Iðnaðarmál - 01.01.1955, Blaðsíða 8

Iðnaðarmál - 01.01.1955, Blaðsíða 8
ELDMALUN . ANTROPAHL-AÐFERÐIN Margar aðferðir eru kunnar við úðun málningar eða annarra lífrænna efna á yfirborð hluta til að verja þá veðrun og tæringu. Byssur þær, sem úðað er með, eru venjulegast knúnar þrýstilofti, sjaldnar með yfirhitaðri gufu eða vökvaþrýstingi. Til eru byssur, sem úða málningu með raf- segulsveiflum. En kunnugt er einnig um eldhúðun. Bræðanlegum plastefnum, t. d. polyetylen, má úða með gasloga, og brætt asfalt er auð- veltaðberaáhlutimeð þessum hætti. I september s.l. efndi Studiesel- skapet for Norsk Industri til kynn- ingar á sérstakri málningaraðferð. Var hún sýnd nokkrum áhugamönnum og virtist harla vænleg. Kynningin var í þvi fólgin, að H. Boldemann, forstjóri sænska fyrirtækisins A.B. Antros, sem á sinn þátt f þróun aðferðarinnar, hélt erindi, og sýnt var, hvernig málningu var úðað á kranabygginguáSjurseyju. Otdráttur úr erindi H. Boldemanns fer hér á eftir. Seint á þriðja tug þessarar aldar hugkvæmdist Þjóðverjanum August Pahl að blása málningu gegnum loga og smfða byssu f samræmi við það. A þann hátt gat hann notað málningu, sem var óblönduð þynni, en fræðilega séð ætti þvf að fylgja sá kostur, að málningarhúðin yrði talsvert þéttari, þar sem uppgufun þynnis veldur holu- myndun f málningarhúðinni. Þá mátti í einni umferð bera jafnþykkt lag á og fæst eftir 3 eða 4 umferðir með venjulegum hætti. Pahl bjó málninguna til úr gervi- harpix, standolíu, vaxi og litadufti, og var hún þvf fast efni, sem móta mátti f stykki, sem féllu f málning- argeymi byssunnar. Málningin er brædd með rafmagnshitara og látin renna fram í byssuhlaupið, þar sem henni er blásið gegnum própan- eða acetylen-loga. Al. mynd séstbyssan og hvernig hún er notuð. Gerð byssunnar hefur verið bætt allverulega, sfðan höfundur hennar dó fyrir rúmum 10 árum. Að meðal- tali eru afköst byssunnar nú um 7-9m^ á klst., en áður um 4 m^ á klst. A þetta við um sams konar málningu og Pahl bjó til. Þegar byssan er notuð t. d. til að úða asfalti, eru afköstin mun meiri. Pahl framkvæmdi mörg verk í Þýzkalandi fyrir sfðustu heimsstyrj- öld. Hann málaði nokkrar brýr fyrir þýzku ríkisjárnbrautirnar. Sumar þeirra eru í Vestur-Þýzkalandi og hafa verið skoðaðar fyrir skömmu. Reyndust brýrnarenn f góðu ástandi, þótt þær hafi ekki verið málaðar, sfðan Pahl gerði það upphaflegafyrir 13 - 19 árum. Málningin var enn gljáandi og sem ný væri. Aðeins neðan á bitumog slíkum stöðumvoru nokkrir ryðblettir, en þeir virtust ekki vera að breiðast út. f Solvay-verksmiðjunum f Bern- burg var aðferð Pahls reyndumskeið og gafst svovel, að horfið varalger- lega að henni. f sömu verksmiðjum reyndist hún einnig vel til að mála rakar stálplötur. Astæðan til þess ersú, að plöturnar hitnavið úðunina, svo að rakinn hverfur og málningin festist vel við þurran og heitan flöt þeirra. Þetta gerir aðferðina nothæfa , þótt veðrátta sé erfið eða skilyrði slfk, að málun með venjulegum hætti sé óframkvæmanleg. (Framh. á 11. bls.) og forsjálni væri gætt f hvfvetna. Iðnrekandinn má aldrei gleyma þvf, að háleitasti tilgangur starfsemi hans er þjónusta við þjóðfélagið, og þvf betur sem hún er f té látin, þeim mun betur vegnar honum og öllum, sem starfa á hans vegum. Þótt iðnrekandinn og fulltrúar hans hafi forystu um rekstur fyrirtækis, hafa allir starfsmenn þess eigi að sfður aðstöðu til þess að gefa veigamiklar bendingar um margt, sem betur mætti fara, og þannig lagt drjúgan skerf til aukinnar framleiðni. Skilyrði þess, að framleiðnihugsjónin nái fram að ganga, er, að fyrirtækin séu skipulögð með þeim hætti, að hæfileikar og kunnátta allra nýtist sem bezt. Framleiðnihugsjónin gerir ráð fyrir, að lækkaður framleiðslukostnaður komi öllum að gagni, jafntþeim, sem að framleiðslunni vinna, og hinum, sem hennar njóta. Aukin framleiðni skapar fyrirtæki öruggari afkomu, starfsmönnum þess hærri laun og neytendum lægra vöruverð. Iðnrekendur, byrjið strax f dag að hugleiða, hverju sé áfátt f starfsemi yðar og hvar sé endurbóta þörf. Bætt vinnubrögð, betri lýsing, breytt fyrirkomulag véla og endurbætur á þeim, einfaldari rás framleiðslunnar innan verksmiðjunnar o. s. frv. geta bætt afkomu fyrirtækis yðar og borgað margfaldlega þann kostnað, sem slfkar endurbætur hafa f för með sér. B. 01. 2 IÐNAÐARMAL

x

Iðnaðarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.