Iðnaðarmál - 01.01.1955, Qupperneq 12

Iðnaðarmál - 01.01.1955, Qupperneq 12
komulagi verða þó fljótt auðfundnir, þegar hlutfallið framleiðsla/viðgerðir stækkar. Viðgerðavinnu er jafnan þannig háttað, að hana verður að framkvæma mjög fljótt, því að venjulega hefur bilun að meira eða minna leyti stöðvun í för með sér. Viðgerðavinna verður þvi skilyrðislaust að ganga fyrir framleiðsluvinnu, sem e. t. v. enginn sérstakur biður eftir. Niðurstaðan verður því alltaf sú, að framleiðslu- vinna er stöðvuð vegna viðgerðavinnu og hafin aftur, þegar tímigefst til. Aðsjálfsögðu faraallir verðútreikn- ingar á slíkri framleiðslu út um þúfur, en segja má, að það skipti ekki miklu máli, úr því að um "atvinnu- bótavinnu" er að ræða. Sé framleiðsluþátturinn aftur ámótiorðinnverulegur hluti af heildarvinnunni og mikið fé liggi bundið 1 fram- leiðslunni, verða langvarandi framleiðslutruflanir vegna viðgerða óbærilegar. Þegar þessu stigi hefur verið náð, er óæskilegt að blanda saman viðgerða- og framleiðsluvinnu, og nauðsynlegt er að sundurgreina þessar tvær tegundir starf- semi eins rækilega og kostur er. Ljósust dæmi þessarar þróunar hérlendis er að finna 1 vélsmiðjum og málmiðnaði yfirleitt. Sambland af öllum þeim framleiðsluháttum, sem hér hafa verið ræddir, eða nokkrum þeirra er viðhaft jöfnum höndum innan eins og sama fyrirtækis. Stundum er t.d. hluti framleiðslunnar síframleiðsla, annar hluti hennar sambland af hóp- og stykkjaframleiðslu. Því ólíkari sem framleiðsluhættirnir eru, sem beitt er, þeim mun sveigjanlegra verður skipulagskerfið að vera og þeim mun fleiri iðnlærða verkamenn þarf að jafnaði við framleiðsluna. Framleiðsluhættirnir geta orðið enn flóknari, ef viðhöfð er reglan um sérhæfingu eftir fram- leiðsluaðferð eða reglan um sérhæfingu eftir framleiðsluvöru. Með sérhæfingu eftir framleiðsluaðferð vinnur heilt fyrirtæki aðeins með t.d. einni framleiðsluaðferð. Er þá nauðsynlegt að flytja hráefnið úr einum stað í annan til þess að vinna það til fulls. Með sérhæfingueftir framleiðsluvörueruöll skilyrði til þess að vinna hráefnið til fulls 1 einni og sömu verk- smiðju. Til þess að slík starfsemi verði ekki allt of flókin, eru vörutegundirnar hafðar eins fáar og unnt er. Eðli og tegund skipulagsins mótast fyrst og fremst af þessu tvennu. Hvert stig frekari sérhæfingar fram- leiðsluaðferðar og vinnuafls krefst aukinnar samhæfingar og fullkomnari stjórnunar, ef afköstin eiga að aukast að sama skapi. Sérhæfing, hvort sem hún er heldur f framleiðslu- aðferð eða framleiðsluvöru, miðar að stækkun iðnaðar- starfseminnar sem einingar. Auk þessara fyrirbrigða getur stækkunin átt sér stað með þvf, sem kallast lóðréttur eða láréttur samruni eða sam- steypa f iðnaði. Samruni iðnfyrirtækja. Lóðréttur samruni er það nefnt, þegar leitazt er við að sameina fyrirtæki, sem framleiðir ákveðnar vörutegundir, — hálf- eða fullunnar með tilliti til neyt- andans —, öðrum fyrirtækjum, sem vinna hráefnið eða vöruna á undan eða eftir þvf sjálfu eða hvort tveggja. Slfkur lóðréttur samruni getur verið mismunandi vfð- tækur. Hann getur náð til auðlindanna, sem helztu hráefnin eru fengin úr, og allra þeirra verksmiðja, sem breyta hráefninu f fullunna markaðsvöru, eða aðeins til einstakra hluta af þessu. Dæmi: Skipulag iðnaðarstarfsemi verður þvf flóknara, sem lóðrétti samruninn er vfðtækari, m.a. vegna aukinnar nauðsynjar á starfsliði með vfðtæka sérþekkingu. Láréttur samruni er það nefnt, þegar leitazt er við að sameina fyrirtæki, sem er sérhæft f ákveðnum fram- leiðsluaðferðum, öðrum fyrirtækjum, sem eru sérhæfð f skyldum framleiðsluaðferðum. Dæmi um bræðslu og völsun á mörgum tegundum málma og framleiðslu á alls konar málmblöndum er sýnt f töflu hér að neðan. Lóðréttur og láréttur samruni eða hvort tveggja eru þær aðferðir, sem notaðar eru til þess að skapa risa- fyrirtæki eða risasamsteypur. Iðulega eru slfk fyrirtæki ekki takmörkuð við eitt ákveðið land, heldur geta þaunáð til allra hugsanlegra þjóðlanda, þar sem ástæða þykir til að tryggja sterka markaðsaðstöðu. Slfkar samsteypur veita sterkari samkeppnisaðstöðu, betri og öruggari heildaryfirsýn stjórnenda og nánari kynni þeirra af þörfum neytenda á hverjum tíma. Milliliðagróði fellur að nokkru eða öllu leyti niður. Einokunaraðstaða skapast iðulega af þessari þróun, og f mörgum löndum eru strangar skorður reistar við ofþróun slfkrar starfsemi. Löggjafinn ákveður takmark- anir f þessum efnum til verndunar hagsmunum almennings. 6 IÐNAÐARMAL

x

Iðnaðarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.