Iðnaðarmál - 01.01.1955, Side 17

Iðnaðarmál - 01.01.1955, Side 17
(NO), sem síðan er sýrður frekar með súrefni og látinn ganga í samband við vatn. Myndast þá saltpéturssýra, semhaldiðer f 60% styrkleika. Við bruna ammónfaksins losnar mikill varmi, sem notaður er til gufuframleiðslu meðþvf aðkæla gasið frá brennaranum. Fæstmeð þessu mikill hluti þeirrar gufu, er verksmiðjan öll notar. Mestöll tæki, geymar og pfpur í þessarideild verksmiðj- unnar eru úr ryðtraustu stáli vegna hinna tærandi áhrifa saltpétur s sýr unnar. Að lokum er komið að framleiðslu ammónfum- saltpétursins. Hann er framleiddur með þvf að fella út saltpéturskristalla úr yfirmettaðri upplausn af ammón- fum-saltpétri. Ammóníak og saltpéturssýra eru leidd saman f svonefndum styrki og ganga þá í samband hvort við annað og mynda ammóníum-saltpétur f upplausn. Mikill varmi losnar við þessa efnabreytingu, og er hann notaður til að eima burt vatn, er kemur inn með sýrunni (60% sýra), og fánærri mettaðaupplausn af saltpétrinum. Þessari upplausn er dælt inn f kristallara, þar sem hún er yfirmettuð með kælingu og eimingu meira vatns úr henni. Þá myndast örsmáir kristallar af saltpétri, og eldrikristallar, erfyrireru, vaxa. Kristöllunum ásamt upplausn er sfðandælt til skilvindu, er aðskilur kristallana og upplausnina. Upplausninfer aftur til styrkisins, en kristallarnir eru þurrkaðir og síðan húðaðir með um 4% af kfsilleir til varnar gegn rakafsogi og látnir f poka, og er þá áburðurinn tilbúinn. Eins og f saltpéturssýruverk- smiðjunnieru ölltæki og pípur fþessari deild verksmiðj- unnar, er innihalda saltpétursupplausn, úr ryðtraustu stáli. Afkastageca verksmiðjunnar er miðuð við, að unnt sé að framleiða 7.400 tonn af hreinu köfnunarefni á ári, og samsvarar það um 22.000 tonnum á ári af ammóníum- saltpétri. Er þá miðað við full afköst allt árið. Við verksmiðjunastarfa alls um lOOmanns. Af þeim eruum 70 mannsá vöktum. Unniðer f þrfskiptum 8 tfma vöktum allan ársins hring. A hverri vakt eru tveir vél- stjórar, er hafa á hendi verkstjórn, og auk þeirra er á hverri vakt einn rafvirki til viðgerða. Að öðru leyti hafa engir vélgæzlumannanna sérmenntun, en hafa verið þjálfaðir sérstaklega til hinna ýmsu starfa f verksmiðj- unni. Verksmiðjan hefur eigin verkstæði til véla-, rafmagns- og mælitækjaviðgerða og nýsmfði, og eru þar framkvæmdar viðgerðir allar, er þarf að framkvæma. Dagleg stjórn fyrirtækisins er f höndum framkvæmda- stjóra, en stjórn á rekstri verksmiðjunnar f höndum verksmiðjustjóra, sem er verkfræðingur að menntun. Auk hans starfa við fyrirtækið þrfr verkfræðingar með menntun hver á sfnu sviði, og annast þ'eir ásamt verk- smiðjustjóranum daglegt eftirlit með rekstrinum. Um rekstrarfyrirkomulagið er annars það að segja, að vikulega eru haldnir fundir með verksmiðjustjóranum, verkfræðingum og verkstjórum og þá rædd vandamál, er reksturinn varða, og teknar um þau ákvarðanir. Verður þetta til þess, að allir vita um vandamál, er upp koma, og sannast hér líka hið fornkveðna, að betur sjá augu en