Bæjarins besta - 10.01.2008, Side 15
FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 2008 15
ÚTBOÐ
Ísafjarðarbær óskar eftir tilboð í verk-
ið „Áhaldahúsið á Þingeyri, endur-
nýjun þakjárns.“ Ofangreindu verki
skal að fullu lokið eigi síðar en 11.
júní 2008.
Útboðsgögn verða afhent hjá Ísafjarð-
arbæ, Hafnarstræti 1, 400 Ísafirði.
Tilboðin verða opnuð á bæjarskrifstofu
Ísafjarðarbæjar, Stjórnsýsluhúsinu,
þriðjudaginn 19. febrúar 2008 kl.
11:00 að viðstöddum þeim bjóðend-
um sem þess óska.
Sviðstjóri umhverfissviðs.
Háls- nef- og eyrna-
lækni á Ísafirði
Sigurður Júlíusson læknir verður með
móttöku á Ísafirði dagana 16.- 19. janúar.
Tímapantanir í síma 450 4500 á milli kl.
08:00 og 16:00 alla virka daga.
Fjölmennt á jólamóti UMFB
Lið Karítasar og GSG sigruðu í árvissu innanhúsmóti Ungmennafélags Bolungarvíkur í knatt-
spyrnu sem haldið var um áramótin. Tíu lið mættu til leiks í karlaflokki og þrjú í kvennaflokki og
leiknir voru tveir riðlar í karlaboltanum og síðan var farið í átta liða útsláttarkeppni. Í kvenna-
flokki var spiluð tvöföld umferð og síðan úrslitaleikur. Í kvennaflokki sigraði lið sem Karítas fór
fyrir. Sigurvegarar í karlaflokki urðu GSG eftir hörku úrslitaleik við Sólfdána. Á vef UMFB
kemur fram að margir leikmenn meistaraflokksliða karla og kvenna hjá BÍ/Bolungarvík hafi leikið
á mótinu en einnig voru mættir bæði eldri og yngri leikmenn auk gesta frá öðrum liðum.
Vestfirðir á leið í eyði
Vestfirðir eru á leið í eyði verði ekkert gert, samkvæmt mati Ragnars
Jörundssonar, bæjarstjóra Vesturbyggðar í viðtali í helgarblað DV.
„Við eigum í vök að verjast og ef fer sem horfir verður engin byggð
eftir á Vestfjörðum eftir fimmtíu ár“, segir Ragnar. Ástæður þessa segir
Ragnar vera gallað kvótakerfi og lélegar samgöngur. Íbúum Vesturbyggð-
ar hefur fækkað um 420 á síðustu 12 árum eða um 32%. Í blaðinu
kemur fram að íbúum Vestfjarða hafi fækkað um 18% frá árinu 1995.
Nýir trúboðar hafa flust til
Ísafjarðar og tekið við sem
vottar Jehóva. Þau Christina
og Simon Kjeltsen hafa verið
í bænum í hálfan mánuð og
segja að sér lítist mjög vel á.
„Okkar starf felst í því að
kynna biblíuna fyrir fólki og
á þessum stutta tíma sem við
höfum verið hér höfum við
komist að því að fólk ber
mikla virðingu fyrir biblíunni,
sem er mjög jákvætt“, segir
Christina. Simon tekur undir
og bætir við. „Við höfum
einnig komist að því Ísfirð-
ingar hafa mikinn og góðan
húmor.“ Þau hafa verið á Sel-
fossi í rúm fimm ár og segja
að það sé óvíst hve lengi þau
muni verða á Ísafirði.
Vottar Jehóva hafa vígt sig
Guði til að gera vilja hans og
þeir reyna að standa við það
vígsluheit. Þeir leitast við að
láta orð Guðs og heilagan anda
hans leiða sig í öllu sem þeir
gera. Vottarnir láta sig varða
velferð annarra og vilja gjarn-
an stuðla að friði og skilningi
milli manna. Þá langar til að
upplýsa aðra um hverjir þeir
séu, um trú sína, starfsemi og
afstöðu til mannlífsins og
heimsins. Þetta kemur fram á
opinberu vefsetri votta Jehóva
á Íslandi.
– thelma@bb.is
Nýir trúboð-
ar á Ísafirði
Forsvarsmenn fjársöfnunar
fyrir sneiðmyndatæki fyrir Heil-
brigðisstofnun Ísafjarðarbæj-
ar afhenti forsvarsmönnum
Fjórðungssjúkrahússins á Ísa-
firði gjafabréf að fjárhæð 21,5
milljón króna rétt fyrir jól.
„Það söfnuðust tæpar 20
milljónir en restin voru vextir.
Við erum afskaplega hrærð
hversu vel tókst að safna fyrir
tækinu en Við forsvarsmenn
söfnunarinnar erum leið yfir
því hversu langan tíma það
tók að skila af okkur þessari
gjöf en það voru óviðráðan-
legar orsakir sem réðu því.
Við erum afskaplega hrærð
yfir því hversu vel til tókst og
yfir örlæti fólks en gjafirnar
voru á öllum á skalanum og
upp í 2 milljónir króna“, segir
Eiríkur Finnur Greipsson, sem
afhenti gjafabréfið við fjöl-
mennt samsæti þar sem saman
voru komnir aðstandendur
söfnunarinnar og starfsfólk
sjúkrahússins.
Sjálft tækið kostaði um 11
milljónir króna og umframféð
verður lagt inn í minningar-
sjóð Úlfs Gunnarssonar, fyrr-
verandi læknis, og nýtt til
tækjakaupa. Sneiðmyndatæk-
ið er svokallað fjögurra sneiða
tæki og var áður í notkun í
læknamiðstöðinni Domus
Medica í Reykjavík. Áhuga-
mannahópur stóð fyrir söfnun
fyrir tækið sem hrundið var af
stað í september. Sneiðmynda-
tækið hefur verið í notkun í
rúmt ár.
– thelma@bb.is
Söfnuðu 20 milljónum
fyrir sneiðmyndatæki
Eiríkur Finnur Greipsson afhendir Þorsteini Jóhannessyni yfirlækni á Fjórðungs-
sjúkrahúsi Ísafjarðar gjafabréf fyrir hinu langþráða sneiðmyndatæki.