Bæjarins besta - 10.01.2008, Qupperneq 19
FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 2008 19
Sælkeri vikunnar er Sigmundur Þórðarson á Þingeyri
Kjúklingur í barbecusósu
Guðmundur Jólahraðskákmeistari TÍ
Guðmundur Gíslason sigraði í hraðskákmóti Taflfélags Ísafjarðar sem haldið var í Guðmundarbúð rétt fyrir
áramót. Fjórtán skákmenn kepptu titilinn jólahraðskákmeistari Taflfélagsins. Tefld var einföld umferð, 5
mínútur á mann en Guðmundur vann allar skákirnar og endaði því með 13 vinninga. Í öðru sæti varð
Unnsteinn Sigurjónsson með 12 vinninga og tapaði hann aðeins fyrir Guðmundi. Í þriðja sæti varð Smári
Haraldsson með 10 vinninga. Efstur unglinga varð Jakob Kozlowski. Þrír efstu menn og sigurvegari
unglinga fengu veglega vinninga. Vikulegar æfingar eru á mánudagskvöldum í Guðmundarbúð. Þangað eru
allir velkomnir og er þátttaka ókeypis. Eru allt skákáhugafólk hvatt til að mæta á skákæfingar.
Sælkeri vikunnar býður upp
á kjúkling í barbecuesósu sem
er svo sannarlega kærkomin
uppskrift eftir allar veislumál-
tíðirnar yfir hátíðirnar. Rétt-
urinn er ljúffengur og hentar
við hvaða tækifæri sem er.
Sigmundur lætur einnig fylgja
með uppskriftir að meðlæti.
Kjúklingur í barbecuesósu
4 kjúklingabringur / hægt
að hafa kjúklingabita
Hálf krukka apríkósusulta
Hálf flaska honey mustard
barbecuesósa
1/3 flaska sweet soya sósa
Um það bil ½ líter af rjóma
Blandið sultunni, barbecue-
sósunni, soyasósunni og rjóm-
anum saman í skál. Hrærið
vel saman. Setjið því næst
bringurnar í skálina og látið
þær liggja í leginum í um það
bil 2-3 tíma í kæli. (Því lengur
sem þær liggja í leginum, því
meira bragð.) Látið að lokum
matinn í eldfast mót og setjið
inn í heitan ofn. Gott er að
elda þetta við 190°c- 200°c í
tæplega klukkutíma.
Meðlæti
Hrísgrjón: T.d. einn bolli
hrísgrjón, 1 grænmetistening-
ur og 5 dl vatn. Öllu blandað
saman í pott, suðan látin koma
upp og þá hrært vel í. Eftir
það lækka hitann og rétt láta
krauma undir loki án þess að
hræra í. Þegar allt vatn er um
það bil að verða gufað upp
eru grjónin tilbúin.
Kartöflur: Skerið kartöflur
í skífur. Magn fer eftir smekk
hvers og eins. Látið síðan í
ofnskúffu og bleyta með mat-
arolíu. Takið síðan nokkur
hvítlauksrif og kremjið yfir
kartöflurnar. Nauðsynlegt að
blanda vel við kartöflurnar.
Gott er að velta kartöflunum
2-3 þrisvar meðan á hitun
stendur og gæta þess að ekki
ofhitni og þorni þannig.
Með þessu öllu má svo gera
gott ferskt salat og nota t.d.
feta ost. Einnig allt það með-
læti sem fólki finnst henta í
þennan rétt. Verði ykkur að
góðu.
Ég skora á Guðrúnu Snæ-
björgu Sigþórsdóttur Þing-
eyri að vera næsti sælkeri.
Gistinóttum á hótelum í
nóvember fækkaði um 13% á
samanlögðu svæði Suður-
nesja, Vesturlands og Vest-
fjarða, þar fækkaði gistinótt-
um úr 6.500 í 5.600. fjölgaði
um 2.700 eða tæplega 4% á
milli áranna 2006 og 2007.