auga. Auk köfnunarefnisáburðarins til bænda hefur Aburðarverksmiðjan látið frystihúsum f landinu f té töluvert magn af ammóníaki á stálflöskum, og má búast við, aðinnflutningurþessleggistalvegniðurfframtfðinni. Einnig hafa saltpéturssýrunotendur (svo sem mjólkurbú) fengið saltpéturssýru til sinna nota. Eins og áður er sagt, er nú í dag framleiddur f Aburðarverksmiðjunni áburður, er eingöngu inniheldur köfnunarefni, og er framleiðslugeta verksmiðjunnar nægileg til að fullnægja innanlandsmarkaðnum af þess konar áburði fyrst um sinn. Aðrar áburðartegundir, þ.e. bæði fosfór og kalfáburð, þarf þvf að flytja inn eftir sem áður. Stjórnendur Aburðarverksmiðjunnar munu hafa fullan hug á að auka fjölbreytni f framleiðslu verksmiðj- unnar, eftir því sem hagkvæmast er álitið, svo sem framkom fsamþykkt sfðastaaðalfundar fyrirtækisins um byggingu fosfat- og kalk-áburðarverksmiðju. / ELDMALUN — (Framh. af 2. bls.) A 2. mynd sést, hvernig nota má byssuna til þess að mála raka fleti. Flöturinn var bleyttur og málaður rétt á eftir. Nokkur hluti flatarins var fyrst hitaður með loganum án þess að nota málningu. Sfðan var allur flöt- urinn úðaður án þess önnur upphitun væri nauðsynleg en sú, er leiddi af eldúðuninni. A myndinni sést ljós rönd umhverfis staðinn, sem verið er að mála, og sýnir hún, hvernig yfirborðið þorrnar út frá þeim stað. Nokkrir þýzkir kafbátar voru málaðir með aðferð Pahls fyrir heimsstyrjöldina og jafnvel einnig, meðan á hennistóð. Eftir uppgjöf Þjóðverja lentieinnaf þessum kafbátum í vörzlu Svfa. Málningin á honum var með ágætum. Þvf er haldið fram, að málning Pahls jafngildi bæði grunnmálningu og gróðurvarnarmálningu á skipum. Tiltölulega lftill gróður vex á málningu Pahls, ekki þó af þvf, að f henni séu nein eiturefni, heldur sennilega vegna þess, hve yfirborð hennar er slétt og vaxborið, svo að gróðri veitist erfitt að festast á þvf. Nauðsynlegt er að búa yfirborð þess, er mála skal, vel undir málningu. Ekki má mála yfir ryð frekar en þegaraðrar málningaraðferðir erunotaðar. Beztreynist, að yfirborðið sé sandblásið eða hreinsað vel með stál- burstum og leifar af eldhúð séu engar. A 3. mynd er bent á pfpuhluta, þar sem eldhúðin er laus og sprungin og vatn hefur komizt inn f sprungurnar. A 4. mynd sést sami hluti, eftir að hann hefur verið úðaður. Rakinn undir eldhúðinni hefur gufað upp og sprengt hana frekar, svo að járnið undir er orðið bert. (AJOUR-SNI, Aktuelle nyheter, okt. 1954.) H. B. ERLEND TíEKNITÍMARIT OG BEKUR Aður en langt um líður, mun Iðnaðarmálastofnun fslands geta boðið mönnum til afnota nokkurt safn bóka og tímarita um tæknileg efni. Hins vegar mun talsverður tími lfða, þar til er stofnuninni hefur vaxið svo fiskur um hrygg, að hún hafi yfir að ráða tæknibókasafni, sem talizt geti fullnægjandi. Viljum vér þvf bjóða þeim, sem vildu sjálfir gerast áskrifendur erlendra tæknitfmarita eða kaupa tæknilegar fræðibækur, aðgang að bóka- og tímaritaskrám IMSI. S. B. IÐNAÐARMAL 11

x

Iðnaðarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.