Iðnaðarmál - 01.01.1955, Síða 20

Iðnaðarmál - 01.01.1955, Síða 20
JÖHANN JAKOBSSON framkvæmdastjóri lauk stúdentsprófi árið 1941, stundaði sfðan nám f efnaverkfræði við háskólann f Minneapolis, Minnesota í Bandarfkjum Norður-Amerfku, og lauk þaðan prófi 1945. Arið eftir var hann ráðinn sérfræðingur við Iðnaðardeild Atvinnudeildar Háskólans og á síðastliðnu ári skipaður deildarstjóri sömu stofnunar. Iðnaðardelld Atvinnudeildar Háskólans. Hlutverk deildarinnar í eflingu iðnaðar í landinu. Eftír JÓHANN JAKOBSSON ÞROUN EFNARANNSOKNA HER A LANDI _ Að efnarannsóknum f þágu iðnaðar hér á landi hefur nú brátt verið unnið um hálfrar aldar skeið. Innlend rannsóknastofa til athugana á þessu sviði tók til starfa árið 1906 undir stjórn fyrsta íslenzka efnafræðingsins, Asgeirs Torfasonar. Við fráfall hans 1916 hélt Gfsli Guðmundsson gerlafræðingur starfseminni áfram, en 1921 tók Trausti Olafssori efnaverkfræðingur, nú pró- fessor viðHáskólafslands, viðstjórn rannsóknastofunnar og gegndi þvf starfi til ársins 1946. A fyrstu árum starfseminnar var henni þröngur stakkur skorinn, bæði um tæki og húsakost. En veruleg breyting varð á vinnuaðstöðu og skipulagi þessara mála árið 1937. Þá tók til starfa Atvinnudeild Háskólans, en innan hennar sameinuðust f eina deild, Iðnaðardeild, eftirgreindar rannsóknastofur: Rannsóknastofa rfkisins, en svo nefndist fyrsta rannsóknastofan, rannsóknastofa, semvannað matvælaeftirliti á vegum heilbrigðisyfirvald- anna, og rannsóknastofa til gerlarannsókna og mjólkur- eftirlits. Allarþessar rannsóknastofur eruenn starfandi innan Iðnaðardeildar, og tvær hafa bætzt við sfðan. Annarri þeirra, sem var þó áður hluti af efnarannsókna- stofunni, er ætlað að vinna að rannsóknum á byggingar- efnum og vera til leiðbeiningar f byggingariðnaði. f hinni eru framkvæmdar ýmsar jarðfræðilegar athuganir. Þróuninni hefur að þessu leyti miðað f rétta átt. Litlar stofnanir hafa runnið samanogorðið að stærri heild vegna skyldleika viðfangsefnanna. f litlu og fátæku þjóðfélagi erslfkt án efaæskileg þróun. Tækitil efnarannsókna eru flest dýr, og skiptir þvf miklu, að þau komi að sem mestum notum. Stór rannsóknastofnun hefur betri skilyrði og meira bolmagn til að auka tækjakost sinn en margar smáar. Þá er verkefnum oft þannig háttað, að mikið hagræði er að sem fjölbreyttastri þekkingu innan sömu stofnunar. Þannig þarf mjög oft bæði efna- og gerla- fræðilega athugun á sama sýnishorni, og jarðefni ýmis fara oft um hendur jarðfræðings, byggingarefnasérfræð- ings og frá þeim til efnarannsóknastofunnar. Rannsóknastofur hafa risið upp við hlið Iðnaðardeildar f sérgreinum, t. d. rannsóknastofa Fiskifélags fslands, sem vinnur aðallega f þágu fiskiðnaðar, og rannsóknastofa til jarðvegsrannsókna við Búnaðardeild Atvinnudeildar. Iðnaðardeild er eina almenna rannsóknastofnun þessa lands f hagnýtum vfsindum og hefur í þjónustu sinni sérfræðinga í efnaverkfræði, efnafræði, gerlafræði og jarðfræði. Starfsemin er f stöðugum vexti. A síðustu árum hafa stofnuninni bætzt ýmis ný tæki til rannsókna- starfseminnar, og vinnuskilyrði hafa verið bætt. Af meiri háttar tækjum nýjum má nefna "spektrofotometer" (Bechmann) og "polarograf", sem erutil mikils hagræðis við ýmsar efnafræðilegar ákvarðanir, ný og fullkomin tæki til að ákvarða togþol og þrýstiþol byggingarefna, og tækjakostur gerlarannsóknastofunnar hefur verið aukinn mikið og starfsaðstaða þar stórbætt með nýju húsnæði f húsi fyrirhugaðrar rannsóknastofnunar fyrir sjávarútveg og fiskiðnað við Skúlagötu. Mikil og aðkall- andi nauðsyn er þó enn öflun nýrra og fullkominna tækja til ýmissa rannsókna. Takmarkið verður að vera, að stofnuninsé hæf og hafigetu tilað annaþeim rannsóknum, sem vaxandi iðnaður f landinu krefst. Ef stofnunin á að geta gegnt þessu hlutverki, er fyrirsjáanlegt, að veruleg aukning á húsrými er nauðsynleg f náinni framtfð. Sér- staklega á þetta við um byggingarefnarannsóknastofuna. REGLUGERÐ UM STARFSVIÐ IÐNAÐARDEILDAR f samræmi við þær starfsgreinar, sem getið er hér að framan, gerir reglugerð fyrir Atvinnudeild Háskólans frá 22. feb. 1950 ráð fyrir starfsviði Iðnaðardeildar þannig: "Iðnaðardeild annist rannsóknir f þágu iðnaðar og verzlunar. Rannsóknarefni séu einkum þessi: 1. hvers konar iðnaðarhráefni, 2. orkulindir landsins, aðrar en fallvötn, 3. efnavarningur, innlendur og erlendur, 4. matvæli, þ. e. mjólkurafurðir, kjötafurðir, aðrar neyzlu- og nauðsynjavörur, m. a. niðursuðuvörur, 5. fjörefni og önnur bætiefni matvæla, 6. útflutningsafurðir landbúnaðar og sjávarút- vegs, nema öðruvfsi sé ákveðið í lögum eða samningum, 7. gerlar, 8. jarðefni hvers konar, 9. byggingarefni." Starfsvið Iðnaðardeildar er því mjög umfangsmikið og fjölbreytilegt. Ef geraætti öllumþessumgreinum full skil, væri það starfsemi, sem útheimta mundi meiri starfskrafta og meira fé en Iðnaðardeild hefur nú yfir að ráða. Með vaxandi starfsemi og skilningi á gagnsemi hagnýtra rannsókna verður hlutur hinna einstöku greina þó stöðugt meiri. STARFSEMI IÐNAÐARDEILDAR f DAG Samkvæmt lögum er Iðnaðardeild ætlað — auk sjálfstæðrar rannsóknastarfsemi — að framkvæma athuganirog prófanir á ýmsum sviðumfyrir einstaklinga, fyrirtæki og opinbera aðila gegn hóflegu gjaldi. Þessi liður starfseminnar hefur aukiztmjög á sfðustu árum samfara iðnaðarþróun og hinum aukna skilningi á nytsemi og 14 IÐNAÐARMAL

x

Iðnaðarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.