Iðnaðarmál - 01.05.1955, Síða 7
Dœmi um fyrirkomu-
lag geislahitunarkerf-
is í venjulegri íbúð.
Á myndinni má sjá,
hvernig ESWA-plöt-
um er komið fyrir í
lofti herbergjanna.
herbergi um sig gera kleift að fá hit-
ann í þá hluta hússins. sem óskað er.
Temprun er sjálfvirk í hverju her-
bergi, svo að hitastillið þar slær af, ef
sól skín inn um glugga eða margt fólk
er þar saman komið, óháð aöstæðum
í öðrum hlutum hússins. Veröur því
aldrei um ofhitun að ræða.
Hin góðu temprunarskilyrði ásamt
lágu hitastigi andrúmsloftsins og hin
beina hitun, sem fer fram í herbergj-
unum sjálfum, veldur því, að raf-
geislahitunarkerfi þurfa ótrúlega litla
orku eða 30—40% minni orku en
venjulegir þilofnar til þess að skila
sömu hitaáhrifum.
Stofnkostnaður raigeislahitunarkerfa.
Stofnkostnaður rafgeislahitunar-
kerfa er heldur minni en sambæri-
Jegra miðstöðvarkerfa. Auk þess er
engin þörf fyrir reykháf né hitunar-
herbergi, og plöturnar koma í stað
múrhúðunar eða klæðningar á loftum.
XJppruni og reynsla.
Eswa-rafgeislahitunartækin eru
norsk uppfinning og framleidd af
Norsk Eswa A/S í Osló. Þau voru
fyrst sett í nokkur hús í Noregi árið
1939, og eru þau kerfi öll í notkun
enn, án þess að neitt hafi fyrir þau
komið. Þau kerfi eru þó í mörgu frá-
brugðin þeim, sem nú eru framleidd,
og ófullkomnari en þau.
Meðan á styrjöldinni stóð, stöðv-
aðist framleiðslan alveg. En að stríði
loknu hófst hún aftur, og á síðustu ár-
um hefur rafgeislahitun náð geysi-
legri útbreiðslu í Noregi og verið sett
í byggingar af öllum hugsanlegum
stærðum og gerðum, gamlar og nýjar.
í Danmörku var Eswa-rafgeislahit-
un fyrst tekin í notkun í nokkrum hús-
um í Kaupmannahöfn fyrir tveimur
árum. Síðan hefur hún breiðzt ört út
og er meðal annars í tveimur frægum,
nýjum stórhýsum, sjónvarpsstöðinni
og hinu nýja ráðhúsi á Friöriksbergi
í Kaupmannahöfn.
Ký bók iiin imiíva'litiiliiiiil
Nýlega er komin út bók, sem heitir „Meg-
inatriði í matvœlaiðnaði", samin af dr. Sig-
urði Péturssyni gerlafræðingi og gefin út af
ísafoldarprentsmiðju. Bókin er í litlu broti,
160 blaðsíður, og eins og nafnið bendir til,
fjallar hún um höfuðatriði í meðferð og
framleiðslu matvæla. Einnig eru í bókinni
ræddar aðalorsakir matvælaskemmda og
önnur undirstöðuatriði, sem allir, er við
matvælaframleiðslu fást, þurfa að hafa stað-
góða þekkingu og skilning á.
I byrjun bókarinnar er minnzt á frum-
atriði eðlisfræði og efnafræði, en síðan eru
matvæli, uppruni þeirra, samsetning o. s.
frv., rædd í stuttu máli.
Aður en höfundur víkur sérstaklega að
matvælaframleiðslu, ræðir hann mikilvæg-
ustu atriði matvælaiðnaðar, en þau eru or-
sakir skemmda á matvælum. Fyrst minnist
hann á gerhvata, en þeir finnast í vefjum
allra lifandi vera, og er starfsemi þeirra
fólgin í því að byggja upp efnasambönd, en
aðrir kljúfa önnur niður. Eftir dauða ver-
anna hættir öll uppbygging efnasambanda,
en upplausn og niðurrif efnanna verður yfir-
gnæfandi, ef ekkert er að gert til að stemma
stigu fyrir starfsemi hinna eyðandi ger-
hvata.
Þó er oftast önnur orsök, er veldur hinum
fyrstu skemmdum á nýjurn matvælum, en
hún er starfsemi örsmárra gerla, sem jafnan
berast í matvælin utan að, en fjölgar þar
mjög ört við hagstæð skilyrði. Næringu sína
fá þeir annaðhvort úr upplausnum eða þeir
gefa frá sér vökva, sem brýtur niður vefina í
uppleysanlega og einfaldari samsetningu,
sem þeir sjúga í gegnum útveggi sína (sellu-
veggina), en skila úrgangsefnum sömu leið.
Þegar þessi starfsemi gerlanna eða svepp-
anna er orðin mögnuð, er sagt, að maturinn
sé úldinn. I bókinni er bent á helztu leiðir
til að seinka eða stemma stigu fyrir slíkri
starfsemi. Þá geta sjúkdómssýklar og eitur-
efni borizt í matvæli á ýmsan hátt, sérstak-
lega ef hreinlætis er ekki gætt. Höfundur
bókarinnar lýsir gaumgæfilega, hversu áríð-
andi hreinlæti er í allri matvælaframleiðslu.
Er aldrei um of brýnt fyrir mönnum að gæta
fyllsta hreinlætis í meðferð matvæla, enda
ræður það miklu bæði um gæði vörunnar og
hollustu og eins geymsluþol hennar.
Eftir að öllu þessu hafa verið gerð góð
skil, lýsir höfundurinn helztu aðferðum, sem
notaðar eru til að halda matvælum
óskemmdum í lengri eða skemmri tíma.
Fyrsta skilyrði til þess er auðvitað að
stemma stigu fyrir starfsemi gerla, sveppa
og gerhvata. Þetta er gert á mismunandi
hátt, og hefur hver aðferð sína sérstöku
kosti. Elzta aðferðin er þurrkun. Sé vatns-
magn í matvælum minnkað, eiga gerhvatar,
sveppar og gerlar mjög erfitt með að vaxa og
tímgast. Svipað á sér einnig stað við reyk-
ingu og söltun, en báðar þær aðferðir eiga
það sameiginlegt með vindþurrkun, að mik-
ið vatn er eimað úr matnum. Auk þess gætir
áhrifa reyks og salts, sem hvort um sig hef-
ur sérstök áhrif á bragð og gerlastarfsemi.
Þá er lýst kælingu, frystingu, niðursuðu,
notkun rotvarnarefna og niðurlögðum vör-
um. Ollu er þessu lýst á mjög skýran og auð-
skilinn hátt og þó rækilega, svo að hverjum
manni má ljóst vera, við hvað er átt.
Aftast í bókinni eru alls konar töflur um
mál og vog, helztu frumefni, eðlisþyngd
upplausna, hitastig á Farenheit og Celcius,
varmaleiðslu nokkurra einangrunarefna,
kuldablöndur, hitastig og þrýsting mettaðr-
ar gufu, suðumark vatns við mismunandi
undirþrýsting og meðalefnasamsetning
nokkurra fæðutegunda. Þá er mynd af gerð
niðursuðudósar og að lokum lög og reglu-
gerðir um framleiðslu matvæla á íslandi.
L. L.
JÐN AÐABMÁL
71