Bæjarins besta - 10.01.2008, Qupperneq 18
FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 200818
Mannlífið
Netspurningin er birt vikulega
á bb.is og þar geta lesendur látið
skoðun sína í ljós. Niðurstöðurnar
eru síðan birtar hér.
Smáauglýsingar
Eflum félagið og gerumst félag-
ar! Hjálpið okkur að hjálpa öðr-
um. Krabbameinsfélagið Sigur-
von, sími 456 5650 og netfang
sigurvon@snerpa.is.
Til leigu er lítið einbýlishús í
Hnífsdal. Húsið er búið húsbún-
aði og húsgögnum og leigist til
1. júní. Húsið leigist í mánaðar-
leigu og best væri að fá einn
leigjanda allan tímann en styttri
tímabil koma til greina. Húsa-
leiga er kr. 50 þús. á mánuði
með hita og rafmagni. Upplýs-
ingar gefur Erna í síma 869 4566.
Tek að mér að örmerkja hesta.
Merki með Datamars örmerkj-
um. Uppl. í síma 892 7575.
Ég er 20 ára og útskrifaður úr
tréiðnaðardeild MÍ 2007 og vant-
ar vinnu. Er vanur smíðavinnu
og byggingarvinnu en er til í
hvaða vinnu sem er. Upplýsing-
ar í síma 867 2973.
Til sölu er Artic Cat ZR 600 efi,
árg. 2000, ekinn 42 þús. km.
Ásett verð kr. 380 þús. Fæst á
kr. 300 þús. stgr. Á sama stað
er til sölu vW Golf 1,6 Comfort-
line, árg. 09/00, ekinn 170 þús.
km. Ásett verð kr. 590 þús. Fæst
á yfirtöku + 30 þús. Upplýsing-
ar í síma 848 0944.
Verkfærakista og loftpressa
tapaðist föstudaginn 4. janúar
á leiðinni frá Brú í Hrútafirði að
Hólmavík. Finnandi vinsamleg-
ast hringi í síma 898 6554 eða
825 2173 (Fundarlaun).
Kaupi bíla til niðurrifs. Uppl. í
síma 825 2173.
Til sölu er Toyota Landcruiser
árg. 2000, GX90, sjálfskiptur,
dísel. Sumar- og vetrardekk
fylgja. Uppl. í síma 893 4711.
Til sölu er Skoda Octavia, Ele-
gans, 4x4, árg. 2002, ekinn 84
þús. km. Beinskiptur, dráttar-
krókur. Uppl. í síma 898 1050.
Til leigu er hús í Hnífsdal, fjögur
svefnherbergi, tvö baðherbergi,
þvottahús, eldhús og stór stofa.
Húsið er laust frá 20. febrúar.
Uppl. í síma 840 4010.
Til sölu er Ford Mondeo station
árg. 1995, ekinn um 200 þús.
km. Þarfnast smá viðgerðar.
Fæst fyrir 40 þúsund krónur.
Uppl. í síma 840 4010.
Nýr ballettkennari til LRÓ
Vordagskrá Listaskóla Rögnvaldar Ólafssonar í Edinborgarhúsinu hefur litið dagsins ljós og hefur skólanum bæst
liðsauki með nýjum ballettkennara, finnskri konu að nafni Katri Manner. Hún flutti til landsins nýverið ásamt
eiginmanni sínum sem er ljósahönnuður og ungum syni. Katri kennir listdans fyrir börn frá 4 ára aldri, jass-
ballett fyrir 10-13 ára og jassballett fyrir unglinga og fullorðna. Auk þessa verður boðið upp á námskeið í
vatnslitun, teiknun og akrýlmálun, leiklist, jóga og leirlist. Tónlistarnámið verður með hefðbundnu sniði, kennt á
píanó, slagverk, rafbassa, raf- og kassagítar. Bryndís Friðgeirsdóttir verður með sín vinsælu gítarnámskeið þar
sem kennd eru vinnukonugripin og Iris Kramer heldur stórsveitarnámskeið sem lýkur með tónleikum í annarlok.
