Bæjarins besta


Bæjarins besta - 10.01.2008, Blaðsíða 3

Bæjarins besta - 10.01.2008, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 2008 3 Illa gengur að útdeila byggðakvótanum Byggðakvóti síðasta fiskveiðiárs mjatlast út en úthlutunin gengur illa vegna nýrra reglna. Alls var 4.385 þorskígildistonna aflamark ætlað til byggða- kvóta fiskveiðiársins 2006/2007. Búið er að úthluta 1.641 þíg-tonni. Á Vestfjörðum kom mestur byggðakvóti hlut Súðavíkurhrepps eða 204 þíg- tonnum. Enn á eftir að úthluta 140 þíg-tonnum af byggðakvóta Súðavíkur. Af 68 þíg-tonnum sem Bolvíkingar eiga fengu á eftir að úthluta 15 þíg- tonnum. Ekkert er búið að útdeila af byggðakvóta Ísafjarðarbæjar. Pólverjum fækkar milli ára í Ísafjarðarbæ Pólverjar eru stærsti hópur fólks með erlent ríkisfang í Ísafjarðarbæ en fækkar þó milli ára. Í árslok 2007 voru 179 Pólverjar búsettir í bænum og hafði fækkað um fimm frá fyrra ári. Filipseyskir ríkisborgarar eru næst fjölmennastir í sveitar- félaginu, eða 24 samanborið við 23 árið 2006. Þar á eftir koma tælenskir ríkisborgarar sem eru 22 talsins og er það óbreytt tala milli ára. Íbúum Ísa- fjarðarbæjar fækkaði um 135 á árinu. Tölurnar eru fengnar frá Hagstofu Íslands og eru bráðabirgðatölur sem miðast við 1. desember síðastliðinn. Sólveig íþróttamaður ársins 2007 Gönguskíðakonan Sólveig Guðmunda Guðmundsdóttir var kjörin íþróttamaður Ísa- fjarðarbæjar árið 2007 á sunnu- dag. Sólveig hefur æft skíða- göngu hjá Skíðafélagi Ísfirð- inga í átta ár. Hún er ein efni- legasta skíðagöngukona lands- ins og er í Unglingalandsliðs- hópi Íslands í skíðagöngu. Sólveig náði frábærum árangri á árinu 2007, hún landaði sex Íslandsmeistaratitlum og er auk þess tvöfaldur bikarmeist- ari. Á vef Skíðafélags Ísfirð- inga, snjor.is segir að hún sé í stöðugri framför og eigi bjarta framtíð fyrir sér í skíðagöngu- heiminum. Þar segir ennfrem- ur: „Sólveig er dugleg og fylgin sér og leggur sig ávallt 100% fram á æfingum og í keppnum. Hennar ástundun er óaðfinnanleg. Sólveig er reglu- manneskja á áfengi á tóbak og er frábær fyrirmynd hvar sem hún kemur.“ Viðurkenning fyrir útnefn- inguna og farandbikar var afhentur við hátíðlega athöfn í Stjórnsýsluhúsinu og þar veitti móðir Sólveigar, Þóra Einarsdóttir, verðlaununum viðtöku fyrir hönd dóttur sinn- ar sem er rétt ókomin til baka frá skíðaæfingum í Noregi. Tilnefndir voru auk Sól- veigar eftirtaldir íþróttamenn: Anton Helgi Guðjónsson frá Golfklúbbi Ísafjarðar, Bragi Björgmundsson frá Hesta- mannafélaginu Stormi, Guð- björg Einarsdóttir frá KFÍ, Guðmundur Valdimarsson frá Skotíþróttafélagi Ísfirðinga, Páll Janus Þórðarson frá Vestra, Ragney Líf Stefánsdóttir sundkona frá Íþróttafélaginu Ívari, Telma Björk Sörensen frá Hestamannafélaginu Hend- ingu, Sigþór Snorrason frá BÍ 88 og Stígur Berg Sophusson frá glímudeild Harðar. – sigridur@bb.is Sólveig Guðmunda Guðmundsdóttir var kjörin íþróttamaður Ísafjarðarbæjar árið 2007. Hér eru þeir samankomnir sem tilnefndir voru til íþrótta- manns ársins 2007, eða fulltrúar þeirra í einhverjum tilvikum. Seabait gert að greiða fjórar milljónir Beitufyrirtækinu Seabait í Súðavík hefur verið dæmt í Héraðsdómi Vestfjarða til að greiða danska fyrirtækinu Int- ercargo Coldstores A/S óum- deilda skuld sem nemur rúm- um 330 þúsund danskra króna eða fjórum milljónum íslensk- ra króna. Skuldin var sam- kvæmt þremur reikningum þar sem skilyrði einhliða skulda- jafnaðar voru ekki talin upp- fyllt og jafnframt að ósannað væri að sérstaklega hefði verið samið um skuldajöfnuð. Málsatvik eru þau að á fyrri hluta árs 2006 keypti Seabait pappírsrúllur af Intercargo Coldstores til að nota við pokabeituframleiðslu sína og gerði gerði danska fyrirtækið félaginu fjóra reikninga vegna kaupanna. Þá er óumdeilt að Seabait greiddi fyrsta reikn- inginn með peningum. Seabait krafðist sýknu þar félagið stæði ekki í nokkurri skuld við Intercargo Coldstor- es. Félagið hafi á árinu 2006 selt fyrirtækinu mikið magn pokabeitu og hafi söluverð beitunnar numið samtals krón- ur 4.726.440. Byggir Seabait á því að samkomulag hafi orð- ið milli aðila um skuldajöfnuð vegna viðskipta þeirra, það er að reikningar Intercargo Cold- stores kæmu upp á móti reikn- ingum beitufyrirtækisins vegna pokabeitunnar. Seabait skuldi því Intercargo ekkert, þvert á móti skuldi fyrirtækið Seabait umtalsverða fjármuni vegna kaupa þess á pokabeitunni. Þessu var alfarið hafnað af Intercargo Coldstores og lá fyrir yfirlýsing framkvæmda- stjóra fyrirtækisins, Stig Niel- sen, þess efnis að félagið hafi aldrei keypt pokabeitu af Sea- bait. Gegn mótmælum þess fyrrnefnda hefur Seabait sönn- unarbyrðina fyrir umræddri fullyrðingu sinni. Engin hald- bær gögn styðja málatilbúnað að þessu leyti og þá vildi vitnið Shiran Þórisson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Seabait, sem skýrslu gaf fyrir dómi, ekkert fullyrða um hver hefði verið viðtakandi pokabeitunn- ar. Kvaðst vitnið enga skrif- lega pöntun hafa séð og sagði samskiptin vegna viðskipt- anna með pokabeituna öll hafa verið munnleg og óformleg. Að þessu virtu og þar sem í málinu liggja frammi bráða- birgðareikningar vegna sölu pokabeitu fyrir áðurgreinda fjárhæð, sem benda til þess að kaupandinn hafi verið Seabait, telst alls ósannað að Inter- cargo Coldstores hafi verið kaupandi beitunnar. Var því félaginu gert að greiða um- rædda skuld 450.000 krónur í málskostnað stefnanda. Beitufyrirtækið Seabait er til húsa í Súðavík.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.