Samkvæmt upplýsingum Hag-
stofunnar fjölgaði gistinóttum
annars staðar um 2.700 nætur.
Gistinætur í nóvember síðast-
liðnum voru 75.100 en í sama
mánuði árið 2006 voru þær
72.400. Gistinætur á hótelum
fyrstu ellefu mánuði ársins
voru 1.254.866 en voru 1.112.
331 sama tímabil árið 2006.
Fjölgun varð á öllum land-
svæðum nema á Austurlandi.
Aukningin nam 4% á Suður-
nesjum, Vesturlandi og Vest-
fjörðum. Mest fjölgaði á Suð-
urlandi eða 16%, og svo á
höfuðborgarsvæðinu, 14%.
Aukningin nam 13% á Norð-
urlandi en Austurland helst
óbreytt á milli ára. Fjölgun
gistinátta fyrstu ellefu mánuði
ársins nær bæði til Íslendinga,
19% og útlendinga, 11%.
Þess ber að geta að tölur
Hagstofunnar eru eingöngu
miðaðar við gistinætur á hót-
elum, þ.e. hótelum sem opin
eru allt árið. Til þessa flokks
gististaða teljast hvorki gisti-
heimili né hótel sem eingöngu
eru opin yfir sumartímann.
– thelma@bb.is
Gistinóttum fækk-
ar á Vestfjörðum
Horfur á föstudag: Eindregin norðanátt með ofankomu á
norðanverðu landinu, en lengst af bjart syðra. Kólnandi
veður. Horfur á laugardag: Eindregin norðanátt með
ofankomu á norðanverðu landinu, en lengst af bjart
syðra. Kólnandi veður. Horfur á sunnudag: Eindregin
norðanátt með ofankomu á norðanverðu landinu, en
lengst af bjart syðra. Kólnandi veður.
Helgarveðrið
sameina hollt fitulítið matar-
ræði og reglulega þjálfun. Að-
alatriðið er þó að setja sér
raunhæf markmið, alltof marg-
ir gefast fljótlega af því þeir
setja markmiðið of hátt. Ætla
sér að missa tíu kíló á fyrsta
mánuðinum og þegar það
gengur ekki og þeir sjá ekki
árangurinn og hætta.
Ég mæli með því að fólk
fari rólega af stað og velji æf-
ingar sem það hefur gaman
af. Það er mjög mikilvægt og
einnig að finna sér æfingafé-
laga því það er margsannað
að fólk nær betri árangri ef
það hefur gaman af æfingunni
og hefur félagsskap upp á
hvatningu.
Gott er að hafa æfinga- og
matarplan skriflegt svo fólk
geti sjái hvað það er að gera.
Æfa á þrisvar til fjórum
sinnum í viku. Ef menn æfa
sex sinnum í viku er hálftími í
hvert sinn nóg. Það eru engar
afsakanir að missa af æfingu
og fólk þarf að fylgja planinu
alveg eftir. Þetta er bara þeirra
eigin tími og það verður að
fara, og ef maður kemst ekki
verður bara að fara seinnipart-
inn eða um morguninn en alls
ekki sleppa því.“
Ekki hafa freistingar
fyrir framan þig
„Núna eftir jólin er mikil-
vægt að taka til í eldhúsinu og
henda eða gefa öllu konfekti
og öðrum fitandi leifum jól-
anna. Ekki hugsa að maður
ætli að borða þetta næsta laug-
ardag því ef þetta er til er
maður alltaf að kroppa í þetta.