Alls svöruðu 644.
Vel sögðu 553 eða 86%
Illa sögðu 91 eða 14%
Spurning vikunnar
Hvernig leggst
árið 2008 í þig?
Ester Sturludóttir einkaþjálfari.
Ráð til bættrar heilsu á nýju ári
og annað er að byrja á að finna
sér einhverja hreyfingu við
hæfi og sem viðkomandi
finnst skemmtilegt. Hvort sem
það er í líkamsræktarstöð,
dans, skíði eða hvað sem fólki
finnst vera við sitt hæfi. Það
er ekki fyrir alla að vera inni á
líkamsræktarstöð. Þegar mað-
ur er búinn að finna hreyfing-
una er að setja markmið. Eins
og í öllu lífinu þarf maður að
setja sér markmið og ákveða
hverju maður ætlar að ná fram.
Ennþá betra er að skrifa það
niður og fyrir hvaða tíma mað-
ur ætlar að ná settu marki.
Skammtíma og langtíma-
markmið. Markmið þurfa
ekkert endilega að vera í formi
kílóa. Kannski eru þau fólgin
í fjallgöngu upp í Naustahvilft
eða jafnvel lengra, góðri hjóla-
ferð eða að keppa í Óshlíðar-
hlaupinu.
Líkamanum er eðlislægt að
hreyfa sig og öll hreyfing er
betri en engin. Ganga eða sund
til dæmis er mjög góð hreyfing
en það er mjög gott að gera
nokkrar styrktarhreyfingar
með en þær getur maður þess
vegna gert heima í stofu á
dýnu á gólfinu.
Þegar fólk ákveður að hreyfa
sig og koma sér í form þarf
það að taka sig í sjálfsskoðun,
eftir aldri og líkamsþoli. Hvað
Byrjun á nýju ári er afar vin-
sæll tími til þess að hefja átak
og snúa til heilbrigðari lífs-
hátta eftir gegndarlaust átið
yfir hátíðirnar. Þeir eru ófáir
sem ekki hafa strengt þess heit
á nýárinu að koma sér í form
og losna loks við óæskilegu
aukakílóin. Líkamsræktar-
stöðvar fyllast fyrsta mánuð-
inn á árinu en fer síðan óðum
fækkandi því fáir halda út í
átakinu. Bæjarins besta leitaði
svara við því af hverju svo
margir gefast upp og hvaða
góðu ráð gott er að hafa að
leiðarljósi þegar fyrstu skrefin
til heilbrigðara lífernis. Einka-
þjálfarnir Árni Ívar Heiðarson
og Ester Sturludóttir miðluðu
af glöðu geði reynslu sinni er
Bæjarins besta hafði samband
við þau.
Hafa hlutina á
heilbrigðu nótunum
Árni hefur lengi látið sig
þessi mál varða og gaf á síð-
asta ári út handbókina Heilsu-
lausnin sem seld hefur verið í
þúsund eintökum og var valin
bók vikunnar á Rás 2 í sumar.
„Nú er tíminn sem flestir
eru að ákveða að hreyfa sig
og efna þessi áramótaheit. Það
sem er mikilvægast ef fólk
ætlar að bæta heilsuna, þrekið
hentar hverjum og einum. Það
skiptir miklu máli að hafa
markmiðin raunhæf. Frekar að
setja sér markmið sem líklegt
er að maður nái og auka svo
við.“
Taktu þér tíma
„Það þarf tíma til þess að
æfa og maður þarf sjálfur að
taka hann meðvitað frá því
flestir eru uppteknir við sitt
daglega líf. Það verður þá tími
sem maður á fyrir sjálfan sig
og það skilar sér inn í restina
af lífinu. Ef maður er að gera
eitthvað gott fyrir sjálfan sig
þá skilar það sér inn í starfið
og fjölskyldulífið.
