Iðnaðarmál - 01.05.1955, Page 13

Iðnaðarmál - 01.05.1955, Page 13
U-úítaminbœtt mjóilz - Leilbliúdaía tík A síðari árum hefur verið sýnt fram á. að efnin ergosterol og 7-de- hydrocholesterol breytast í D-vítamín, sé beint á þau útfjólubláum geislum. Þar sem ergosterol eða svipuð sterol eru í geri, mjólk og fleiri matvælateg- undum, er unnt að auka D-vítamín- magn þessara matvæla stórum með því að láta útfjólubláa geisla skína á þau. Þess má geta, að í húð mannsins finnst 7-dehydrocholesterol, sem breytist fyrir áhrif hinna útfjólubláu geisla sólarljóssins í D-vítamín. Auka má D-vítamínmagn í kúamjólk með geislun á þann fóðurbæti, sem í er ergosterol, eða með því að gefa kún- um skammta af D-vítamínupplausn- um. Þar sem komið hefur í Ijós, að kúa- mjólk er einna hentugust fæðutegund til dreifingar D-vítamíns, er nú svo komið, að í Bandaríkjunum og víðar er mikill hluti þeirrar mjólkur, sem drukkin er, D-vítamínbætt á fvrr- greindan hátt, svo að einn lítri af mjólk innihaldi rúmlega 400 alþjóða- einingar af D-vítamíni. Vítamínmagn þetta er talin hæfileg dagsneyzla börn- um og unglingum á aldrinum 1—20 ára, en nokkru meira magn þurfa nv- fædd börn, vanfærar konur og konur með börn á brjósti. Roskið fólk og það fólk fullorðið, sem lítillar sólar nýtur, er einnig talið þurfa D-vítamín í fæðu, en í minna mæli en börn og unglingar. D-vítamín er mjög nauðsynlegt börnum og unglingum til uppbygging- ar beina, þar eð D-vítamín hefur áhrif á fosfór- og kalcíum-efnaskipti í bein- um, og án D-vítamíns geta þessi efna- skipti ekki átt sér stað. Mikill D-víta- mínskortur veldur beinkröm. D-víta- mín — ásamt C-vítamini — er mjög nauðsynlegt til þess, að börn fái sterkar og heilar tennur, og stuðlar auk þess að eðlilegum vexti barna. Ohófleg D-vítamínneyzla í langan tíma getur orsakað útfellingu á kalcí- um-fosfati í öðrum vefjum en beinum og haft mjög skaðleg áhrif. D-vítamín er ekki mjög algengt í vanalegum fæðutegundum. Helzt er að finna það í fisklýsi, eggjarauðu, smjöri, rjóma, lifur og fleiri fæðuteg- undum. Eftirfarandi tafla sýnir helztu D-vítamíngjafa: Eins og tafian sýnir, er varla við að búast, að börn og unglingar fái dag- lega nægilegt magn af fæðu, sem í er D-vítamín, nema fæðan sé lax, síld, sardínur og lýsi, en gera má ráð fyrir, að þessar fæðutegundir séu ekki dag- lega á borðum þorra manna. Smjör og egg, sem eru algengari fæðuteg- undir, innihalda of lítið magn af D- vítamíni, svo að að fullu gagni megi koma. Til þess að fullnægja daglegri D-vítamínþörf unglinga þyrfti t. d. 10—20 egg. í mjólk, sem er ágætis- fæða til að fullnægja sérstökum nær- ingarþörfum mannslikamans, er ekki meira af D-vítamíni en svo, að 10— 100 lítra þyrfti á dag til að fullnægja þessari vítamínþörf. Aftur á móti þyrfti ekki nema einn lítra á dag af mjólk, sem áður væri bætt D-vítamíni, til að fullnægja þörfinni. Þrjár Ieiðir eru til að D-vítamín- bæta mjólk. Hin fyrsta er í því fólgin að blanda efnum, sem geisluð hafa verið með útfjólubláum geislum, eins og t. d. geri, í fóðurbæti kúnna, svo að þær mjólki D-vítamínríkri mjólk. Aðferð þessi er ekki talin hentug nema á mjög stórum kúabúum. Önnur aðferð er sú að láta mjólkina renna jöfnum straumi undir útfjólubláum geislum, áður en hún er gerilsneydd. Þessi aðferð er heppilegust í stórum mjólkurbúum, en mikillar aðgæzlu Framh. á 81. bls. Daglegt magn til hœfilcgrar D-vítavínmagn í 100 g: D-vítamínneyzlu: Smjör 6—400 alþjóðaeiningar 100—7000 g Eggjarauða 140—500 80—300 g Mjólk { ny Y'* 1 geisluo 0,3—4,6 9—1301 14—42 1—31 Þorskhrogn 85 470 g í niðursoðin .. 1400—1713 23—29 g Síld j hrá .. 1220—1840 22—33 g [ reykt 1910 21 g Lax 200—600 67—200 g f niðursoðnar í olíu .. .. 300—1800 22—133 g Sardínur -I hráar .. 600—1500 27-67 g t reyktar .. 1400—1500 27—29 g 150 270 g 850 g Nautalifur 47 Kálfalifur 9,5—22 1800—4200 g Svínalifur 44 910 g (Heimild: The Canned Food Rejerence Manual by American Can. Co., 1949.) f þorskalýsi 85—500 alþjóðaeiningar/g 0,8—4,7 g Lýsi < lúðulýsi 2000 0,2 g 1 síldarlýsi 25—60 2,5—16 g (Heimild: Commercial Marine Products of Commerc.e by D. K. Tressler, 1951.) IÐN AÐARMÁL 77

x

Iðnaðarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.