsemi
þeirra svo víðtæk að skil milli
stjórnsýslu og einkarekstrar
eru óljós og ríkir á ákveðnum
sviðum hörð samkeppni á
milli þeirra sveitarfélaga sem
liggja saman á höfuðborgar-
svæðinu. Meginástæða fyrir
þátttöku Súðavíkurhrepps síð-
ustu ár í atvinnulífinu er að
það var talið mikilvægt til að
sveitarfélagið mundi eflast og
dafna í stað þess að vera í
stöðugri vörn. Það búa tæp-
lega 200 manns í Súðavík, en
Súðavík mundi þrífast mun
betur með íbúafjölda um 260
og það er okkar markmið, þrátt
Súðavíkurhreppur hefur
tekið aðra stefnu í atvinnu-
málum en flest önnur sveitar-
félög á landinu. Mantran um
að hið opinbera eigi ekki koma
með beinum hætti að atvinnu-
rekstri fékk að fjúka og sveit-
arfélagið ákvað að koma enn
meira að atvinnulífinu á staðn-
um, meira en það hafði áður
gert. Ómar Már Jónsson sveit-
arstjóri segir að þetta hafi ver-
ið gert af nauðsyn til að bregð-
ast við óhagstæðu rekstarum-
hverfi fyrirtækja á svæðinu
og blikum á lofti um að harðna
mundi á dalnum í atvinnumál-
um ef ekkert yrði að gert.
„Þessi stefnu má rekja til
ársins 2003 þegar ný sveitars-
tjórn var komin til starfa eftir
kosningarnar 2002 og ég var
ráðin til starfa sem sveitar-
stjóri. Fljótlega var farið yfir
stöðuna almennt í sveitarfé-
laginu og við þá skoðun lá
fyrir að atvinnulífið var mjög
viðkvæmt. Rækjuverksmiðj-
an var stærsti atvinnurekand-
inn, veitti um 40 manns at-
vinnu við vinnslu og útgerð,
ekkert atvinnuhúsnæði var
laust á svæðinu og erfitt um
vik að fjölga atvinnutæki-
færum. Stærsta fyrirtækið var
alfarið í rækjuútgerð og vinn-
slu og áhættan fyrir atvinnulíf
í Súðavík mikil, með allt undir
í einni sveiflugjarni atvinnu-
grein, sem erfitt var að treysta
á. Áður hafði áhættan verið
mun minni, á þeim árum sem
var öflug útgerð, bolfisk-
vinnsla og rækjuvinnsla í hús-
næði Frosta og saltfiskvinnsla
á Langeyri. Þegar illa gekk í
rækjunni var hægt að leggja
meiri áherslu á bolfiskinn og
öfugt. Þannig hafði þetta
gengið í mörg ár þar til að
tekin var ákvörðun um að
veðja alfarið á rækjuna og í
framhaldi var hætt í útgerð og
vinnslu á bolfisk. Rækjan gaf
vel af sér þegar best var og
ætli ástæðan fyrir þessari
stefnubreytingu hafi ekki
verið sú að menn hafi viljað
sérhæfa sig og ná betri mörk-
uðum og hærri verðum.”
Háleit markmið sett
„Við héldum íbúaþing í
mars 2004 og í framhaldi mót-
uðum okkur stefnu í atvinnu-
og byggðamálum fyrir árin
2005 – 2010. Þar var mark-
miðið m.a. sett á að fjölga
atvinnutækifærum og draga
úr þeirri áhættu sem fólst í að