Mín ráð eru að fólk ætti
ekki að setja sér of geggjuð
markmið heldur gera þetta
smátt og smátt. Það skiptir
mjög miklu máli að ná jafn-
vægi á sitt líf eins og til að
mynda svefn og matarræði.
Þá þarf að huga að vökvainn-
töku og næringargildi. Hreyf-
ing og matarræðið verður að
fara hönd í hönd ef maður
ætlar sér að ná niður þyngd,
auka þrek eða styrk. Öfgar
eru ekki til neins góðs, fólk
setur sér of há markmið eins
og aldrei að borða sykur aftur.
Svo klikkar það og fólk verður
þungt og óánægt með sjálft
sig.“
– Hvað er það sem fólk helst
klikkar á og veldur því að það
gefst upp?
„Ég held að helsta ástæðan
sé skortur á þolinmæði. Fólk
byrjar án þess að setja sér
markmið og þá verður allt svo
ómarkvisst. Mjög gott er að
setjast niður áður með þjálfara
sem setur saman prógram sem
hentar viðkomandi. Gott er
að taka þrekpróf og fara í fitu-
mælingu og þá fær maður betri
mynd af því hvers konar lík-
amsrækt hentar manni.“
Varist skyndilausnir
– Er mikilvægt að ráðfæra
sig við þjálfara áður en maður
byrjar?
„Já, þetta er mun erfiðara
án þjálfara og svo er þetta
spurning um félagslega þátt-
inn líka. Að komast aðeins frá
sínu daglega lífi, hafa smá
tíma fyrir sjálfan sig og koma
heim ferskur.
Þetta eru í raun sömu punkt-
arnir sem maður er að gefa
aftur og aftur. Fólk hefur oft
heyrt þetta en þetta er spurning
um að detta í gírinn. Það er
skondið að maður veit ýmis-
legt en fer ekkert endilega eftir
því. Þess vegna er gott að fá
sér þjálfara því fólk kemur
inn á líkamsræktarstöð og er
eins og túristi í ókunnu landi.
Það er líka offramboð á
skyndilausnum á markaðinum
og það var einmitt ástæðan
fyrir því að ég ákvað að skrifa
þessa bók, ég var komin með
ógeð á öllum töfralausnum.
Málið er bara að hafa þetta á
heilbrigðu nótunum og gera
þetta skynsamlega. Ég hef
heyrt rannsóknir um að megr-
un sé einn af helstu orsaka-
völdum offitu. Fólk lendir í
vítahring þegar það byrjar að
fara í megrun eftir megrun.
Þetta er spurning um að finna
jafnvægið. Það sem ég setti
saman í bókinni byggist á heil-
brigðu mataræði og hreyfingu
og ég fékk meðmæli frá lækni
og hjúkrunarfræðingi svo
hægt væri að taka 100% mark
á þessu.
Ef fólk gerir þetta á réttan
hátt og hefur í huga að um
langtímamarkmið er að ræða
og ekkert gerist á einni nóttu,
mun því takast að verða
ánægðara með eigin líkama.“
Ester hefur hjálpað fjölda
manns ná árangri sínum sem
einkaþjálfari í Stúdíó Dan.
„Ávísun á betri árangur er
að fólk þekki undirstöðuatriði
heilsuverndar og næringar-
fræði og ef það veit það ekki
er alltaf gott að leita sér leið-
beininga. Besta aðferðin er að
Fréttavefur Önfirðingafé-
lagsins í Reykjavík, flateyri.
is hefur fengið nýtt útlit og
betri hönnun. Gamli vefur-
inn með öllu því efni sem í
honum var, verður aðgengi-
legur undir hlekknum
„Fréttir“ og „Eldri vefur“
þannig að ekki glatast neitt
efni sem sett hefur verið
inn í gegnum tíðina, segir á
flateyri.is.
Flateyri.is fær
yfirhalningu