Iðnaðarmál - 01.01.1955, Síða 19
4Skæri þau, sem myndin
sýnir, eru ítölsk að upp-
runa og ætluð til að klippa tvinna
og annan fingerðan þráð. Ef til
vill mætti kalla skærin lófa-
skæri, enda er til þess ætlazt,
að hafa megi þau 1 lófanum til
taks, en nota þó höndina jafn-
framt við vinnuna að öðru leyti.
(Target, marz 1952.) S.B.
L É T I I R
S T Ö R F I N
2A myndinni er sýnd aðferð
til að merkja tunnur á ein-
faldan hátt. Aðferðin, sem var
fundin upp í enskri málningar-
verksmiðju, er þannig, að
tunnum er velt yfir leturborð,
sem f eru felldir stafir, steyptir
úr "gelatíni". Prentlitur er borinn
á með kefli, og má merkja sex
tunnur án þess að bæta lit á staf-
ina. Ending stafanna er allgóð,
en bræða má þá upp og steypa úr
þeim stafi á nýjan leik. (Target,
júnf 1951.) S.B.
3 1 verksmiðjum þarf oft að
hella f smáskömmtum úr
stórum tunnum. Getur það verið
allerfitt og seinlegt verk, ef ekki
er kostur hjálpartækja. Myndin
sýnir, hvernig skammta má á
auðveldan hátt. Er myndin tekin
í enskri skóverksmiðju, en
starfsbróðir konunnar, semerað
nota tækið, átti hugmyndina.
(Target, febr. 1952.) S.B.
IÐNAÐARMAL
■ff