Iðnaðarmál - 01.05.1955, Blaðsíða 12

Iðnaðarmál - 01.05.1955, Blaðsíða 12
6 Höfuðlega jelld á sveifarás. 7 Verksmiðju- og skrifstofubyggingar Héðins við Seljaveg 2. J 8 Sveinn Guðmundsson forstjóri. við skrifborð sitt. Myndirnar tók Jón Oddsson nema 7. mynd, sem Hjálmar R. Bárðarson tók. þar síðan. Hefur vélin að öllu leyti reynzt hin bezta og traustasta, og þyk- ir sýnt, að hún standi í engu að baki sambærilegum erlendum vélum. Þeg- ar eru í notkun átta Héðins-frystivél- ar í fiskiðjuverum landsins, þrjár í Reykjavík, ein á Akranesi, ein á Drangsnesi, ein í Vestmannaeyjum, ein í Gerðum í Garði og ein í Kefla- vík. í smíðum eru fjórar vélar. Verða tvær þeirra í Reykjavík, ein fer til ísa- fjarðar, en einni er enn óráðstafað. Vélsmiðjan Héðinn hefur á marg- an hátt verið brautryðjandi í vélsmíði hér á landi. Ber því vitni fjöldi véla, sem Héðinn hefur smíðað, svo sem stórar síldarpressur, lifrarvinnslutæki í togara, mjölvinnslutæki í síldar- og fiskimj ölsverksmiðj ur, „Hydraulik“- vökvavindur, smíðaðar samkvæmt norsku framleiðsluleyfi, ammóníak- lokar af mörgum stærðum, miðflótta- aflsdælur, snekkjudrif og fjöldi vara- hluta í dieselvélar og frystivélar. Þá smiðar Héðinn gírkassa og þvegla í þvottavélina Mjöll. Forstjóri Héðins er Sveinn Guð- mundsson vélfræðingur, og hefur hann stjórnað fyrirtækinu frá 1942. Stórhugur og athafnasemi hafa ávallt einkennt störf Sveins, og hefur hann reynzt verðugur arftaki hinna dug- miklu stofnenda Héðins. B. Ó. 76 IÐN AÐARMAL

x

Iðnaðarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.