Iðnaðarmál - 01.05.1955, Side 17

Iðnaðarmál - 01.05.1955, Side 17
% af lýsinu, og auk þeirra gæða, sem áður var lýst, hefur lýsið reynzt 20% ríkara að vítamínum en gerist, þegar hitunaraðferðir eru notaðar. Þótt Chayen-aðferðin hafi enn eigi verið notuð nema í tilraunaskyni við vinnslu lýsis úr fiski og lifur, bendir margt til þess, að hún eigi eftir að ryðja sér til rúms á þeim vettvangi vegna þeirra kosta, sem hún hefur um- fram eldri aðferðir. L. L. 3. rnynd. Hluti af beini, sem fitan hefur verið skilin úr meS Chayen-aSferð. Tíföld stœkkun. Mjólkurfranileiðsla Framh. af 73. bls. sem vísindin þekkja. Að vísu er heppi- legt, að þær skuli vera svo smáar, því að ekkert annað kæmist fyrir á þess- ari jörð vorri, væri hver einstök þeirra á stærð við gulrófnafræ. Sum- ar plöntur eru til hagsbóta, svo sem alfa-alfa og smári. Aðrar eru til óþæg- inda, t. d. fífill og sóley í túni, enn aðrar beinlínis skaðlegar, svo sem eit- urvafningurinn. Eins og alkunnugt er, valda sumar bakteríur (gerlar) sjúkdómum, og aðrar eru banvænar. Sumar tegundir gerla gerbreyta bragði mjólkur. Þeir gera mjólkina súra, beiska eða malt- kennda. Þeir geta breytt mjólkinni svo mjög, að allir, sem neyta hennaj. fái illt í maga. En þar sem ógerlegt er að skilja góðu gerlana frá hinum, sem verri eru, verður ekki öðru til að dreifa en losna við alla þá gerla, sem eiga ekki heima í mjólkinni. Venjulegar plöntur þróast og gróa í sólskini og hreinu lofti, en gerlum líður bezt í dimmu, röku og hlýju umhverfi. Margir þeirra þróast bezt í mjólk, einkum volgri mjólk. Eins og mjólk kemst næst því að vera hin full- komnasta fæða handa mannlegum verum, er hún einnig hin ákjósanleg- asta fæða flestum tegundum gerla. Ekki er neinn gerill fyrr kominn í mjólk en hann tekur til að auka kyn sitt, og æxlunin er mjög hröð. Gerlar æxlast við beina skiptingu einstaklinganna. Þeir smáþynnast um miðju, unz þeir skiptast í tvo hluta, sem hvor um sig verður ný fruma. í volgri mjólk tekur þessi skipting oft ekki nema 20—30 mín. Gerum nú ráð fyrir, að hópur af gerlum æxlist með þessum hraða. Eftir hálftíma eru hóp- arnir orðnir tveir, eftir klukkutíma fjórir, eftir einn og hálfan tíma átta, og eftir tvo tíma 16 o. s. frv. Á fimm- tán klukkutímum mundi þessi eini hópur hafa eignazt „börn og barna- börn“, svo að mörgum milljónum skiptir, og enn mundi fjölgunin í bezta gengi. Þar sem gæði mjókur eru svo ná- tengd gerlagróðri, vaknar sjálfkrafa sú spurning, hvernig við megum sigr- ast á honum, áður en hann verður of- an á í viðskiptum við okkur og þær mjólkurvörur, sem við erum að fram- leiða. Nú er það ekki eins erfitt við- fangs og ætla mætti. Ráðstafanir í þá átt eru aðallega tvenns konar: 1. að varna gerlum að komast í mjólkina, 2. að stöðva vöxt og viðgang þeirra gerla, sem haja komizt í hana. Niðurlag í næsta hefti. D-vítamínbætt mjólk Framh. aj 77. bls. þarf við, svo að of mikil lýsing eigi sér ekki stað. Verði lýsing of mikil, er hætta á, að hragð mjólkurinn breyt- ist. Þriðja aðferðin er í því fólgin, að sterkri D-vítamínupplausn (í propy- lene glucol) er bætt beint í mjólkina, áður en hún er gerilsneydd. Þetta er langeinfaldasta aðferðin, og með henni er unnt að ráða D-vítamín- magni mjólkur, svo að ekki verði breytingar á frá degi til dags. Allt og sumt, sem gera þarf, er að hella úr smáglasi með vítamínupplausn þess- ari í mjólkina í réttum hlutföllum, meðan hún er í geymunum og áður en hún rennur í gegnum gerilsneyð- ingartækið. Hæfilegt mundi vera að blanda 25 rúmsentímetrum af víta- mínupplausn (en í hverjum rúmsentí- metra hennar eru 64 þús. alþjóðaein- ingar af D-vítamíni) í 4000 lítra af mjólk. Sé mjólkurmagn hins vegar litið, mundi notaður dropateljari. Kostnaður við slíka D-vítamínaukn- ingu í mjólk er sáralítill. Hann gæti numið minna en einum eyri á hvern mjólkurlítra. Ekki hefur D-vítamín- upplausn, sem blönduð er í hlutföll- unum 400 alþjóðaeiningar í einn lítra mjólkur, nein áhrif á lit, bragð eða lykt mjólkurinnar. Aðferð þessi yrði að öllum líkindum hin heppilegasta í litlum mjólkurbúum. Helztu D-vítamíngjafar eru lýsi og sólarljós. Þar eð lítið er um sólskin hér á landi og oft erfitt að fá börn til að taka lýsi, ætti D-vítamínbæting mjólkur að vera íslendingum bezta ráð til að fá það magn af D-vítamíni í fæðunni, sem þarf, til að upp vaxi hraust kynslóð. L. L. /----------------------------\ Um svipað leyti og áskrifendum berst 5. hefti Iðnaðarmála fá þeir frá oss aðra sendingu, póstkröfu um áskriftargjald 1955. Væntum vér, að kaupendur bregðist vel við og inni þessa greiðslu fljótt af hendi. V__________________________________________> IÐNAÐARMAL 81

x

Iðnaðarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.