Ekki hafa freistingarnar fyrir
framan þig. Skrifið niður
matarplanið svo hægt sé að
sjá nákvæmlega hvað maður
er að láta ofan í sig. Og munið
að heilsan er það dýrmætasta
sem þið eigið. Þetta er lífstíll
og maður verður að byggja að
þessu alla ævi. Ekki taka einn
og einn mánuð og skyndikúrar
eru engin lausn. Auðvitað má
maður setja sér þau markmið
að ná einum mánuði í einu,
eða einu kílói eða einum kíló-
meter. En alltaf að setja sér
markmið.Og alltaf að ná
markmiðunum. Ef það tekst
ekki þá heldur maður áfram
þar til það tekst. Þegar því er
náð er svo gott að verðlauna
sig með því t.d. að kaupa sér
gallabuxur eða bol.“
– Nú fyllast líkamsræktar-
stöðvar eftir áramótin en svo
er eins og það hverfi, tekur þú
eftir því sem einkaþjálfari?
„Já alltaf eftir jól fyllist allt,
allur hópurinn er að vinna að
sama áramótaheitinu en svo
er það sami kjarninn sem held-
ur áfram. Vitanlega bætast
alltaf nýir við þennan kjarna
og mér finnst það alltaf vera
að aukast. Eins og eftir sum-
arið bjóst ég við því að það
myndi fækka verulega í hópn-
um sem er reglulega við æf-
ingar hér í Stúdíó Dan en sem
betur fer fækkaði ekki eins
mikið við honum og ég bjóst
við. Stór hópur hélt áfram og
vonandi verður sömu að segja
nú eftir jól.“
– Ertu með einhver góð ráð
er kemur að matarræðinu,
hver er til dæmis aðstaða þín
til brauðs sem hefur verið
merkt sem versti óvinur grann-
ra líkama undanfarin ár?
„Gróft kornmeti er nauð-
synlegt í matarræðinu og mað-
ur á alls ekki að sleppa því að
borða kolvetni. Þetta er spurn-
ing um að koma jafnvægi á
hlutina og finna hvað hentar
manni sjálfum. Gott er samt
að reyna borða kolvetnin fyrr
um daginn og sleppa því á
kvöldin. Og ekki borða of
mikið af brauði, látið tvær
brauðsneiðar duga en ekki
sleppa ykkur lausu í því.
Maður á að borða góðan og
hollan morgunmat eins og
hafragraut eða prótínsjeik, fá
sér staðgóðan hádegismat,
eitthvað létt í kaffinu eins og
jógúrt, fisk, kjöt eða kjúkling
í kvöldmat og svo ávexti eftir
kvöldmat. Maður á að finna
sér matarplan sem manni líður
vel af og reyna svo að halda
því. Grunnreglan er að halda
ákveðnu matarræði. Flestir
vita alveg hvað er hollt og ef
maður veit það ekki þá er bara
að afla sér upplýsinga. Það
þarf ekki að kosta neitt, bara
að koma við á næstu líkams-
ræktarstöð og næla sér í matar-
prógramm, spyrja einhvern
eða finna upplýsingar á net-
inu.“
– En ef maður fellur og dett-
ur niður í sukk?
„Það er allt í lagi. Þó að
maður sukki á laugardag og
sunnudag þá er bara að byrja
aftur á mánudegi. Málið er að
hætta ekki. Sumir sem hafa
verið rosalega strangir við
sjálfan sig hafa gott af því að
fá sér smá sykur á laugardegi.
Ef fólk hugsar með sér að það
hafi eyðilagt allt saman með
því að detta í nammiát yfir
helgi á kannski eftir að fara
upp aftur í þyngdinni en ef
þeir halda bara ótrauðir áfram
munu þeir fara aftur niður á
við. Maður getur hugsað þetta
sem svo að maður sé að ganga
upp tröppur, þó maður fari
niður tvær tröppur ætlar mað-
ur þá að halda áfram að labba
upp stigann eða fara niður.
Þetta er ekki flókið, nokkrar
gullnar reglur og ef allir færu
eftir þeim myndi öllum líða
vel.“
Sund er mjög góð hreyfing….
Árni Ívar Heiðarsson einkaþjálfari.