Iðnaðarmál - 01.05.1955, Blaðsíða 5

Iðnaðarmál - 01.05.1955, Blaðsíða 5
Gudlaugur E. Jónsson tók loftskeytapróf árið 1943 og var loftskeytamað- ur á togurum til 1946. Síðan hefur hann starfað nokkuð við rafvirkjun og á sendistöð flugþjónustunnar á Rjúpnahæð frá 1947. Síðastliðið haust fór Guðlaugur til Noregs til þess að kynna sér rafgeislahitun húsa. RAFGEISLAHITUN Eftir Guðlaug E. Jónsson Rafgeislahitun er nýjung í upphitun húsa, sem mjög hefur rutt sér til rúms í Noregi og nú á síÖustu árum einnig nokkuð í Danmörku og Þýzka- landi. Hér á landi var rafgeislahitunarkerfi fyrst sett í hús í maí 1954. Það kerfi hefur reynzt mjög vel þann tíma, sem þaí hefur verið í notkun, gefið jafnan og þægilegan hita og verið sparneytið á orku. Nú hefur ver- i3 stofnað hér fyrirtæki, ,,Rafgeislahitun h.f.“, til að annast uppsetn- ingu og sölu á slíkum hitunarkerfum. Fyrst um sinn mun efnið í hitunar- kerfin verða flutt inn unnið frá Noregi, en ráðgert er, a3 í framtfSinni verði tækin smíðuð hér á landi, en aðeins hráefnið flutt inn. Um hitun húsa almennt. Upphitun húsa er margþættara og flóknara vandamál en menn gera sér yfirleitt ljóst. Hér á landi fer um það bil hehningur af allri orkunotkun þjóðarinnar til híbýlahitunar. Fjár- hagslega skiptir því ekki litlu, hvernig mál þessi eru leyst, hvort sem litið er á hvern einstakling eða þjóðina í heild. Onnur hlið þessa máls og ekki veigaminni, þótt henni sé oft minni gaumur gefinn, er hin heilsufræðilega hlið, þ. e. hollustuhættir híbýla og þau áhrif, sem hitunin hefur á þá. Hinn lífeðlisfræðilegi tilgangur allrar herbergjahitunar er ekki sá að hita líkamann upp, heldur að tempra hitastreymið frá honum, svo að það fari fram á sem hollastan og þægileg- astan hátt. Hitann, sem líkaminn myndar við bruna fæðuefnanna, gef- ur hann frá sér aðallega á tvennan hátt, annars vegar við leiðslu og hita- streymi, þannig að loftið snertir lík- amann, hitnar og leitar upp, hins veg- ar við geislun til umhverfisins, sem hefur lægra hitastig. Nokkurn hita gefur líkaminn einnig frá sér við út- gufun, en við venjuleg skilyrði er sá þáttur svo miklu minni en hinir tveir, að hann hefur hverfandi lítið gildi. Líkaminn reynir ávallt að halda hinu samanlagða hitatapi innan nokk- urn veginn ákveðinna takmarka. Dveljist maður í herbergjum, þar sem útgeislun verður tiltölulega mikil, vegna þess að hitastig innflata er lágt, verður að bæta það upp með því að minnka leiðslutapið, þ. e. með því að auka lofthitann. Sé hitastig loftsins aftur á móti lágt, verður að bæta það upp með því að hækka hitastig flat- anna umhverfis og minnka þannig út- geislun. Hitunartæki. Tækjum þeim, sem notuð eru til hitunar húsa, má skipta í tvennt eftir því, hvorn hinna fyrrnefndu þátta í hitatapi líkamans þau hafa fyrst og fremst áhrif á. Flest hitunartæki hafa nokkur áhrif á báða þættina, þótt mis- mikið sé. Sum hafa einungis eða a. m. k. nálega eingöngu áhrif á annan þátt- inn. Þannig eru flest hitunartæki, sem hér eru algengust og við þekkjum bezt, svo sem kolaofnar, miðstöðvar- og rafmagnsofnar, við það miðuð að halda andrúmsloftinu heitu og hindra leiðslutapið, þótt nokkur hiti geisli einnig frá þeim. I húsum, sem þannig eru hituð, verður hitatap líkamans að langmestu leyti við útgeislun. Lofthit- un, þar sem hituðu lofti er dælt inn í herbergi, er næstum eingöngu leiðnis- hitun, og hitatap líkamans verður næstum eingöngu geislunartap. Hin elzta tegund hitunar, bál og opnar eldstór, svo og sjálf sólin, gefur aftur á móti að langmestu leyti hita við geislun, og andrúmsloftið hitnar aðeins af snertingu við þá fleti, sem geislarnir hafa hitað. Hitatap líkam- ans verður þar að langmestu leyti fyrir leiðslu og loftstreymi. Hin tiltölulega nýja hitunaraðferð, geislahitun, er viðleitni til að skapa með aðstoð tækninnar svipuð hitun- aráhrif og af sólinni og hinum opnu eldstæðum. Þá er einhver hluti flata herbergis, venjulega loftið, hitaður upp að tiltölulega lágu hitastigi. Send- ir þá t. d. loftflöturinn frá sér útrauða hitageisla, er hita veggi, gólf, húsgögn og hvaðeina, sem heftir för þeirra. Hitatap líkamans verður við slíka hit- un að langmestu leyti leiðslu- og loft- streymistap, þar eð hitastig andrúms- loftsins er tiltölulega lágt eða 15—- 19° C. IÐNAÐARMÁL 69

x

Iðnaðarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.