Bæjarins besta


Bæjarins besta - 10.01.2008, Side 16

Bæjarins besta - 10.01.2008, Side 16
FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 200816 Feðgar í lögreglunni Sú óvenjulega staða hefur verið hjá lögregl- unni á Vestfjörðum að tvennir feðgar hafa verið við störf yfir hátíðarnar. Á vefnum vikari.is kemur fram að það eru annars vegar Bolvíkingarnir og feðgarnir Jón Bjarni Geirsson og Andri Jóns- son en hinsvegar þeir feðgar Skúli Berg og Guð- mundur Berg sem sinnt hafa löggæslustörfum. Þeir Skúli og Jón Bjarni hafa unnið hjá lögreglunni undanfarna rúma tvo áratugi og er Skúli rannsóknarlögreglumaður en Jón Bjarni forvarna- fulltrúi. Eins og svo oft er þá virðast eplin ekki hafa fallið langt frá eikunum og hefur Guðmundur Berg unnið hjá lögreglunni á Patreksfirði í sumar sem leið við afleysingar en Andri hefur starfað í lögreglunni á höfuðborg- arsvæðinu í rúmt ár. Frá þessu segir á vikari.is sigridur@bb.is Andri og Jón Bjarni. Ljósm. vikari.is Skúli og Guðmundur. Ljósm. vikari.is. Fjöldi farþega Flugfélags Ís- lands milli Ísafjarðar og Reykja- víkur jókst um 14,5% á árinu 2007 miðað við árið 2006. Heildarfjöldi farþega í áætl- unarflugi var um 51.000 sam- anborið við 45.000 árið 2006. Arnór Jónatansson, stöðvar- stjóri Flugfélags Íslands á Ísa- firði, segir að aukningin sé nær eingöngu vegna aukinnar umferðar frá maí til septem- ber. Þar vegi sjóstangaveiði- mennirnir þungt. Heildarfjöldi farþegar Flug- félagsins voru 430 þúsund þar af voru um 22 þúsund farþeg- ar í millilandaflugi til Færeyja og Grænlands. Flogið var til fjögurra áfangastaða innan- lands frá Reykjavík, til Akur- eyrar, Egilsstaða, Ísafjarðar og til Vestmannaeyja. Til þriggja áfangastaða var flogið frá Ak- ureyri, til Grímseyjar, Vopna- fjarðar og Þórshafnar auk þess sem boðið var uppá flug til Keflavíkur í samstarfi við Ice- landair. Aldrei hafa fleiri farþegar flogið með félaginu á einu ári og er þetta því stærsta ár fé- lagsins í 10 ára sögu þess, en félagið fagnaði 10 ára afmæli árið 2007. – smari@bb.is Mikil aukning flugfarþega

x

Bæjarins besta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.